Anton Sveinn: Síðasti maðurinn upp úr lauginni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 28. júlí 2012 06:00 Anton Sveinn McKee heilsar hér Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Mynd/Valli Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Anton Sveinn McKee sundmaður er sá fyrsti sem keppir á leikunum nú. Anton Sveinn mun stinga sér til sunds í 400 m fjórsundi klukkan 9.00 í dag. Þetta er fyrsta keppnisgreinin í sundinu og Anton Sveinn verður í fyrsta riðli. „Ég er spenntur en um leið stressaður," sagði Anton þegar blaðamaður hitti á hann í Ólympíuþorpinu. „Þetta eru fyrstu leikarnir mínir og maður vill standa sig vel. Ég finn líka fyrir ákveðinni pressu sem ég set á sjálfan mig." Anton var einn þeirra sem þurfti að bíða eftir boði FINA, Alþjóðasundsambandsins, um að fá að keppa á leikunum. Hann viðurkennir að biðin hafi verið erfið. „Já, mjög erfið. Ég hafði enga hugmynd um hvort ég kæmist inn eða ekki. Dagarnir voru margir hverjir erfiðir og ég hættur að nenna að standa í þessu. En það var svo gaman að fá fréttirnar, sérstaklega þar sem ég fékk boð í tvær greinar. Það var í raun fullkomið en fyrst og fremst ótrúlega mikill léttir." Hinn nítján ára Anton Sveinn er vitanlega á sínu fyrstu leikum en býr þó á ákveðinni reynslu sem kemur sér til góðs nú. „Ég fór á Ólympíuleika ungmenna og svipar þar allt mjög til umhverfisins hér - þó svo að þetta sé allt mun stærra í sniðum. Það var góður undirbúningur fyrir mig." Æfingarnar hafa gengið vel og stefnir hann á, eins og allir sundmennirnir, að toppa hér leikunum. „Reyndar var árangurinn minn á EM í Ungverjalandi ekki samkvæmt væntingum og því höfum við lagt áherslu á að byggja mig upp síðan þá og voru æfingarnar því mjög þungar." „En ég hef verið að trappa mig niður með þeim tilgangi að toppa hér og ná eins góðum árangri og mögulegt er. Það er ekki langt síðan ég vissi að ég væri að koma hingað en ég gerði eins vel og ég gat úr þessu og ég er ánægður með ferlið allt saman." Anton Sveinn er eini langsundsmaðurinn í íslensku sveitinni og æfingar hans öðruvísi en hinna. „Helsti munurinn er að ég æfi mun meira úthald. Ég þarf ekki á þessari snerpu að halda. Þegar það eru sprettir hjá hinum - kannski tvisvar sinnum 50 metrar - er ég að taka sex sinnum 100 metra á fullum hraða." „Ég æfi því lengur og geri öðruvísi æfingar. Þetta er kannski ekki erfiðara en bara tímafrekara. Ég er yfirleitt einn að klára æfingarnar og síðasti maður upp úr lauginni." Um markmiðin sín segir Anton Sveinn að hann vilji bæta Íslandsmetin sín í bæði 400 m fjórsundi og 1500 m skriðsundi. „Það væri fullkomið. Ég er enn að átta mig á því hvaða tíma maður vill fá en það væri frábært að bæta sig." „Ég hef verið mikið í fjórsundinu á þessu tímabili og æft mig mjög mikið í þeirri grein. Ég held að ég eigi góðan möguleika á að bæta mig í henni." „En svo er aldrei að vita hvað gerist því þetta er frábrugðið öllu öðru sem ég hef gert áður, hvort sem það er EM eða HM. Það jafnast ekkert á við að stinga sér til sunds á Ólympíuleikum - ég held að allir geta verið sammála um það."Anton Sveinn McKee 19 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 400 m fjórsund: 28. júlí 1500 m skriðsund: 3. ágúst Sund Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Sjá meira
Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Anton Sveinn McKee sundmaður er sá fyrsti sem keppir á leikunum nú. Anton Sveinn mun stinga sér til sunds í 400 m fjórsundi klukkan 9.00 í dag. Þetta er fyrsta keppnisgreinin í sundinu og Anton Sveinn verður í fyrsta riðli. „Ég er spenntur en um leið stressaður," sagði Anton þegar blaðamaður hitti á hann í Ólympíuþorpinu. „Þetta eru fyrstu leikarnir mínir og maður vill standa sig vel. Ég finn líka fyrir ákveðinni pressu sem ég set á sjálfan mig." Anton var einn þeirra sem þurfti að bíða eftir boði FINA, Alþjóðasundsambandsins, um að fá að keppa á leikunum. Hann viðurkennir að biðin hafi verið erfið. „Já, mjög erfið. Ég hafði enga hugmynd um hvort ég kæmist inn eða ekki. Dagarnir voru margir hverjir erfiðir og ég hættur að nenna að standa í þessu. En það var svo gaman að fá fréttirnar, sérstaklega þar sem ég fékk boð í tvær greinar. Það var í raun fullkomið en fyrst og fremst ótrúlega mikill léttir." Hinn nítján ára Anton Sveinn er vitanlega á sínu fyrstu leikum en býr þó á ákveðinni reynslu sem kemur sér til góðs nú. „Ég fór á Ólympíuleika ungmenna og svipar þar allt mjög til umhverfisins hér - þó svo að þetta sé allt mun stærra í sniðum. Það var góður undirbúningur fyrir mig." Æfingarnar hafa gengið vel og stefnir hann á, eins og allir sundmennirnir, að toppa hér leikunum. „Reyndar var árangurinn minn á EM í Ungverjalandi ekki samkvæmt væntingum og því höfum við lagt áherslu á að byggja mig upp síðan þá og voru æfingarnar því mjög þungar." „En ég hef verið að trappa mig niður með þeim tilgangi að toppa hér og ná eins góðum árangri og mögulegt er. Það er ekki langt síðan ég vissi að ég væri að koma hingað en ég gerði eins vel og ég gat úr þessu og ég er ánægður með ferlið allt saman." Anton Sveinn er eini langsundsmaðurinn í íslensku sveitinni og æfingar hans öðruvísi en hinna. „Helsti munurinn er að ég æfi mun meira úthald. Ég þarf ekki á þessari snerpu að halda. Þegar það eru sprettir hjá hinum - kannski tvisvar sinnum 50 metrar - er ég að taka sex sinnum 100 metra á fullum hraða." „Ég æfi því lengur og geri öðruvísi æfingar. Þetta er kannski ekki erfiðara en bara tímafrekara. Ég er yfirleitt einn að klára æfingarnar og síðasti maður upp úr lauginni." Um markmiðin sín segir Anton Sveinn að hann vilji bæta Íslandsmetin sín í bæði 400 m fjórsundi og 1500 m skriðsundi. „Það væri fullkomið. Ég er enn að átta mig á því hvaða tíma maður vill fá en það væri frábært að bæta sig." „Ég hef verið mikið í fjórsundinu á þessu tímabili og æft mig mjög mikið í þeirri grein. Ég held að ég eigi góðan möguleika á að bæta mig í henni." „En svo er aldrei að vita hvað gerist því þetta er frábrugðið öllu öðru sem ég hef gert áður, hvort sem það er EM eða HM. Það jafnast ekkert á við að stinga sér til sunds á Ólympíuleikum - ég held að allir geta verið sammála um það."Anton Sveinn McKee 19 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 400 m fjórsund: 28. júlí 1500 m skriðsund: 3. ágúst
Sund Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Sjá meira