Fótbolti

Nigel De Jong farinn til AC Milan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nigel De Jong.
Nigel De Jong. Mynd/Nordic Photos/Getty
Nigel De Jong, hollenski miðjumaðurinn hjá Manchester City, er kominn með nýtt félag því hann mun spila með ítalska liðinu AC Milan á þessu tímabili. Þetta kom fram á heimasíðu AC Milan.

De Jong flaug til Ítalíu seint í gærkvöldi eftir að félögin náðu samkomulagi um kaupverð AC Milan en ítalska félagið mun borga 3,5 milljónir punda fyrir Hollendinginn.

Nigel De Jong er 27 ára gamall og var búinn að spila með Manchester City frá 2009. Hann kom til City frá Hamburger SV en hóf ferilinn hjá Ajax.

AC Milan hafði líka keypt framherjana Giampaolo Pazzini, M'Baye Niang og Bojan Krkić á undanförnum dögum en gríðarlegar breytingar hafa orðið á liði AC Milan í sumar.

Meðal þeirra leikmanna sem hafa yfirgefið félagið í sumar eru Alessandro Nesta, Filippo Inzaghi, Gianluca Zambrotta, Gennaro Gattuso, Mark van Bommel, Massimo Oddo, Clarence Seedorf, Thiago Silva, Zlatan Ibrahimović og Antonio Cassano.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×