Ekki útilokað að ríkið eignist stærri hlut í Hörpu Magnús Halldórsson skrifar 8. ágúst 2012 12:33 Ekki er útilokað að ríkið eignist stærri hlut í Hörpunni eftir að eigendastefna hússins hefur verið endurskipulögð. Fasteignagjöld, sem renna til borgarinnar, nema næstum helmingi af árlegu rekstrarframlagi ríkis og borgar til hússins. Til stendur að endurskipuleggja yfirstjórn tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í haust, samhliða stefnumótunarvinnu og breyttum áherslum nýs forstjóra, Halldórs Guðmundssonar. Í þeirri vinnu verður ekki síst horft til þess að minnka yfirbygginguna, lækka rekstrarkostnað og styrkja rekstrargrundvöll til framtíðar litið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er meðal annars horft til þess að ríkið geti eignast stærri hlut í Hörpunni heldur en nú, þar sem hækkun fasteignagjalda, upp í tæplega 340 milljónir króna á ári, þýði í reynd að reksturinn hvíli mun meira á herðum ríkisins heldur en borgarinnar, en heildarframlag ríkis og borgar til hússins nemur ríflega 980 milljónum króna á ári. Ríkið á nú 54 prósent hlut í Hörpunni en Reykjavíkurborg 46 prósent. Áætlun um betri rekstur Hörpunnar í framtíðinni hvílir ekki síst á því að hótel rísi við hlið Hörpunnar, en áformað er að bygging þess, sem verður rekið undir merkjum Marriot-hótelkeðjunnar, hefjist á upphafsmánuðum næsta árs. Uppbyggingin við hótelið mun kosta tæpa átta milljarða, með byggingarréttarkostnaði, en svissneska félagið World Leisure Investment, átti hæsta boð í byggingarrétt á reitnum við hlið Hörpunnar og greiddi fyrir hann 1,8 milljarða króna. Nú er unnið að því að ljúka síðustu atriðum í samningum um uppbyggingu hótelsins, m.a. sem snýr að samningum við rekstraraðila hússins, sem verður annar aðili en eigandi þess, líkt og algengt er með hótelrekstur. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Ekki er útilokað að ríkið eignist stærri hlut í Hörpunni eftir að eigendastefna hússins hefur verið endurskipulögð. Fasteignagjöld, sem renna til borgarinnar, nema næstum helmingi af árlegu rekstrarframlagi ríkis og borgar til hússins. Til stendur að endurskipuleggja yfirstjórn tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í haust, samhliða stefnumótunarvinnu og breyttum áherslum nýs forstjóra, Halldórs Guðmundssonar. Í þeirri vinnu verður ekki síst horft til þess að minnka yfirbygginguna, lækka rekstrarkostnað og styrkja rekstrargrundvöll til framtíðar litið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er meðal annars horft til þess að ríkið geti eignast stærri hlut í Hörpunni heldur en nú, þar sem hækkun fasteignagjalda, upp í tæplega 340 milljónir króna á ári, þýði í reynd að reksturinn hvíli mun meira á herðum ríkisins heldur en borgarinnar, en heildarframlag ríkis og borgar til hússins nemur ríflega 980 milljónum króna á ári. Ríkið á nú 54 prósent hlut í Hörpunni en Reykjavíkurborg 46 prósent. Áætlun um betri rekstur Hörpunnar í framtíðinni hvílir ekki síst á því að hótel rísi við hlið Hörpunnar, en áformað er að bygging þess, sem verður rekið undir merkjum Marriot-hótelkeðjunnar, hefjist á upphafsmánuðum næsta árs. Uppbyggingin við hótelið mun kosta tæpa átta milljarða, með byggingarréttarkostnaði, en svissneska félagið World Leisure Investment, átti hæsta boð í byggingarrétt á reitnum við hlið Hörpunnar og greiddi fyrir hann 1,8 milljarða króna. Nú er unnið að því að ljúka síðustu atriðum í samningum um uppbyggingu hótelsins, m.a. sem snýr að samningum við rekstraraðila hússins, sem verður annar aðili en eigandi þess, líkt og algengt er með hótelrekstur.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira