Hefur gert samkomulag við hundruð fyrirtækja vegna skattskulda Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. september 2012 18:44 Tollstjóraembættið Tryggvagötu. Embætti tollstjóra hefur gert samkomulag við hundruð fyrirtækja sem skulda opinber gjöld og eru dæmi um fyrirtæki sem skulda marga tugi milljóna króna vörsluskatta en hafa ekki þurft að þola stöðvun atvinnurekstrar. Tollstjóri hefur ekki beitt stöðvun á nein fyrirtæki frá árinu 2009 vegna tilmæla fjármálaráðuneytisins. Stöðvun atvinnurekstrar er heimil þegar skattar og opinber gjöld eru í vanskilum. Hér er um að ræða tekjuskatta, tryggingargjald og virðisaukaskatt, svo eitthvað sé nefnt. Ekki þarf að fjölyrða um hversu alvarleg vanhöld á greiðslu opinberra gjalda eru, en um er að ræða hegningarlagabrot sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Innheimtumönnum ríkissjóðs, eins og tollstjóra og sýslumönnum víða um land, er heimilt að beita þessu úrræði, en ekki skylt. Fyrir bankahrunið var þessu úrræði gjarnan beitt en lögregla gerir þetta að beiðni tollstjóra með því að innsigla starfsstöðvar fyrirtækis. Snorri Olsen, tollstjóri, sagði í samtali við fréttastofu að embættið hefði nú ekki beitt þessu úrræði í rúm þrjú ár. Í þrjú ár hafa semsagt engar starfsstöðvar fyrirtækja verið innsiglaðar. Snorri sagði að árið 2009 hafi komið tilmæli frá fjármálaráðuneytinu um að beita ekki hörðustu aðgerðum. Og eftir það hafi lokunaraðgerðum ekkert verið beitt. Fyrst á þessu ári hafi embættið farið að tilkynna skuldurum á ný að lokað yrði á atvinnustarfsemi ef ekki yrði greitt en engum starfsstöðvum hafi hins vegar verið lokað. Tollstjóraembættið hefur farið þá leið að gera samkomulag við fyrirtæki sem skulda opinber gjöld, en Snorri sagði að frá árinu 2009 hefði embættið gert hundruð slíkra samninga. Dæmi eru um fyrirtæki sem skulda tugi milljóna króna í vörsluskatta eins og virðisaukaskatt en hafa ekki þurft að þola stöðvun atvinnurekstrar á grundvelli samkomulags um greiðsluáætlun við tollstjóraembættið. Ekki fengust upplýsingar um hversu há skattskuld þessara fyrirtækja er samtals. Í lok mars 2010 voru samþykkt lög þess efnis að lögaðilar og einstaklingar í atvinnurekstri sem voru í vanskilum með skatta og önnur opinber gjöld sem höfðu gjaldfallið fyrir 1. janúar 2010 gátu sótt um frest til greiðsluuppgjörs á þeim vanskilum til tollstjóra. Snorri Olsen sagði að gríðarlega mörg fyrirtæki hefðu nýtt sér þetta úrræði og en hann sagði þetta dæmi um lagasetningu sem hafi heppnast mjög vel á erfiðum tímum. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Sjá meira
Embætti tollstjóra hefur gert samkomulag við hundruð fyrirtækja sem skulda opinber gjöld og eru dæmi um fyrirtæki sem skulda marga tugi milljóna króna vörsluskatta en hafa ekki þurft að þola stöðvun atvinnurekstrar. Tollstjóri hefur ekki beitt stöðvun á nein fyrirtæki frá árinu 2009 vegna tilmæla fjármálaráðuneytisins. Stöðvun atvinnurekstrar er heimil þegar skattar og opinber gjöld eru í vanskilum. Hér er um að ræða tekjuskatta, tryggingargjald og virðisaukaskatt, svo eitthvað sé nefnt. Ekki þarf að fjölyrða um hversu alvarleg vanhöld á greiðslu opinberra gjalda eru, en um er að ræða hegningarlagabrot sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Innheimtumönnum ríkissjóðs, eins og tollstjóra og sýslumönnum víða um land, er heimilt að beita þessu úrræði, en ekki skylt. Fyrir bankahrunið var þessu úrræði gjarnan beitt en lögregla gerir þetta að beiðni tollstjóra með því að innsigla starfsstöðvar fyrirtækis. Snorri Olsen, tollstjóri, sagði í samtali við fréttastofu að embættið hefði nú ekki beitt þessu úrræði í rúm þrjú ár. Í þrjú ár hafa semsagt engar starfsstöðvar fyrirtækja verið innsiglaðar. Snorri sagði að árið 2009 hafi komið tilmæli frá fjármálaráðuneytinu um að beita ekki hörðustu aðgerðum. Og eftir það hafi lokunaraðgerðum ekkert verið beitt. Fyrst á þessu ári hafi embættið farið að tilkynna skuldurum á ný að lokað yrði á atvinnustarfsemi ef ekki yrði greitt en engum starfsstöðvum hafi hins vegar verið lokað. Tollstjóraembættið hefur farið þá leið að gera samkomulag við fyrirtæki sem skulda opinber gjöld, en Snorri sagði að frá árinu 2009 hefði embættið gert hundruð slíkra samninga. Dæmi eru um fyrirtæki sem skulda tugi milljóna króna í vörsluskatta eins og virðisaukaskatt en hafa ekki þurft að þola stöðvun atvinnurekstrar á grundvelli samkomulags um greiðsluáætlun við tollstjóraembættið. Ekki fengust upplýsingar um hversu há skattskuld þessara fyrirtækja er samtals. Í lok mars 2010 voru samþykkt lög þess efnis að lögaðilar og einstaklingar í atvinnurekstri sem voru í vanskilum með skatta og önnur opinber gjöld sem höfðu gjaldfallið fyrir 1. janúar 2010 gátu sótt um frest til greiðsluuppgjörs á þeim vanskilum til tollstjóra. Snorri Olsen sagði að gríðarlega mörg fyrirtæki hefðu nýtt sér þetta úrræði og en hann sagði þetta dæmi um lagasetningu sem hafi heppnast mjög vel á erfiðum tímum. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Sjá meira