Banni Mourinho fyrir augnpotið aflétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2012 18:30 Mourinho í leiknum umtalaða á Nou Camp á síðasta ári. Nordicphotos/Getty Jose Mourinho mun stýra Real Madrid í leikjunum tveimur gegn Barcelona í ágúst þar sem Spánarmeistararnir mæta sigurvegaranum úr Konungsbikarnum. Allt ætlaði um koll að keyra í viðureign liðanna við sama tilefni á síðasta ári. Leikmenn liðanna hnakkrifust við hliðarlínuna fyrir framan varamannabekk Barcelona. Gekk þá Mourinho aftan að Tito Vilanova, þáverandi aðstoðarþjálfara Börsunga, og potaði í auga hans. Mourinho hlaut tveggja leikja bann fyrir hátterni sitt sem gilti þó aðeins í þeirri keppni, Ofurbikarnum. Hann hefði því átt að taka út leikbannið í leikjunum í lok ágúst en ekkert verður af því. Eins leiks banni yfir Vilanova, fyrir viðbrögð hans við árás Mourinho, var einnig aflétt. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi hjá spænska knattspyrnusambandinu í dag þar sem dregið var í leikjaniðurröðun komandi tímabils. Forseti sambandsins, Angel Maria Villar, hefur vald til þess að milda eða fella niður leikbönn. Villar var kjörinn forseti til fjögurra ára í febrúar síðastliðnum en í hönd er farið sjöunda kjörtímabil hans. Vilanova, sem í dag gegnir stöðu knattspyrnustjóra Barcelona, og Mourinho verða því báðir á hliðarlínunni í leikjunum tveimur. Fróðlegt verður að sjá hvernig Sandro Rosell, forseti Barcelona, bregst við tíðindunum. Hann lét hafa eftir sér að Barcelona gæti ekki liðið það að ekki yrði refsað fyrir ofbeldi gagnvart þjálfara félagsins. Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í október og mars Fyrsti "Clasico" leikur komandi tímabils í efstu deild spænska fótboltans milli Real Madrid og Barcelona fer fram á Nývangi, heimavelli Börsunga, helgina 6.-7. október. 10. júlí 2012 17:45 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira
Jose Mourinho mun stýra Real Madrid í leikjunum tveimur gegn Barcelona í ágúst þar sem Spánarmeistararnir mæta sigurvegaranum úr Konungsbikarnum. Allt ætlaði um koll að keyra í viðureign liðanna við sama tilefni á síðasta ári. Leikmenn liðanna hnakkrifust við hliðarlínuna fyrir framan varamannabekk Barcelona. Gekk þá Mourinho aftan að Tito Vilanova, þáverandi aðstoðarþjálfara Börsunga, og potaði í auga hans. Mourinho hlaut tveggja leikja bann fyrir hátterni sitt sem gilti þó aðeins í þeirri keppni, Ofurbikarnum. Hann hefði því átt að taka út leikbannið í leikjunum í lok ágúst en ekkert verður af því. Eins leiks banni yfir Vilanova, fyrir viðbrögð hans við árás Mourinho, var einnig aflétt. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi hjá spænska knattspyrnusambandinu í dag þar sem dregið var í leikjaniðurröðun komandi tímabils. Forseti sambandsins, Angel Maria Villar, hefur vald til þess að milda eða fella niður leikbönn. Villar var kjörinn forseti til fjögurra ára í febrúar síðastliðnum en í hönd er farið sjöunda kjörtímabil hans. Vilanova, sem í dag gegnir stöðu knattspyrnustjóra Barcelona, og Mourinho verða því báðir á hliðarlínunni í leikjunum tveimur. Fróðlegt verður að sjá hvernig Sandro Rosell, forseti Barcelona, bregst við tíðindunum. Hann lét hafa eftir sér að Barcelona gæti ekki liðið það að ekki yrði refsað fyrir ofbeldi gagnvart þjálfara félagsins.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í október og mars Fyrsti "Clasico" leikur komandi tímabils í efstu deild spænska fótboltans milli Real Madrid og Barcelona fer fram á Nývangi, heimavelli Börsunga, helgina 6.-7. október. 10. júlí 2012 17:45 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira
Barcelona og Real Madrid mætast í október og mars Fyrsti "Clasico" leikur komandi tímabils í efstu deild spænska fótboltans milli Real Madrid og Barcelona fer fram á Nývangi, heimavelli Börsunga, helgina 6.-7. október. 10. júlí 2012 17:45