Pistorius missti af gullinu | Ósáttur við gervifætur keppinautanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2012 08:00 Pistorius óskar Oliveira til hamingju að loknu hlaupinu. Nordicphotos/getty Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var afar ósáttur eftir úrslitin í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í London í gær. Pistorius segir gervifætur sigurvegarans Alan Oliveira vera ólöglega. Pistorius, sem átti gullverðlaun að verja frá því í Aþenu 2004 og Peking 2008, sá á eftir Brasilíumanninum í lok hlaupsins. Pistorius hafði forystu lengst af en ótrúlegur endasprettur Oliveira tryggði Brasilíumanninum gullið. „Ég vil óska Alan til hamingju. Ég tók í hönd hans á brautinni eftir hlaupið. Hann stóð sig frábærlega og ég óska honum góðs gengis í næstu hlaupum," sagði Pistorius sem keppir á koltrefjafótum frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Pistorius var þó allt annað en sáttur við gervifætur Oliveira. „Ég vil ekki draga úr frammistöðu Alan. Hann er frábær íþróttamaður en þessir strákar eru mun hávaxnari og það er ekki hægt að keppa við svona fætur. Þið sáuð hraðanum sem hann náði í lokin. Það er ekki keppt á jafnréttisgrundvelli. Ég gaf allt sem ég átti í þetta," sagði Pistorius. Brasilíumaðurinn var ekki sáttur við ummæli Pistorius en Suður-Afríkumaðurinn gagnrýndi einnig gervifætur Oliveira að loknu undanúrslitahlaupinu. „Pistorius er frábær íþróttamaður. Tíminn sem ég náði í undanúrslitunum fór í taugarnar á honum. Hann lét þessi ummæli falla til þess að slá mig útaf laginu. Það gekk ekki," sagði Oliveira sem var með annan besta tímann í undanúrslitunum þegar Pistorius setti heimsmet á 21.30 sekúndum á laugardag. Sá tími hefði dugað til sigurs í úrslitahlaupinu í gær en Pistorius náði ekki að halda uppteknum hætti. „Hann er mikil fyrirmynd í mínum huga. Að heyra svona gagnrýni frá jafnmikilli fyrirmynd er erfitt að sætta sig við," sagði Oliveira. Fulltrúar Alþjóðólympíusambands fatlaðra gefa lítið fyrir gagnrýni Pistorius og segja fætur Oliveira og annarra vel innan löglegra marka. Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var afar ósáttur eftir úrslitin í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í London í gær. Pistorius segir gervifætur sigurvegarans Alan Oliveira vera ólöglega. Pistorius, sem átti gullverðlaun að verja frá því í Aþenu 2004 og Peking 2008, sá á eftir Brasilíumanninum í lok hlaupsins. Pistorius hafði forystu lengst af en ótrúlegur endasprettur Oliveira tryggði Brasilíumanninum gullið. „Ég vil óska Alan til hamingju. Ég tók í hönd hans á brautinni eftir hlaupið. Hann stóð sig frábærlega og ég óska honum góðs gengis í næstu hlaupum," sagði Pistorius sem keppir á koltrefjafótum frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Pistorius var þó allt annað en sáttur við gervifætur Oliveira. „Ég vil ekki draga úr frammistöðu Alan. Hann er frábær íþróttamaður en þessir strákar eru mun hávaxnari og það er ekki hægt að keppa við svona fætur. Þið sáuð hraðanum sem hann náði í lokin. Það er ekki keppt á jafnréttisgrundvelli. Ég gaf allt sem ég átti í þetta," sagði Pistorius. Brasilíumaðurinn var ekki sáttur við ummæli Pistorius en Suður-Afríkumaðurinn gagnrýndi einnig gervifætur Oliveira að loknu undanúrslitahlaupinu. „Pistorius er frábær íþróttamaður. Tíminn sem ég náði í undanúrslitunum fór í taugarnar á honum. Hann lét þessi ummæli falla til þess að slá mig útaf laginu. Það gekk ekki," sagði Oliveira sem var með annan besta tímann í undanúrslitunum þegar Pistorius setti heimsmet á 21.30 sekúndum á laugardag. Sá tími hefði dugað til sigurs í úrslitahlaupinu í gær en Pistorius náði ekki að halda uppteknum hætti. „Hann er mikil fyrirmynd í mínum huga. Að heyra svona gagnrýni frá jafnmikilli fyrirmynd er erfitt að sætta sig við," sagði Oliveira. Fulltrúar Alþjóðólympíusambands fatlaðra gefa lítið fyrir gagnrýni Pistorius og segja fætur Oliveira og annarra vel innan löglegra marka.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti