Sölsuðu undir sig stóran hlut í Hamleys á undirverði Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. ágúst 2012 18:49 Hin umdeilda Rowland-fjölskylda, sem keypti Kaupþing í Lúxemborg eftir hrun, sölsaði undir sig stóran hlut í Hamley's leikfangakeðjunni á afsláttarverði út úr huldufélaginu Pillar Securities í Lúxemborg ásamt öðrum eignum félagsins. Rowland fjölskyldan virðist hafa setið beggja vegna borðsins í þessum viðskiptum. Þegar Kaupþing í Lúxemborg fór í þrot var bankanum skipt upp í tvo hluta. Annars vegar Kaupþing Lúxemborg sem varð Banque Havilland og hins vegar félagið Pillar Securitisation S.a.r.l. Englendingurinn David Rowland og fjölskylda hans eru stærstu hluthafarnir í Banque Havilland, en þau keyptu bankann eftir hrun. Til útskýringar má segja að þetta er svipað og gerðist með Kaupþing hér heima. Bankinn var rekinn áfram með innlendri starfsemi sem Arion banki á meðan slitastjórn Kaupþings sá um að reka þrotabúið og hámarka verðmæti þess fyrir kröfuhafa. Bankamenn tala um „good bank" og „bad bank" í þessu samhengi og Pillar, sem er í eigu kröfuhafa Kaupþings Lúxemborg, er auðvitað bara dvergur í samanburði við hið risavaxna þrotabú Kaupþings á Íslandi. Vandamálið er að inni í Pillar Securitisation voru ekki bara vondar eignir. Þar var t.d 32 prósenta hlutur í bresku leikfangakeðjunni Hamleyss sem er ein sú þekktasta sinnar tegundar í heimi. Verðmætustu eignir Pillar í heild sinni og þar með hlutabréfin í Hamleys hafa nú verið seld Blackfish Capital, sem er í eigu Rowland-fjölskyldunnar. Þeirri sömu og er stærsti hluthafinn í Banque Havilland og munu hlutabréfin hafa verið keypt á algjöru undirverði. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að hlutabréfin í Hamleys hafi verið verðlögð á 750 þúsund pund í þessum viðskiptum, jafnvirði um 150 milljóna króna, en þau eru að minnsta kosti 20 sinnum verðmætari, þar sem Hamleys hefur verið verðlagt á 12 milljarða króna. Þeir sem eru hlunnfarnir í þessum samningi eru gamlir kröfuhafar Kaupþings í Lúxemborg. Það sem gerir þetta sérstakt er þeir sem sjá um að hámarka verðmætin í Pillar, er einmitt Banque Havilland, en bankinn er svokallaður „administrator". Rowland-fjölskyldan virðist því hafa setið beggja vegna borðs í þessum viðskiptum. Milljarðamæringurinn David Rowland er meðal ríkustu manna Bretlands og stærsti einstaki styrktaraðili breska Íhaldsflokksins. Til stóð að hann tæki við stöðu fjármálastjóra flokksins í fyrra, en af því varð þó ekki. Hann er mjög umdeildur og á vafasama fortíð í viðskiptalífinu í Bretlandi. Engar upplýsingar fengust hjá Blackfish Capital í dag og var vísað á Banque Havilland. Starfsmenn Banque Havilland sem fréttastofa ræddi við vildu ekki tjá sig um málið. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Hin umdeilda Rowland-fjölskylda, sem keypti Kaupþing í Lúxemborg eftir hrun, sölsaði undir sig stóran hlut í Hamley's leikfangakeðjunni á afsláttarverði út úr huldufélaginu Pillar Securities í Lúxemborg ásamt öðrum eignum félagsins. Rowland fjölskyldan virðist hafa setið beggja vegna borðsins í þessum viðskiptum. Þegar Kaupþing í Lúxemborg fór í þrot var bankanum skipt upp í tvo hluta. Annars vegar Kaupþing Lúxemborg sem varð Banque Havilland og hins vegar félagið Pillar Securitisation S.a.r.l. Englendingurinn David Rowland og fjölskylda hans eru stærstu hluthafarnir í Banque Havilland, en þau keyptu bankann eftir hrun. Til útskýringar má segja að þetta er svipað og gerðist með Kaupþing hér heima. Bankinn var rekinn áfram með innlendri starfsemi sem Arion banki á meðan slitastjórn Kaupþings sá um að reka þrotabúið og hámarka verðmæti þess fyrir kröfuhafa. Bankamenn tala um „good bank" og „bad bank" í þessu samhengi og Pillar, sem er í eigu kröfuhafa Kaupþings Lúxemborg, er auðvitað bara dvergur í samanburði við hið risavaxna þrotabú Kaupþings á Íslandi. Vandamálið er að inni í Pillar Securitisation voru ekki bara vondar eignir. Þar var t.d 32 prósenta hlutur í bresku leikfangakeðjunni Hamleyss sem er ein sú þekktasta sinnar tegundar í heimi. Verðmætustu eignir Pillar í heild sinni og þar með hlutabréfin í Hamleys hafa nú verið seld Blackfish Capital, sem er í eigu Rowland-fjölskyldunnar. Þeirri sömu og er stærsti hluthafinn í Banque Havilland og munu hlutabréfin hafa verið keypt á algjöru undirverði. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að hlutabréfin í Hamleys hafi verið verðlögð á 750 þúsund pund í þessum viðskiptum, jafnvirði um 150 milljóna króna, en þau eru að minnsta kosti 20 sinnum verðmætari, þar sem Hamleys hefur verið verðlagt á 12 milljarða króna. Þeir sem eru hlunnfarnir í þessum samningi eru gamlir kröfuhafar Kaupþings í Lúxemborg. Það sem gerir þetta sérstakt er þeir sem sjá um að hámarka verðmætin í Pillar, er einmitt Banque Havilland, en bankinn er svokallaður „administrator". Rowland-fjölskyldan virðist því hafa setið beggja vegna borðs í þessum viðskiptum. Milljarðamæringurinn David Rowland er meðal ríkustu manna Bretlands og stærsti einstaki styrktaraðili breska Íhaldsflokksins. Til stóð að hann tæki við stöðu fjármálastjóra flokksins í fyrra, en af því varð þó ekki. Hann er mjög umdeildur og á vafasama fortíð í viðskiptalífinu í Bretlandi. Engar upplýsingar fengust hjá Blackfish Capital í dag og var vísað á Banque Havilland. Starfsmenn Banque Havilland sem fréttastofa ræddi við vildu ekki tjá sig um málið. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira