Heimilisbókhald Meniga leiðandi í Evrópu Hugrún Halldórsdóttir skrifar 3. ágúst 2012 19:00 Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga áætlar að heimilisfjármálahugbúnaður sinn verði aðgengilegur um fjórum milljónum manna um mitt næsta ár, þar á meðal í Suður-Afríku og Póllandi. Fyrirtækið er orðið leiðandi í Evrópu á sínu sviði segir framkvæmdastjóri. Tuttugu prósent íslenskra heimila nota nú Meniga til að fylgjast með heimilisfjármálunum sínum á netinu en hugbúnaðurinn varð í mars aðgengilegur viðskiptavinum ScandiaBanken í Noregi og í júní höfðu sextíu þúsund Norðmenn nýtt sér þjónustuna. „Við vitum ekki um neitt annað dæmi um að sambærilegur hugbúnaður hafi náð jafn hraðri upptöku og þar," segir Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Meniga. „Við erum mjög ánægð með það og í raun hefur það gerst hraðar á Íslandi, þegar við fórum fyrst í loftið hér." Í apríl gafst viðskiptavinum ScandiaBanken í Svíþjóð kostur á að nýta þjónustuna og í næsta mánuði fer Meniga svo í loftið í Finnlandi en of snemmt er að greina frá nafni bankans sem fyrirtækið hefur samið við. „Okkur hefur gengið mjög vel að selja kerfið. Við höfum núna náð samningum við banka og fjármálastofnanir í ýmsum löndum, meðal annars í Finnlandi, Rússlandi, Þýskalandi og erum að leggja lokahönd á samninga við banka bæði í Póllandi og Suður-Afríku." „Það stefnir í að hugbúnaðurinn verði aðgengilegur milli 3-4 milljóna manna um mitt, eða seinnihluta næsta árs. Og virkir notendur verða eflaust vel yfir milljón þá." Og vöxturinn kallar á fleiri starfsmenn, en þeir eru núna 25 og verða væntanlega 30 í lok þessa árs. Að ári liðnu verða starfsmenn fyrirtækisins svo orðnir 50-60 ef áætlanir ganga eftir. „Við erum að keppa við nokkur fyrirtæki í Bandaríkjunum og Evrópu og víðar og erum þegar orðin leiðandi í Evrópu. Með þessum innleiðingarverkefnum verðum við með lang flestar innleiðingar af þessum samkeppnisaðilum, þannig að við erum einn af þessum stóru aðilum í þessum geira." Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga áætlar að heimilisfjármálahugbúnaður sinn verði aðgengilegur um fjórum milljónum manna um mitt næsta ár, þar á meðal í Suður-Afríku og Póllandi. Fyrirtækið er orðið leiðandi í Evrópu á sínu sviði segir framkvæmdastjóri. Tuttugu prósent íslenskra heimila nota nú Meniga til að fylgjast með heimilisfjármálunum sínum á netinu en hugbúnaðurinn varð í mars aðgengilegur viðskiptavinum ScandiaBanken í Noregi og í júní höfðu sextíu þúsund Norðmenn nýtt sér þjónustuna. „Við vitum ekki um neitt annað dæmi um að sambærilegur hugbúnaður hafi náð jafn hraðri upptöku og þar," segir Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Meniga. „Við erum mjög ánægð með það og í raun hefur það gerst hraðar á Íslandi, þegar við fórum fyrst í loftið hér." Í apríl gafst viðskiptavinum ScandiaBanken í Svíþjóð kostur á að nýta þjónustuna og í næsta mánuði fer Meniga svo í loftið í Finnlandi en of snemmt er að greina frá nafni bankans sem fyrirtækið hefur samið við. „Okkur hefur gengið mjög vel að selja kerfið. Við höfum núna náð samningum við banka og fjármálastofnanir í ýmsum löndum, meðal annars í Finnlandi, Rússlandi, Þýskalandi og erum að leggja lokahönd á samninga við banka bæði í Póllandi og Suður-Afríku." „Það stefnir í að hugbúnaðurinn verði aðgengilegur milli 3-4 milljóna manna um mitt, eða seinnihluta næsta árs. Og virkir notendur verða eflaust vel yfir milljón þá." Og vöxturinn kallar á fleiri starfsmenn, en þeir eru núna 25 og verða væntanlega 30 í lok þessa árs. Að ári liðnu verða starfsmenn fyrirtækisins svo orðnir 50-60 ef áætlanir ganga eftir. „Við erum að keppa við nokkur fyrirtæki í Bandaríkjunum og Evrópu og víðar og erum þegar orðin leiðandi í Evrópu. Með þessum innleiðingarverkefnum verðum við með lang flestar innleiðingar af þessum samkeppnisaðilum, þannig að við erum einn af þessum stóru aðilum í þessum geira."
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira