Varalitavísitalan vekur spurningar um bata hagkerfisins Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 3. september 2012 21:58 Íslenska hagkerfið virðist vera á hægri uppleið þó enn sé langt í land, samkvæmt óhefðbundnum vísitölum. Innflutningur á varalit náði hámarki í fyrra en notkun á „K"-orðinu svokallaða hefur minnkað verulega frá hruni. Óhefðbundnir mælikvarðar á borð við verð á Big Mac hamborgurum og Ikea bókahillum um allan heim geta oft birt hagnýtar upplýsingar um stöðu hagkerfa. Þá hafa ýmsar kenningar verið gerðar um hegðun fólks í kreppu og góðæri. Til dæmis að breidd binda minnki í kreppu en aukist síðan aftur þegar hagkerfið réttir úr kútnum og getur lakkrísbindabylgja undanfarna ára kannski ýtt undir þá kenningu. Sem dæmi um óhefðbundinn hagvísi er varalitavísitalan sem byggir á því að konur fari að kaupa varalit í staðinn fyrir kjóla og skó í kreppu sem ætti að skila sér í aukinni sölu á varalit. Innflutningur á varalit til Íslands, tók stökk árið 2008 en fór síðan aftur minnkandi, annað og stærra stökk átti sér svo stað í fyrra sem bendir kannski til þess að kreppan er ekki enn afstaðin. Annað dæmi er svokölluð nærbuxnavísitala, sem byggir á því að með því fyrsta sem karlmenn hætta að kaupa í kreppu sé nýjar nærbuxur. Samkvæmt innflutningstölum virðist þetta hins vegar ekki hafa verið raunin á Íslandi, heldur þvert á móti jókst sala á nærbuxum karla um helming árið 2009 og hefur haldið áfram að aukast síðan, möguleg skýring gæti þó verið að færri hafa farið til útlanda í nærbuxnakaup. Þá má nefna K-orðs vísitöluna en hún gengur út á að telja hversu oft orðið kreppa kemur fyrir í fjölmiðlum. Orðið var á allra vörum hrunárið 2008 en hefur síðan farið ört fækkandi í umfjöllun sem gæti verið vísbending um betri tíð framundan. Einn hefðbundinn hagvísir er innflutningur á fólksbílum. Tæplega nítján þúsund bílar voru fluttir inn árið 2007 en einungis 2500 árið 2009. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs er hins vegar búið að flytja inn fleiri bíla en allt árið í fyrra og því mögulegt að kaupgleðin sé að færast yfir landann á ný. Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira
Íslenska hagkerfið virðist vera á hægri uppleið þó enn sé langt í land, samkvæmt óhefðbundnum vísitölum. Innflutningur á varalit náði hámarki í fyrra en notkun á „K"-orðinu svokallaða hefur minnkað verulega frá hruni. Óhefðbundnir mælikvarðar á borð við verð á Big Mac hamborgurum og Ikea bókahillum um allan heim geta oft birt hagnýtar upplýsingar um stöðu hagkerfa. Þá hafa ýmsar kenningar verið gerðar um hegðun fólks í kreppu og góðæri. Til dæmis að breidd binda minnki í kreppu en aukist síðan aftur þegar hagkerfið réttir úr kútnum og getur lakkrísbindabylgja undanfarna ára kannski ýtt undir þá kenningu. Sem dæmi um óhefðbundinn hagvísi er varalitavísitalan sem byggir á því að konur fari að kaupa varalit í staðinn fyrir kjóla og skó í kreppu sem ætti að skila sér í aukinni sölu á varalit. Innflutningur á varalit til Íslands, tók stökk árið 2008 en fór síðan aftur minnkandi, annað og stærra stökk átti sér svo stað í fyrra sem bendir kannski til þess að kreppan er ekki enn afstaðin. Annað dæmi er svokölluð nærbuxnavísitala, sem byggir á því að með því fyrsta sem karlmenn hætta að kaupa í kreppu sé nýjar nærbuxur. Samkvæmt innflutningstölum virðist þetta hins vegar ekki hafa verið raunin á Íslandi, heldur þvert á móti jókst sala á nærbuxum karla um helming árið 2009 og hefur haldið áfram að aukast síðan, möguleg skýring gæti þó verið að færri hafa farið til útlanda í nærbuxnakaup. Þá má nefna K-orðs vísitöluna en hún gengur út á að telja hversu oft orðið kreppa kemur fyrir í fjölmiðlum. Orðið var á allra vörum hrunárið 2008 en hefur síðan farið ört fækkandi í umfjöllun sem gæti verið vísbending um betri tíð framundan. Einn hefðbundinn hagvísir er innflutningur á fólksbílum. Tæplega nítján þúsund bílar voru fluttir inn árið 2007 en einungis 2500 árið 2009. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs er hins vegar búið að flytja inn fleiri bíla en allt árið í fyrra og því mögulegt að kaupgleðin sé að færast yfir landann á ný.
Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira