Skattahækkun væri rothögg fyrir ferðaþjónustuna Magnús Halldórsson skrifar 8. ágúst 2012 19:44 Til stendur að hækka virðisaukaskatt á gistinætur úr 7% í 25,5% prósent í nýju fjárlagafrumvarpi. Samtök ferðaþjónustunnar segja hækkunina reiðarslag en framkvæmdastjóri hjá Icelandair talar um hneyksli. Stjórnvöld hafa í hyggju að endurskoða skatta á ferðaþjónustuna, í tengslum við vinnu fyrir fjárlög næsta árs. Eins og greint hefur verið frá í fréttum Stöðvar 2 er gatið sem stjórnvöld eiga eftir að loka upp á 16 til 20 milljarða króna, sem brúað verður með skattahækkunum og niðurskurði. Eitt af því sem rætt hefur verið um er að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7 prósent í 25,5 prósent, það er úr lægsta þrepi í það hæsta. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, telur hækkunina á skattinum nú vera út í hött. „Rothögg. Eitt orð yfir það. Allir afskaplega ánægðir með sumarið. Allir afskaplega ánægðir með að það var útlit fyrir góða vertíð. Og að koma með þetta núna í byrjun ágúst þegar við sem vinnum í þessum geira erum að sjálfsögðu löngu búin að semja um öll verð fyrir 2013. Við erum að vinna í 2014 núna. Svo að þessu leyti er þetta bara alveg óskiljanleg aðgerð," segir Magnea. Endanlegar ákvarðanir varðandi það hvaða skattar verða hækkaðir og hvaða útgjöld verða skorin niður, liggja ekki endanlega fyrir, samkvæmt heimildum fréttastofu. Magnea segir ferðaþjónustuna vera sérstaklega næma fyrir stöðugu umhverfi. „Það vita það allir að við erum alltaf að vinna tvö ár fram í tímann. Viðskiptavinurinn sættir sig ekkert við þetta. Þannig að vera að tala um þetta á 'high-season' er algerlega út í hött og ekki til neins annars en að rífa niður," segir hún. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Til stendur að hækka virðisaukaskatt á gistinætur úr 7% í 25,5% prósent í nýju fjárlagafrumvarpi. Samtök ferðaþjónustunnar segja hækkunina reiðarslag en framkvæmdastjóri hjá Icelandair talar um hneyksli. Stjórnvöld hafa í hyggju að endurskoða skatta á ferðaþjónustuna, í tengslum við vinnu fyrir fjárlög næsta árs. Eins og greint hefur verið frá í fréttum Stöðvar 2 er gatið sem stjórnvöld eiga eftir að loka upp á 16 til 20 milljarða króna, sem brúað verður með skattahækkunum og niðurskurði. Eitt af því sem rætt hefur verið um er að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7 prósent í 25,5 prósent, það er úr lægsta þrepi í það hæsta. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, telur hækkunina á skattinum nú vera út í hött. „Rothögg. Eitt orð yfir það. Allir afskaplega ánægðir með sumarið. Allir afskaplega ánægðir með að það var útlit fyrir góða vertíð. Og að koma með þetta núna í byrjun ágúst þegar við sem vinnum í þessum geira erum að sjálfsögðu löngu búin að semja um öll verð fyrir 2013. Við erum að vinna í 2014 núna. Svo að þessu leyti er þetta bara alveg óskiljanleg aðgerð," segir Magnea. Endanlegar ákvarðanir varðandi það hvaða skattar verða hækkaðir og hvaða útgjöld verða skorin niður, liggja ekki endanlega fyrir, samkvæmt heimildum fréttastofu. Magnea segir ferðaþjónustuna vera sérstaklega næma fyrir stöðugu umhverfi. „Það vita það allir að við erum alltaf að vinna tvö ár fram í tímann. Viðskiptavinurinn sættir sig ekkert við þetta. Þannig að vera að tala um þetta á 'high-season' er algerlega út í hött og ekki til neins annars en að rífa niður," segir hún.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira