Vilja rannsókn á samráði fjármálafyrirtækja BBI skrifar 20. ágúst 2012 10:50 Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á rannsókn Samkeppniseftirlitsins á aðkomu Samtaka fjármálafyrirtækja að samráði sem fjármálafyrirtæki fengu að hafa um viðbrögð við hæstaréttardómi frá 15. febrúar í gengislánamáli. Með dómnum var m.a. komist að þeirri niðurstöðu að fyrirvaralaus móttaka fjármálafyrirtækis á greiðslum skuldara gengistryggðs láns væri jafngild fullnaðarkvittun. Því þurftu skuldarar ekki að greiða mismuninn úr fortíðinni sem kom fram þegar lánið var endurreiknað vegna dóma Hæstaréttar heldur var fjármálafyrirtækið látið bera hallann. Í kjölfarið fengu fjármálafyrirtæki undanþágu frá reglum samkeppniseftirlitsins til að hafa samráð um hvernig bregðast ætti við dómnum. Fyrir undanþágunni voru „afmarkandi skilyrði," og Samtök fjármálafyrirtækja áttu ekki að taka þátt „að öðru leyti en að þeim var heimilt að útvega fundarstöðu og ritara," segir í fréttatilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna sem þykjast nú hafa heimildir og rökstuddan grun fyrir að þátttaka Samtaka fjármálafyrirtækja í samstarfinu hafi orðið talsvert meiri en skilyrðin leyfðu. „Er sá grunur m.a. studdur af ummælum sem fallið hafa í viðtölum fjölmiðla við forstjóra Fjármálaeftirlitsins, Umboðsmanns skuldara, auk upplýsinga sem fram koma í fréttatilkynningum frá embættinu og Samtökum Fjármálafyrirtækja," segir í fréttatilkynningu. Því er farið fram á að Samkeppniseftirlitið rannsaki aðkomu Samtaka fjármálafyrirtækja að samstarfinu. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á rannsókn Samkeppniseftirlitsins á aðkomu Samtaka fjármálafyrirtækja að samráði sem fjármálafyrirtæki fengu að hafa um viðbrögð við hæstaréttardómi frá 15. febrúar í gengislánamáli. Með dómnum var m.a. komist að þeirri niðurstöðu að fyrirvaralaus móttaka fjármálafyrirtækis á greiðslum skuldara gengistryggðs láns væri jafngild fullnaðarkvittun. Því þurftu skuldarar ekki að greiða mismuninn úr fortíðinni sem kom fram þegar lánið var endurreiknað vegna dóma Hæstaréttar heldur var fjármálafyrirtækið látið bera hallann. Í kjölfarið fengu fjármálafyrirtæki undanþágu frá reglum samkeppniseftirlitsins til að hafa samráð um hvernig bregðast ætti við dómnum. Fyrir undanþágunni voru „afmarkandi skilyrði," og Samtök fjármálafyrirtækja áttu ekki að taka þátt „að öðru leyti en að þeim var heimilt að útvega fundarstöðu og ritara," segir í fréttatilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna sem þykjast nú hafa heimildir og rökstuddan grun fyrir að þátttaka Samtaka fjármálafyrirtækja í samstarfinu hafi orðið talsvert meiri en skilyrðin leyfðu. „Er sá grunur m.a. studdur af ummælum sem fallið hafa í viðtölum fjölmiðla við forstjóra Fjármálaeftirlitsins, Umboðsmanns skuldara, auk upplýsinga sem fram koma í fréttatilkynningum frá embættinu og Samtökum Fjármálafyrirtækja," segir í fréttatilkynningu. Því er farið fram á að Samkeppniseftirlitið rannsaki aðkomu Samtaka fjármálafyrirtækja að samstarfinu.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira