Það er að verða allt of algengt að fólk láti lífið á íþróttaleikjum í Bandaríkjunum. Enn eitt dauðsfallið varð í gær.
Það átti sér stað í æfingaleik NFL-liðanna Houston Texans og Minnesota Vikings en leikurinn fór fram í Houston.
Hinn látni var með fíflalæti og að renna sér niður handrið á rúllustiga þar sem fallið var ansi hátt.
Hann féll úr stiganum og lést. Talið er að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis.
Sport