Fjögurra milljarða tap af björgun Sjóvár Magnús Halldórsson skrifar 10. ágúst 2012 19:44 Skattgreiðendur töpuðu fjórum milljörðum á björgun tryggingarfélagsins Sjóvár, en Seðlabankinn eignaðist kjölfestuhlut í tryggingarfélaginu eftir að ríkissjóður kom fyrirtækinu til bjargar eftir hrun. Fyrir ríflega þremur árum ákváðu íslensk stjórnvöld að koma tryggingafélaginu Sjóvá til bjargar með 11,6 milljarða króna framlagi. Seðlabanki Íslands eignaðist í kjölfarið ráðandi hlut í fyrirtækinu sem hann hefur nú selt frá sér. Niðurstaðan af þessari björgun er fjögurra milljarða króna tap skattgreiðenda. Þegar tilkynnt var um aðkomu ríkissjóðs að tryggingafélaginu Sjóvá, hinn áttunda júlí 2009, var tekið fram að aðkoma ríkissjóðs grundvallaðist að því að tryggja hagsmuni almennings. Fjármálaeftirlitið gerði kröfu um að tryggingarfélaginu yrði bjargað, og var aðkoma ríkisins byggð á því mati. Í gær lá fyrst endanlega fyrir hver útkoma þessarar björgunaraðgerðar væri, en þá var tilkynnt um Seðlabankinn hefði selt allan 73 prósent hlut sinn í Sjóvá til samlagshlutafélagsins SF1. Samtals fékk Seðlabankinn 7,4 milljarða fyrir hlut sinn. Eigendur Sjóvár eru, auk fyrrnefnds félags, þrotabú Glitnis og Íslandsbanki. Eigendur SF1 eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins auk fjárfestanna Steinunnar Jónsdóttur, Ernu Gísladóttur, Tómasar Kristjánssonar og Jóns Diðriks Jónssonar, meðal annarra. Haukur Benediktsson, framkvæmdastjóri Eignahaldsfélags Seðlabankans, gat ekki veitt fréttastofu viðtal í dag, en sagði niðurstöðu þessar viðskipta vera ásættanlega að mati Seðlabankans sem kappkostaði eins og hann gæti að endurheimta kröfur úr hruninu. Þá væri ekki síður mikilvægt að rekstur Sjóvár væri nú kominn á réttan kjöl, þó alltaf sé sársaukafullt að tapa peningum. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Skattgreiðendur töpuðu fjórum milljörðum á björgun tryggingarfélagsins Sjóvár, en Seðlabankinn eignaðist kjölfestuhlut í tryggingarfélaginu eftir að ríkissjóður kom fyrirtækinu til bjargar eftir hrun. Fyrir ríflega þremur árum ákváðu íslensk stjórnvöld að koma tryggingafélaginu Sjóvá til bjargar með 11,6 milljarða króna framlagi. Seðlabanki Íslands eignaðist í kjölfarið ráðandi hlut í fyrirtækinu sem hann hefur nú selt frá sér. Niðurstaðan af þessari björgun er fjögurra milljarða króna tap skattgreiðenda. Þegar tilkynnt var um aðkomu ríkissjóðs að tryggingafélaginu Sjóvá, hinn áttunda júlí 2009, var tekið fram að aðkoma ríkissjóðs grundvallaðist að því að tryggja hagsmuni almennings. Fjármálaeftirlitið gerði kröfu um að tryggingarfélaginu yrði bjargað, og var aðkoma ríkisins byggð á því mati. Í gær lá fyrst endanlega fyrir hver útkoma þessarar björgunaraðgerðar væri, en þá var tilkynnt um Seðlabankinn hefði selt allan 73 prósent hlut sinn í Sjóvá til samlagshlutafélagsins SF1. Samtals fékk Seðlabankinn 7,4 milljarða fyrir hlut sinn. Eigendur Sjóvár eru, auk fyrrnefnds félags, þrotabú Glitnis og Íslandsbanki. Eigendur SF1 eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins auk fjárfestanna Steinunnar Jónsdóttur, Ernu Gísladóttur, Tómasar Kristjánssonar og Jóns Diðriks Jónssonar, meðal annarra. Haukur Benediktsson, framkvæmdastjóri Eignahaldsfélags Seðlabankans, gat ekki veitt fréttastofu viðtal í dag, en sagði niðurstöðu þessar viðskipta vera ásættanlega að mati Seðlabankans sem kappkostaði eins og hann gæti að endurheimta kröfur úr hruninu. Þá væri ekki síður mikilvægt að rekstur Sjóvár væri nú kominn á réttan kjöl, þó alltaf sé sársaukafullt að tapa peningum.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira