Brynjudalsá nálgast 100 laxa - stórlax í Víðidalsá 24. júlí 2012 13:05 John Burne heitir veiðimaðurinn sem heldur á þessum fallega laxi í Víðidalsá. Mynd / Lax-á Alls voru 84 laxar komnir á land í Brynjudalsá í gær sem þýðir að um tveir laxar hafa veiðst á stöng á dag í ánni það sem af er sumri. Á veiðivefnum agn.is segir að bestu dagarnir í sumar hafi gefið allt að ellefu laxa og að nokkuð líflegt hafi verið í ánni frá fyrsta degi. Á agn.is segir ennfremur að 50 laxar séu komnir á land í Hvannadalsá á Vestfjörðum og að á síðustu fimm dögum hafi þrettán löxum verið landað þar. Þá eru fyrstu laxarnir komnir á land í Miðdalsá í Steingrímsfirði. Einn þeirra mun hafa verið 12 punda hængur. Nokkuð af bleikju hefur einnig veiðst í Miðdalsá. Veiði í Eystri-Rangá gengur líka ágætlega en í gær höfðu 650 laxar veiðst þar. Á vefnum lax-a.is var nú í hádeginu greint frá því að í Ytri-Rangá séu tæplega 900 laxar komnir á land. Veiðin síðustu daga hefur verið á bilinu 48 til 58 laxar á dag. "Þetta eru bestu veiðitölur hingað til á þessum tíma og má segja að flestir veiðimenn snúi mjög ánægðir frá Ytri rangá þessa dagana," segir á lax-a.is. Á lax-a.is er einnig sagt frá því að í gærmorgun hafi veiðst stórlax í Víðidalsá. Ekki liggur fyrir hversu stór laxinn er en hægt er að sjá hann á myndinni sem fylgir þessari frétt. Laxinn tók Green Brahan, krók númer 14. Alls veiddust 10 laxar í Víðidalsá á morgunvaktinni í gær og samkvæmt vefnum lax-a.is er töluvert líf í ánni.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði
Alls voru 84 laxar komnir á land í Brynjudalsá í gær sem þýðir að um tveir laxar hafa veiðst á stöng á dag í ánni það sem af er sumri. Á veiðivefnum agn.is segir að bestu dagarnir í sumar hafi gefið allt að ellefu laxa og að nokkuð líflegt hafi verið í ánni frá fyrsta degi. Á agn.is segir ennfremur að 50 laxar séu komnir á land í Hvannadalsá á Vestfjörðum og að á síðustu fimm dögum hafi þrettán löxum verið landað þar. Þá eru fyrstu laxarnir komnir á land í Miðdalsá í Steingrímsfirði. Einn þeirra mun hafa verið 12 punda hængur. Nokkuð af bleikju hefur einnig veiðst í Miðdalsá. Veiði í Eystri-Rangá gengur líka ágætlega en í gær höfðu 650 laxar veiðst þar. Á vefnum lax-a.is var nú í hádeginu greint frá því að í Ytri-Rangá séu tæplega 900 laxar komnir á land. Veiðin síðustu daga hefur verið á bilinu 48 til 58 laxar á dag. "Þetta eru bestu veiðitölur hingað til á þessum tíma og má segja að flestir veiðimenn snúi mjög ánægðir frá Ytri rangá þessa dagana," segir á lax-a.is. Á lax-a.is er einnig sagt frá því að í gærmorgun hafi veiðst stórlax í Víðidalsá. Ekki liggur fyrir hversu stór laxinn er en hægt er að sjá hann á myndinni sem fylgir þessari frétt. Laxinn tók Green Brahan, krók númer 14. Alls veiddust 10 laxar í Víðidalsá á morgunvaktinni í gær og samkvæmt vefnum lax-a.is er töluvert líf í ánni.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði