Ytri-Rangá komin í 2.200 laxa 13. ágúst 2012 15:10 Ytri-Rangá er fyrsta íslenska áin sem fer yfir tvö þúsund laxa í sumar. Mynd/Garðar Ytri-Rangá braut tvö þúsund laxa múrinn síðasta laugardag og er fyrst íslenskra áa til þess á ná þessum fjölda laxa á þessu veiðitímabili. Þetta kemur fram á agn.is. Samkvæmt veiðiskráningu var Ytri-Rangá komin í tæplega 2.200 laxa í gærkvöldi. Ekki eru margar ár sem eru líklegar til að enda með yfir tvö þúsund laxa veiði í sumar. Eystri-Rangá mun líklega komast yfir tvö þúsund laxa múrinn en veiðin gekk hægt þar um helgina eftir að áin litaðist í rigningunum, að því er segir á agn.is. Í fyrra komu í heildina 4.961 lax á land í Ytri-Rangá, 6.210 árið 2010 en 4.315 laxar árið 2008, sem var metár, samkvæmt tölum frá Landssambandi veiðifélaga. Stangveiði Mest lesið Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Svona stækkar þú fiskinn á mynd Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Frábær byrjun í Hafralónsá Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði
Ytri-Rangá braut tvö þúsund laxa múrinn síðasta laugardag og er fyrst íslenskra áa til þess á ná þessum fjölda laxa á þessu veiðitímabili. Þetta kemur fram á agn.is. Samkvæmt veiðiskráningu var Ytri-Rangá komin í tæplega 2.200 laxa í gærkvöldi. Ekki eru margar ár sem eru líklegar til að enda með yfir tvö þúsund laxa veiði í sumar. Eystri-Rangá mun líklega komast yfir tvö þúsund laxa múrinn en veiðin gekk hægt þar um helgina eftir að áin litaðist í rigningunum, að því er segir á agn.is. Í fyrra komu í heildina 4.961 lax á land í Ytri-Rangá, 6.210 árið 2010 en 4.315 laxar árið 2008, sem var metár, samkvæmt tölum frá Landssambandi veiðifélaga.
Stangveiði Mest lesið Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Svona stækkar þú fiskinn á mynd Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Frábær byrjun í Hafralónsá Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði 9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Veiði