Sport

Majewski varði Ólympíutitil sinn í kúluvarpi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Majewski í úrslitunum í kvöld.
Majewski í úrslitunum í kvöld. Nordicphotos/Getty
Pólverjinn Tomasz Majewski varði Ólympíutitil sinn í kúluvarpi karla með kasti upp á 21.89 metra í úrslitunum í kvöld.

Hinn þrítugi Majewski sem vann gullið óvænt í Peking fyrir fjórum árum náði eins sentimetra forskoti á heimsmeistarann David Storl í öðru kasti sínu. Í síðasta kastinu jók hann svo forystuna um tvo sentimetra til viðbótar og tryggði sér gullið.

Hinn 22 ára gamli Storl tryggði Þjóðverjum silfurverðlaun með 21.86 metrum og Bandaríkjamaðurinn Reese Hoffa nældi í brons.

Bandaríkjamenn hafa ekki unnið gull í kúluvarpi karla frá því í Atlanta 1996 þegar Randy Barnes varð hlutskarpastur.

Óðinn Björn Þorsteinsson tók þátt í undankeppni kúluvarpsins í morgun en náði sér ekki á strik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×