Sport

Farrah fyrstur Breta til þess að vinna gull í 10 km hlaupi

Mo Farrah varð í kvöld fyrsti Bretinn til þess að vinna tíu kílómetra hlaup á Ólympíuleikunum. Þessi 29 ára hlaupari kláraði hlaupið á tuttugu og sjö og hálfri mínútu og vann þar með sitt fyrsta Ólympíugull.

Farrah endaði þar með einokun Eþíópíu í greininni en engin önnur þjóð hafði unnið gull í greininni undanfarna fjóra Ólympíuleika.

Galen Rupp frá Bandaríkjunum hafnaði í öðru sæti í hlaupinu í kvöld og Eþíópíski hlauparinn Tariku Bekele í því þriðja.

Þetta eru fyrstu gullverðun Farrah á Ólympíuleikum en hann tók fyrst þátt árið 2008 í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×