Skammtímalækningum Seðlabanka Evrópu vel tekið Magnús Halldórsson skrifar 7. september 2012 11:02 Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu. Yfirlýsingar Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu, á vaxtaákvörðunarfundi í gær, hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Innihaldið kom heldur ekki á óvart, þ.e. að Seðlabanki Evrópu ætlaði sér að styðja við skulduga ríkissjóði í Evrópu með kaupum á ríkisskuldabréfum, þegar þörf væri á, með það að markmiði að lækka vaxtaálag og liðka þannig fyrir endurfjármögnun á markaði. Bankinn ákvað að halda stýrivöxtum sínum í óbreyttum í 0,75 prósentustigum. Það sem helst hefur komið á óvart, að því er fram hefur komið í umfjöllun helstu viðskiptamiðla í morgun, er hversu skammtímamiðuð aðstoð seðlabankans verður við skuldum vafin ríki. En skuldabréfakaup bankans verða einungis miðuð við skuldabréfaútgáfur til þriggja ára. Er þetta gert til þess að bankinn sé fyrst og fremst að koma í veg fyrir að lánamarkaðir lokist algjörlega fyrir þjóðríki, og að verðmyndun á markaði með ríkisskuldabréf sé skilvirk. Með öðrum orðum; aðstoð seðlabankans er skammtímalækning og ætluð til þess að gefa þjóðríkjum lengri tíma til þess að ná tökum á vandamálum sínum, þannig að fjárfestar á markaði fari að trúa því áætlanir um tiltekt í rekstri skili árangri til lengri tíma. Fjárfestar hafa tekið vel í yfirlýsingu seðlabankans og hefur þróun á skuldabréfamörkuðum í morgun borið þess merki. Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg, sem aðgengilegar eru í snjallsímaforriti fyrirtækisins, hefur vaxtaálag á Grikkland, Spán og Ítalíu, þau ríki sem hafa glímt við mikinn endurfjármögnunarvanda undanfarna mánuði, lækkað nokkuð í morgun. Þannig er vaxtaálag á 10 ára ríkisskuldabréf Ítalíu nú 5,08 prósent en það var tæplega 7 prósent fyrir tæpum tveimur mánuðum, og ríflega 0,3 prósentustigum hærra við lokun markað í gær. Þá er vaxtaálag á 10 ára skuldabréf Spánar nú 5,66 prósent, en það hefur lækkað um ríflega tvö prósent í morgun. Grikkland er enn sér á báti í þessum efnum, en álag a tíu ára skuldabréf ríkisins er nú ríflega 21 prósent. Það þýðir í reynd, að enginn möguleiki sé á því að ríkið geti endurfjármagnað skuldir sínar á markaði, eða borgað þær til baka yfir höfuð. Af öllum þjóðum Evrópu er álagið lægst á 10 ára skuldabréf Sviss, eða 0,55 prósent. Álagið á 10 ára skuldir Bretlands og Þýskalands er svipað, 1,62 prósent á skuldir Þýskalands en 1,79 prósent á skuldir Bretlands. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal, um viðbrögð á markaði frá því í morgun, hér. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Yfirlýsingar Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu, á vaxtaákvörðunarfundi í gær, hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Innihaldið kom heldur ekki á óvart, þ.e. að Seðlabanki Evrópu ætlaði sér að styðja við skulduga ríkissjóði í Evrópu með kaupum á ríkisskuldabréfum, þegar þörf væri á, með það að markmiði að lækka vaxtaálag og liðka þannig fyrir endurfjármögnun á markaði. Bankinn ákvað að halda stýrivöxtum sínum í óbreyttum í 0,75 prósentustigum. Það sem helst hefur komið á óvart, að því er fram hefur komið í umfjöllun helstu viðskiptamiðla í morgun, er hversu skammtímamiðuð aðstoð seðlabankans verður við skuldum vafin ríki. En skuldabréfakaup bankans verða einungis miðuð við skuldabréfaútgáfur til þriggja ára. Er þetta gert til þess að bankinn sé fyrst og fremst að koma í veg fyrir að lánamarkaðir lokist algjörlega fyrir þjóðríki, og að verðmyndun á markaði með ríkisskuldabréf sé skilvirk. Með öðrum orðum; aðstoð seðlabankans er skammtímalækning og ætluð til þess að gefa þjóðríkjum lengri tíma til þess að ná tökum á vandamálum sínum, þannig að fjárfestar á markaði fari að trúa því áætlanir um tiltekt í rekstri skili árangri til lengri tíma. Fjárfestar hafa tekið vel í yfirlýsingu seðlabankans og hefur þróun á skuldabréfamörkuðum í morgun borið þess merki. Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg, sem aðgengilegar eru í snjallsímaforriti fyrirtækisins, hefur vaxtaálag á Grikkland, Spán og Ítalíu, þau ríki sem hafa glímt við mikinn endurfjármögnunarvanda undanfarna mánuði, lækkað nokkuð í morgun. Þannig er vaxtaálag á 10 ára ríkisskuldabréf Ítalíu nú 5,08 prósent en það var tæplega 7 prósent fyrir tæpum tveimur mánuðum, og ríflega 0,3 prósentustigum hærra við lokun markað í gær. Þá er vaxtaálag á 10 ára skuldabréf Spánar nú 5,66 prósent, en það hefur lækkað um ríflega tvö prósent í morgun. Grikkland er enn sér á báti í þessum efnum, en álag a tíu ára skuldabréf ríkisins er nú ríflega 21 prósent. Það þýðir í reynd, að enginn möguleiki sé á því að ríkið geti endurfjármagnað skuldir sínar á markaði, eða borgað þær til baka yfir höfuð. Af öllum þjóðum Evrópu er álagið lægst á 10 ára skuldabréf Sviss, eða 0,55 prósent. Álagið á 10 ára skuldir Bretlands og Þýskalands er svipað, 1,62 prósent á skuldir Þýskalands en 1,79 prósent á skuldir Bretlands. Sjá má umfjöllun Wall Street Journal, um viðbrögð á markaði frá því í morgun, hér.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira