Snjallsímar taka yfir - niðurhal eykst Magnús Halldórsson skrifar 31. júlí 2012 18:30 Algjör kúvending hefur orðið á farsímanotkun hér á landi að undanförnu þar sem gagnaniðurhal hefur margfaldast. Þrátt fyrir það erum við nokkru á eftir Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Nova. Gríðarlega hröð sala á vinsælum snjallsímum á heimsvísu hefur haft afgerandi áhrif á farsímanotkun. Farsímanotkun hefur tekið miklum breytingum á undanförnum þremur árum, samhliða gríðarlega hraðrar innreiðar svonefndra snjallsíma, sem bjóða upp á mun meiri möguleika á gagnaniðurhali og almennri netnotkun en aðrir farsímar. Samkvæmt opinberum gögnum Póst- og fjarskiptastofnunar þá hefur gagnaniðurhalið farið úr tæplega átján þúsund og sjö hundruð gígabætum árið 2009 í ríflega 90 þúsund og sjö hundruð árið 2011. Vöxturinn hefur verið mikill hjá öllum símafélögunum en samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk frá þeim í dag er niðurhalið sífellt að aukast. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir að niðurhal viðskiptavina á Norðurlöndunum í snjallsímum sé umtalsvert meira en hér á landi, eða allt að því þrefalt meira. Undirliggjandi þáttur í þessari miklu breytingu á farsímanotkun, bæði hér á landi og erlendis, er gríðarlega hröð sala á snjallsímum. Sem dæmi má nefna þá seldi hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple 72 milljónir iPhone síma á 196 dögum, á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og fyrsti fjórðungi þessa árs. Það jafngildir um 370 þúsund iPhone snjallsímum á hverjum einasta degi. Tækni Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Algjör kúvending hefur orðið á farsímanotkun hér á landi að undanförnu þar sem gagnaniðurhal hefur margfaldast. Þrátt fyrir það erum við nokkru á eftir Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Nova. Gríðarlega hröð sala á vinsælum snjallsímum á heimsvísu hefur haft afgerandi áhrif á farsímanotkun. Farsímanotkun hefur tekið miklum breytingum á undanförnum þremur árum, samhliða gríðarlega hraðrar innreiðar svonefndra snjallsíma, sem bjóða upp á mun meiri möguleika á gagnaniðurhali og almennri netnotkun en aðrir farsímar. Samkvæmt opinberum gögnum Póst- og fjarskiptastofnunar þá hefur gagnaniðurhalið farið úr tæplega átján þúsund og sjö hundruð gígabætum árið 2009 í ríflega 90 þúsund og sjö hundruð árið 2011. Vöxturinn hefur verið mikill hjá öllum símafélögunum en samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk frá þeim í dag er niðurhalið sífellt að aukast. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir að niðurhal viðskiptavina á Norðurlöndunum í snjallsímum sé umtalsvert meira en hér á landi, eða allt að því þrefalt meira. Undirliggjandi þáttur í þessari miklu breytingu á farsímanotkun, bæði hér á landi og erlendis, er gríðarlega hröð sala á snjallsímum. Sem dæmi má nefna þá seldi hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple 72 milljónir iPhone síma á 196 dögum, á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og fyrsti fjórðungi þessa árs. Það jafngildir um 370 þúsund iPhone snjallsímum á hverjum einasta degi.
Tækni Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira