Óskar eftir sérstökum fundi í viðskiptanefnd vegna úrræða tollstjóra Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. september 2012 18:45 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir sérstökum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að fá frekari skýringar úrræðum sem tollstjóraembættið hefur boðið fyrirtækjum sem skulda skatta, en embættið hefur gert samninga um greiðsluáætlun við fjölda fyrirtækja vegna skattskulda. Embætti tollstjóra hefur frá árinu 2009 gert samkomulag við hundruð fyrirtækja sem skulda opinber gjöld og eru dæmi um fyrirtæki sem skulda marga tugi milljóna króna í vörsluskatta en hafa ekki þurft að þola stöðvun atvinnurekstrar, eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær. Tollstjóri hefur ekki beitt stöðvun á nein fyrirtæki frá árinu 2009 vegna tilmæla frá fjármálaráðuneytinu um að beita ekki hörðustu aðgerðum. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður, segir brýnt í þágu gagnsæis í stjórnsýslunni að það liggi fyrir upplýsingar hvort þessi tilmæli hafi verið nægilega vel kynnt fyrir forsvarsmönnum fyrirtækja. Hann hefur óskað eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og vill að tollstjóri verði boðaður á fund nefndarinnar til að fara yfir málið. „Mér þykir þetta áhugavert út frá mörgum hliðum. Í fyrsta lagi, hvernig hefur þetta verið kynnt og standa allir jafnfætis? Þær upplýsingar sem ég hef þá hefur hið opinbera, eða tollstjóri, ekki verið að gefa neitt eftir í innheimtu og nýtt fjárnámsgerðir. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að það liggi fyrir hvaða tilmæli þetta eru, hvernig þau voru kynnt og hvort þessi úrræði hafi staðið öllum til boða," segir Guðlaugur Þór. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir sérstökum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að fá frekari skýringar úrræðum sem tollstjóraembættið hefur boðið fyrirtækjum sem skulda skatta, en embættið hefur gert samninga um greiðsluáætlun við fjölda fyrirtækja vegna skattskulda. Embætti tollstjóra hefur frá árinu 2009 gert samkomulag við hundruð fyrirtækja sem skulda opinber gjöld og eru dæmi um fyrirtæki sem skulda marga tugi milljóna króna í vörsluskatta en hafa ekki þurft að þola stöðvun atvinnurekstrar, eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær. Tollstjóri hefur ekki beitt stöðvun á nein fyrirtæki frá árinu 2009 vegna tilmæla frá fjármálaráðuneytinu um að beita ekki hörðustu aðgerðum. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður, segir brýnt í þágu gagnsæis í stjórnsýslunni að það liggi fyrir upplýsingar hvort þessi tilmæli hafi verið nægilega vel kynnt fyrir forsvarsmönnum fyrirtækja. Hann hefur óskað eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og vill að tollstjóri verði boðaður á fund nefndarinnar til að fara yfir málið. „Mér þykir þetta áhugavert út frá mörgum hliðum. Í fyrsta lagi, hvernig hefur þetta verið kynnt og standa allir jafnfætis? Þær upplýsingar sem ég hef þá hefur hið opinbera, eða tollstjóri, ekki verið að gefa neitt eftir í innheimtu og nýtt fjárnámsgerðir. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að það liggi fyrir hvaða tilmæli þetta eru, hvernig þau voru kynnt og hvort þessi úrræði hafi staðið öllum til boða," segir Guðlaugur Þór. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira