Eignir í bönkum og Landsvirkjun meira en 400 milljarða virði Magnús Halldórsson skrifar 18. september 2012 12:54 Heildarvirði Landsbankans, sé mið tekið af eigin fé (innra virði) er 212 milljarðar króna. Stjórnvöld hafa huga á því að selja hlut sinn í bönkunum á næsta ári. Eignarhlutir íslenska ríkisins í endurreistu bönkunum þremur og Landsvirkjun eru ríflega 400 milljarða króna virði, sé mið tekið af eigin fé Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka annars vegar, og síðan Landsvirkjunar, sem ríkið á að fullu. Eigið fé Landsbankans var um mitt þetta ár 212 milljarðar króna, og miðað við það er ríflega 81 prósent hlutur ríkisins ríflega 170 milljarða króna virði. Eigið fé Íslandsbanka var 135,5 milljarðar um mitt þetta ár og er fimm prósenta hlutur ríksins því 6,7 milljarða króna virði. Eigið fé Arion banka var ríflega 125 milljarðar um mitt þetta ár, og er þrettán prósent hlutur ríkisins um 16,25 milljarða króna virði. Eigið fé Landsvirkjunar nam 206 milljörðum króna um mitt þetta ár. Ríkið er eini eigandi fyrirtækisins, eftir að það keypti tæplega helmingshlut í fyrirtækinu af Reykajvíkurborg og Akureyrarbæ árið 2006. Sé virði þessara eigna lagt saman nemur það yfir 400 milljörðum króna. Íslensk stjórnvöld stefna að því að selja hluti í bönkunum á þessu ári, til þess að styrkja fjárhag ríkissjóðs, einkum með því að lækka skuldir og draga úr vaxtakostnaði. Ekki liggur þó fyrir enn hvenær það verður gert, eða með hvaða hætti. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, lét hafa eftir sér í viðtali við Bloomberg fyrr á árinu að stjórnvöld vildu halda eftir kjölfestuhlut í Landsbankanum, í kringum 70 prósent hlut, en selja hluti sína í bæði Íslandsbanka og Arion banka. Þá yrði stefnt að því að selja hlutina í bönkunum með þeim hætti að eignaraðild yrði vel dreifð á fjölda fjárfesta. Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Eignarhlutir íslenska ríkisins í endurreistu bönkunum þremur og Landsvirkjun eru ríflega 400 milljarða króna virði, sé mið tekið af eigin fé Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka annars vegar, og síðan Landsvirkjunar, sem ríkið á að fullu. Eigið fé Landsbankans var um mitt þetta ár 212 milljarðar króna, og miðað við það er ríflega 81 prósent hlutur ríkisins ríflega 170 milljarða króna virði. Eigið fé Íslandsbanka var 135,5 milljarðar um mitt þetta ár og er fimm prósenta hlutur ríksins því 6,7 milljarða króna virði. Eigið fé Arion banka var ríflega 125 milljarðar um mitt þetta ár, og er þrettán prósent hlutur ríkisins um 16,25 milljarða króna virði. Eigið fé Landsvirkjunar nam 206 milljörðum króna um mitt þetta ár. Ríkið er eini eigandi fyrirtækisins, eftir að það keypti tæplega helmingshlut í fyrirtækinu af Reykajvíkurborg og Akureyrarbæ árið 2006. Sé virði þessara eigna lagt saman nemur það yfir 400 milljörðum króna. Íslensk stjórnvöld stefna að því að selja hluti í bönkunum á þessu ári, til þess að styrkja fjárhag ríkissjóðs, einkum með því að lækka skuldir og draga úr vaxtakostnaði. Ekki liggur þó fyrir enn hvenær það verður gert, eða með hvaða hætti. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, lét hafa eftir sér í viðtali við Bloomberg fyrr á árinu að stjórnvöld vildu halda eftir kjölfestuhlut í Landsbankanum, í kringum 70 prósent hlut, en selja hluti sína í bæði Íslandsbanka og Arion banka. Þá yrði stefnt að því að selja hlutina í bönkunum með þeim hætti að eignaraðild yrði vel dreifð á fjölda fjárfesta.
Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira