Skuldir hins opinbera 1.616 milljarðar - vantar skuldir dótturfélaga Magnús Halldórsson skrifar 21. ágúst 2012 18:30 Skuldir hins opinbera á Íslandi eru þær fimmtu hæstu í Evrópu í hlutfalli við landsframleiðslu, samkvæmt upplýsingum sem fjármálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun. Skuldirnar nema um fimm milljónum króna á hvern Íslending. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti minnisblað um skuldir hins opinbera á ríkisstjórnarfundi í morgun, og er þar að finna yfirlit yfir skuldir ríkissjóðs og sveitarfélaga. Áætlað er að opinberar skuldir hafi numið 1.616 milljörðum króna í lok árs 2011 eða sem nemur ríflega fimm milljónum króna á hvern Íslending. Inn í þessari tölu eru þó ekki allar opinberar skuldbindingar, t.d. ekki skuldir fyrirtækja og félaga ríkis og sveitarfélaga. Þannig eru t.d. ekki tilteknar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur, sem er í eigu Reykjavíkurborgar að langstærstum hluta, en þær námu í árslok í fyrra 234 milljörðum króna, eða sem nemur meira en tvöföldum skuldum alls sveitarstjórnarstigsins í landinu miðað við tölurnar sem fram koma í minnisblaði ráðherra. Í lok síðasta árs voru skuldir ríkissjóðs ríflega 1.500 milljarðar króna en með skuldum sveitarfélaga námu þar 1.616 milljörðum króna, eins og fyrr segir. Miklu munar því um skuldbindingar sveitarfélaga sem teljast til B-skuldbindinga í efnahagsreikningi, sem ekki eru tilteknar í skuldum hins opinbera í minnisblaði ráðherra. Í alþjóðlegum samanburði eru skuldir Íslands fremur háar, en aðeins Grikkland, Ítalía, Írland og Portúgal eru með hærri opinberar skuldir en Ísland af 27 þjóðum Evrópu, samkvæmt upplýsingum sem fram koma í minnisblaði ráðherra og byggja á tölum frá Eurostat, Hagstofu Evrópu. Í minnisblaði ráðherra er sérstaklega vikið að skuldbréfaútgáfum ríkissjóðsum á erlendum mörkuðum árin 2011 og 2012. Í hvort skipti sótti ríkissjóður sér lánsfé upp á einn milljarð dala, eða sem nemur um 120 milljarða króna, en það fé var síðan notað til endurfjármögnunar skulda. Ávinningurinn af skuldabréfaútgáfunni er sagður hafa verið margvíslegur, meðal annars að dyr hafi verið opnaðar fyrir lánamarkaði erlendis, sem sé ein af forsendum fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Skuldir hins opinbera á Íslandi eru þær fimmtu hæstu í Evrópu í hlutfalli við landsframleiðslu, samkvæmt upplýsingum sem fjármálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun. Skuldirnar nema um fimm milljónum króna á hvern Íslending. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti minnisblað um skuldir hins opinbera á ríkisstjórnarfundi í morgun, og er þar að finna yfirlit yfir skuldir ríkissjóðs og sveitarfélaga. Áætlað er að opinberar skuldir hafi numið 1.616 milljörðum króna í lok árs 2011 eða sem nemur ríflega fimm milljónum króna á hvern Íslending. Inn í þessari tölu eru þó ekki allar opinberar skuldbindingar, t.d. ekki skuldir fyrirtækja og félaga ríkis og sveitarfélaga. Þannig eru t.d. ekki tilteknar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur, sem er í eigu Reykjavíkurborgar að langstærstum hluta, en þær námu í árslok í fyrra 234 milljörðum króna, eða sem nemur meira en tvöföldum skuldum alls sveitarstjórnarstigsins í landinu miðað við tölurnar sem fram koma í minnisblaði ráðherra. Í lok síðasta árs voru skuldir ríkissjóðs ríflega 1.500 milljarðar króna en með skuldum sveitarfélaga námu þar 1.616 milljörðum króna, eins og fyrr segir. Miklu munar því um skuldbindingar sveitarfélaga sem teljast til B-skuldbindinga í efnahagsreikningi, sem ekki eru tilteknar í skuldum hins opinbera í minnisblaði ráðherra. Í alþjóðlegum samanburði eru skuldir Íslands fremur háar, en aðeins Grikkland, Ítalía, Írland og Portúgal eru með hærri opinberar skuldir en Ísland af 27 þjóðum Evrópu, samkvæmt upplýsingum sem fram koma í minnisblaði ráðherra og byggja á tölum frá Eurostat, Hagstofu Evrópu. Í minnisblaði ráðherra er sérstaklega vikið að skuldbréfaútgáfum ríkissjóðsum á erlendum mörkuðum árin 2011 og 2012. Í hvort skipti sótti ríkissjóður sér lánsfé upp á einn milljarð dala, eða sem nemur um 120 milljarða króna, en það fé var síðan notað til endurfjármögnunar skulda. Ávinningurinn af skuldabréfaútgáfunni er sagður hafa verið margvíslegur, meðal annars að dyr hafi verið opnaðar fyrir lánamarkaði erlendis, sem sé ein af forsendum fyrir afnámi gjaldeyrishafta.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira