Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Breki Logason skrifar 3. september 2012 22:51 Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. Hingað til hefur það ekki talist neitt tiltökumál að tala íslensku í símann. Þannig hefur maður getað rætt við vini og vandamenn um nánast hvað sem er á hinu ástkæra og ylhýra. En nú getur maður talað íslensku við internetið í símanum. Þannig getur maður spurt sjálfan Google um nánast hvað sem er. Þetta eru þeir Trausti og Jón. Mennirnir á bakvið tungumálakunnáttu Google, sem nú í ágúst byrjaði að skilja íslensku. Íslenska er ekki beint efst á lista hjá Google en Trausti var þar starfsmaður og ýtti á eftir sínu móðurmáli. Hann leitaði til Jóns sem í samvinnu við fleiri hóf söfnun á íslenskum setningum. „Fyrst létum við einhverja fá síma og vonuðumst til að þeir söfnuðu. Það gekk voða hægt. Svo sátum við fyrir gestum og gangandi hérna í HR og veiddum inn fólk. Þá gekk þetta aðeins," segir Jón Guðnason, lektor við HR. en það komst ekki skriður á söfnunina fyrr en fyrirtæki og stofnanir hoppuðu um borð. Á endanum voru þetta um 230 þúsund setningar sem söfnuðust hjá rúmlega 500 manns. Íslenskan virkar vel að sögn strákanna en þeir vildu fá eins marga og þeir gátu til þess að tala eins fjölbreytt íslenskt mál og hægt er. Tölvan lærir síðan nokkurskonar meðaltals íslensku, og þjálfar sig í að tengja hljóð og texta. Og þeir eru óneitanlega stoltir. „Ég er búinn að vera í talgreiningu núna í 15 ár. Gerði fyrst talgervil. Þetta var lokatakmarkið. Ég vildi ekki fara frá Google fyrr en þetta yrði að veruleika," segir Trausti Kristjánsson, stofnandi. „Við erum með svona svipaðan bakgrunn við Trausti. Ég var í svona svipuðum sporum og hann. Þetta var draumur þegar maður kom út úr meistaranámi og eitthvað sem maður ætlaði að vinna að. Talgreining var augljóslega komin af stað. En það að ná talgreiningu fyrir íslensku var bara fjarlægur draumur. Og það er í raun bara ótrúlegt hvað við náðum þessu á stuttum tíma," segir Jón. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. Hingað til hefur það ekki talist neitt tiltökumál að tala íslensku í símann. Þannig hefur maður getað rætt við vini og vandamenn um nánast hvað sem er á hinu ástkæra og ylhýra. En nú getur maður talað íslensku við internetið í símanum. Þannig getur maður spurt sjálfan Google um nánast hvað sem er. Þetta eru þeir Trausti og Jón. Mennirnir á bakvið tungumálakunnáttu Google, sem nú í ágúst byrjaði að skilja íslensku. Íslenska er ekki beint efst á lista hjá Google en Trausti var þar starfsmaður og ýtti á eftir sínu móðurmáli. Hann leitaði til Jóns sem í samvinnu við fleiri hóf söfnun á íslenskum setningum. „Fyrst létum við einhverja fá síma og vonuðumst til að þeir söfnuðu. Það gekk voða hægt. Svo sátum við fyrir gestum og gangandi hérna í HR og veiddum inn fólk. Þá gekk þetta aðeins," segir Jón Guðnason, lektor við HR. en það komst ekki skriður á söfnunina fyrr en fyrirtæki og stofnanir hoppuðu um borð. Á endanum voru þetta um 230 þúsund setningar sem söfnuðust hjá rúmlega 500 manns. Íslenskan virkar vel að sögn strákanna en þeir vildu fá eins marga og þeir gátu til þess að tala eins fjölbreytt íslenskt mál og hægt er. Tölvan lærir síðan nokkurskonar meðaltals íslensku, og þjálfar sig í að tengja hljóð og texta. Og þeir eru óneitanlega stoltir. „Ég er búinn að vera í talgreiningu núna í 15 ár. Gerði fyrst talgervil. Þetta var lokatakmarkið. Ég vildi ekki fara frá Google fyrr en þetta yrði að veruleika," segir Trausti Kristjánsson, stofnandi. „Við erum með svona svipaðan bakgrunn við Trausti. Ég var í svona svipuðum sporum og hann. Þetta var draumur þegar maður kom út úr meistaranámi og eitthvað sem maður ætlaði að vinna að. Talgreining var augljóslega komin af stað. En það að ná talgreiningu fyrir íslensku var bara fjarlægur draumur. Og það er í raun bara ótrúlegt hvað við náðum þessu á stuttum tíma," segir Jón.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira