Ríkiskaup brutu lög þegar samið var við Icelandair 15. ágúst 2012 14:39 Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ríkiskaup hafi brotið gegn lögum um opinber innkaup þegar tilboði Icelandair í útboði um flugsæti til og frá Íslandi í mars á síðasta ári var tekið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Express (IE). Í úrskurði kærunefndar kemur fram að að ríkið sé skaðabótaskylt gagnvart Iceland Express og það skuli greiða Iceland Express fjögur hundruð þúsund krónur í málskostnað vegna málsins. Kærunefndin fellst hinsvegar ekki á að ógilda beri eða endurtaka útboðið þar sem að lög heimili henni það ekki. Í tilkynningu Iceland Express kemur fram að tilboð Iceland Express hlaut 92,96 stig af 100 mögulegum í útboðinu en Icelandair 53,57 stig. Ríkiskaup tók báðum tilboðunum og gerði rammasamning við bæði félögin, en ríkisstofnanir hafa átt sáralítil viðskipti á grundvelli samningsins við Iceland Express. Þá ákvað ríkið þrátt fyrir mótmæli Iceland Express að setja ekki skorður á punktasöfnun ríkisstarfsmanna með miðakaupum hjá Icelandair, sem skekkir mjög samkeppnisstöðuna að mati IE. Ríkisstarfsmenn hafa þannig persónulegan ávinning af samningi Ríkiskaupa við Icelandair. Um töluverðar fjárhæðir er að ræða þar sem rammasamningurinn er metinn á 800 til 1.000 milljónir króna, ár hvert. Þá segir í tilkynningu IE að Félag atvinnurekenda hafi fyrir hönd Iceland Express óskað eftir gögnum frá Ríkiskaupum svo meta megi það fjárhagstjón sem félagið hefur orðið fyrir og mun í framhaldinu óska eftir viðræðum um hvernig það tjón verði bætt. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu Iceland Express í heild sinni.Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ríkiskaup hafi brotið gegn lögum um opinber innkaup þegar tilboði Icelandair í útboði um flugsæti til og frá Íslandi í mars á síðasta ári var tekið. Kærunefndin telur að tilboð Iceland Express hafi verið mun hagstæðara en tilboð Icelandair samkvæmt þeim forsendum sem lagðar voru til grundvallar útboðinu. Allt að 200 % verðmunur var á milli tilboðanna.Tilboð Iceland Express hlaut 92,96 stig af 100 mögulegum í útboðinu en Icelandair 53,57 stig. Ríkiskaup tók báðum tilboðunum og gerði rammasamning við bæði félögin, en ríkisstofnanir hafa átt sáralítil viðskipti á grundvelli samningsins við Iceland Express. Þá ákvað ríkið þrátt fyrir mótmæli Iceland Express að setja ekki skorður á punktasöfnun ríkisstarfsmanna með miðakaupum hjá Icelandair, sem skekkir mjög samkeppnisstöðuna. Ríkisstarfsmenn hafa þannig persónulegan ávinning af þessum óhagstæða samningi Ríkiskaupa við Icelandair. Um töluverðar fjárhæðir er að ræða þar sem rammasamningurinn er metinn á 800 til 1.000 milljónir króna, ár hvert.Við opnun tilboða hjá Ríkiskaupum voru tilboð bjóðenda hvorki lesin upp né birt eins og skylt er í slíkum opinberum útboðum skv. lögum. Iceland Express krafðist þess að fá aðgang að tilboði Icelandair en því hafnaði Ríkiskaup. Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem tæplega ári síðar úrskurðaði að Iceland Express skyldi fá aðgang að gögnunum. Eftir að lögmenn Félags atvinnurekenda, sem rekið hafa þetta mál fyrir Iceland Express, höfðu metið gögnin var útboðið kært til kærunefndar útboðsmála.Kærunefndin rekur í úrskurði sínum hvernig Ríkiskaup braut gegn Iceland Express. Úrskurður kærunefndar er meðfylgjandi. Þar segir m.a. orðrétt: „Kærunefnd útboðsmála telur þannig að tilboð kæranda hafi verið hagkvæmasta tilboð sem barst í hinu kærða útboði og að verulega miklu hafi munað á tilboði kæranda og Icelandair. Kærði braut þannig gegn lögum um opinber innkaup með því að velja tilboð Icelandair."Kærunefndin fellst ekki á að ógilda beri eða endurtaka útboðið þar sem að lög heimili henni það ekki, en kemst að þeirri niðurstöðu að ríkið sé skaðabótaskylt gagnvart Iceland Express og það skuli greiða Iceland Express málskostnað.Félag atvinnurekenda telur mikilvægt að opinberar stofnanir vandi vel til verka við framkvæmd útboða þar sem tjón fyrirtækja sem brotið er á sem og ríkissjóðs getur verið umtalsvert. Slíkt tjón er sóun á verðmætum sem eru í eigu almennings auk þess sem það stendur í vegi fyrir eðlilegri samkeppni.Félag atvinnurekenda hefur fyrir hönd Iceland Express óskað eftir gögnum frá Ríkiskaupum svo meta megi það fjárhagstjón sem félagið hefur orðið fyrir og mun í framhaldinu óska eftir viðræðum um hvernig það tjón verði bætt. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ríkiskaup hafi brotið gegn lögum um opinber innkaup þegar tilboði Icelandair í útboði um flugsæti til og frá Íslandi í mars á síðasta ári var tekið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Express (IE). Í úrskurði kærunefndar kemur fram að að ríkið sé skaðabótaskylt gagnvart Iceland Express og það skuli greiða Iceland Express fjögur hundruð þúsund krónur í málskostnað vegna málsins. Kærunefndin fellst hinsvegar ekki á að ógilda beri eða endurtaka útboðið þar sem að lög heimili henni það ekki. Í tilkynningu Iceland Express kemur fram að tilboð Iceland Express hlaut 92,96 stig af 100 mögulegum í útboðinu en Icelandair 53,57 stig. Ríkiskaup tók báðum tilboðunum og gerði rammasamning við bæði félögin, en ríkisstofnanir hafa átt sáralítil viðskipti á grundvelli samningsins við Iceland Express. Þá ákvað ríkið þrátt fyrir mótmæli Iceland Express að setja ekki skorður á punktasöfnun ríkisstarfsmanna með miðakaupum hjá Icelandair, sem skekkir mjög samkeppnisstöðuna að mati IE. Ríkisstarfsmenn hafa þannig persónulegan ávinning af samningi Ríkiskaupa við Icelandair. Um töluverðar fjárhæðir er að ræða þar sem rammasamningurinn er metinn á 800 til 1.000 milljónir króna, ár hvert. Þá segir í tilkynningu IE að Félag atvinnurekenda hafi fyrir hönd Iceland Express óskað eftir gögnum frá Ríkiskaupum svo meta megi það fjárhagstjón sem félagið hefur orðið fyrir og mun í framhaldinu óska eftir viðræðum um hvernig það tjón verði bætt. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu Iceland Express í heild sinni.Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ríkiskaup hafi brotið gegn lögum um opinber innkaup þegar tilboði Icelandair í útboði um flugsæti til og frá Íslandi í mars á síðasta ári var tekið. Kærunefndin telur að tilboð Iceland Express hafi verið mun hagstæðara en tilboð Icelandair samkvæmt þeim forsendum sem lagðar voru til grundvallar útboðinu. Allt að 200 % verðmunur var á milli tilboðanna.Tilboð Iceland Express hlaut 92,96 stig af 100 mögulegum í útboðinu en Icelandair 53,57 stig. Ríkiskaup tók báðum tilboðunum og gerði rammasamning við bæði félögin, en ríkisstofnanir hafa átt sáralítil viðskipti á grundvelli samningsins við Iceland Express. Þá ákvað ríkið þrátt fyrir mótmæli Iceland Express að setja ekki skorður á punktasöfnun ríkisstarfsmanna með miðakaupum hjá Icelandair, sem skekkir mjög samkeppnisstöðuna. Ríkisstarfsmenn hafa þannig persónulegan ávinning af þessum óhagstæða samningi Ríkiskaupa við Icelandair. Um töluverðar fjárhæðir er að ræða þar sem rammasamningurinn er metinn á 800 til 1.000 milljónir króna, ár hvert.Við opnun tilboða hjá Ríkiskaupum voru tilboð bjóðenda hvorki lesin upp né birt eins og skylt er í slíkum opinberum útboðum skv. lögum. Iceland Express krafðist þess að fá aðgang að tilboði Icelandair en því hafnaði Ríkiskaup. Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem tæplega ári síðar úrskurðaði að Iceland Express skyldi fá aðgang að gögnunum. Eftir að lögmenn Félags atvinnurekenda, sem rekið hafa þetta mál fyrir Iceland Express, höfðu metið gögnin var útboðið kært til kærunefndar útboðsmála.Kærunefndin rekur í úrskurði sínum hvernig Ríkiskaup braut gegn Iceland Express. Úrskurður kærunefndar er meðfylgjandi. Þar segir m.a. orðrétt: „Kærunefnd útboðsmála telur þannig að tilboð kæranda hafi verið hagkvæmasta tilboð sem barst í hinu kærða útboði og að verulega miklu hafi munað á tilboði kæranda og Icelandair. Kærði braut þannig gegn lögum um opinber innkaup með því að velja tilboð Icelandair."Kærunefndin fellst ekki á að ógilda beri eða endurtaka útboðið þar sem að lög heimili henni það ekki, en kemst að þeirri niðurstöðu að ríkið sé skaðabótaskylt gagnvart Iceland Express og það skuli greiða Iceland Express málskostnað.Félag atvinnurekenda telur mikilvægt að opinberar stofnanir vandi vel til verka við framkvæmd útboða þar sem tjón fyrirtækja sem brotið er á sem og ríkissjóðs getur verið umtalsvert. Slíkt tjón er sóun á verðmætum sem eru í eigu almennings auk þess sem það stendur í vegi fyrir eðlilegri samkeppni.Félag atvinnurekenda hefur fyrir hönd Iceland Express óskað eftir gögnum frá Ríkiskaupum svo meta megi það fjárhagstjón sem félagið hefur orðið fyrir og mun í framhaldinu óska eftir viðræðum um hvernig það tjón verði bætt.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira