Uppbyggingin á Grímsstöðum kosti 16,2 milljarða Magnús Halldórsson skrifar 31. júlí 2012 14:53 Huang Nubo. Félagið Zhongkun Grímsstaðir ehf., sem er í eigu kínverska fjárfestisins Huang Nubo, hefur lýst yfir áhuga á uppbyggingu ferðamennsku á Grímsstöðum á Fjöllum, en samkvæmt umsókn félagsins til nefndar á vegum stjórnvalda er gert ráð fyrir að kostnaður við uppbyggingu á Grímsstöðum verði um 16,2 milljarðar íslenskra króna á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt hefur verið á vef iðnaðarráðuneytis Steingríms J. Sigfússonar ráðherra. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að ýmsum spurningum sé enn ósvarað er tengist málinu, en eins og greint var frá á Vísi fyrri í dag hafa stjórnvöld skipað starfshóp eða samráðshóp sem skoða mun allar hliðar Nubo-málsins og meta hvað sé best að gera, þegar kemur að áhuga Nubo á því að byggja upp ferðaþjónustu á Grímsstöðum á fjöllum.„Ýmis álitamál hafa komið upp við vinnslu þessa máls. Mikilvægt er að skoða hver áhrif þessarar fjárfestingar yrðu til framtíðar með hliðsjón af skuldbindingum íslenska ríkisins og sveitarfélaganna. Þá er mikilvægt að tryggja að fjárhag umræddra sveitarfélaga verði ekki stefnt í hættu vegna þessa verkefnis t.d. ef ekkert verður úr fyrirhugaðri uppbyggingu. Eins er ýmsum spurningum ósvarað hvað varðar uppbyggingu innviða í tengslum við þetta verkefni og hver beri ábyrgð á henni. Jörðin er t.d ekki tengd við dreifikerfi raforku og engar upplýsingar liggja fyrir um það hvernig sinna á raforkuþörf á svæðinu. Þá kunna að vakna spurningar hvort ríkið þurfi að niðurgreiða kostnað vegna kyndingar svo dæmi sé tekið. Kröfur geta komið fram um þætti eins og snjómokstur, skóla og heilbrigðisþjónustu ef af fjárfestingunni verður. Jafnframt hafa komið fram hugmyndir um endurbætur á flugvelli. Loks ber að nefna að Grímstaðir ligga við mörk Vatnajökulsþjóðgarðs og í jaðri miðhálendisins og öll áfom um uppbyggingu þar þarf því að skoða í ljósi þess" segir m.a. í yfirlýsingunni sem er að finna vef iðnaðarráðuneytisins. Sjá má yfirlýsinguna í formi minnisblaðs í heild sinni hér. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Félagið Zhongkun Grímsstaðir ehf., sem er í eigu kínverska fjárfestisins Huang Nubo, hefur lýst yfir áhuga á uppbyggingu ferðamennsku á Grímsstöðum á Fjöllum, en samkvæmt umsókn félagsins til nefndar á vegum stjórnvalda er gert ráð fyrir að kostnaður við uppbyggingu á Grímsstöðum verði um 16,2 milljarðar íslenskra króna á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt hefur verið á vef iðnaðarráðuneytis Steingríms J. Sigfússonar ráðherra. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að ýmsum spurningum sé enn ósvarað er tengist málinu, en eins og greint var frá á Vísi fyrri í dag hafa stjórnvöld skipað starfshóp eða samráðshóp sem skoða mun allar hliðar Nubo-málsins og meta hvað sé best að gera, þegar kemur að áhuga Nubo á því að byggja upp ferðaþjónustu á Grímsstöðum á fjöllum.„Ýmis álitamál hafa komið upp við vinnslu þessa máls. Mikilvægt er að skoða hver áhrif þessarar fjárfestingar yrðu til framtíðar með hliðsjón af skuldbindingum íslenska ríkisins og sveitarfélaganna. Þá er mikilvægt að tryggja að fjárhag umræddra sveitarfélaga verði ekki stefnt í hættu vegna þessa verkefnis t.d. ef ekkert verður úr fyrirhugaðri uppbyggingu. Eins er ýmsum spurningum ósvarað hvað varðar uppbyggingu innviða í tengslum við þetta verkefni og hver beri ábyrgð á henni. Jörðin er t.d ekki tengd við dreifikerfi raforku og engar upplýsingar liggja fyrir um það hvernig sinna á raforkuþörf á svæðinu. Þá kunna að vakna spurningar hvort ríkið þurfi að niðurgreiða kostnað vegna kyndingar svo dæmi sé tekið. Kröfur geta komið fram um þætti eins og snjómokstur, skóla og heilbrigðisþjónustu ef af fjárfestingunni verður. Jafnframt hafa komið fram hugmyndir um endurbætur á flugvelli. Loks ber að nefna að Grímstaðir ligga við mörk Vatnajökulsþjóðgarðs og í jaðri miðhálendisins og öll áfom um uppbyggingu þar þarf því að skoða í ljósi þess" segir m.a. í yfirlýsingunni sem er að finna vef iðnaðarráðuneytisins. Sjá má yfirlýsinguna í formi minnisblaðs í heild sinni hér.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira