Þjóðin njóti arðsins í sjávariðnaði BBI skrifar 17. september 2012 12:25 Mynd/Stefán Karlsson Auðlindastefnunefnd forsætisráðherra telur æskilegt að þjóðin fái að njóta hluta þess arðs sem fæst í sjávariðnaði. Það sé m.a. rétt að tryggja með álagningu veiðigjalds sem byggir á mati á umfangi auðlindarentu í greininni. Auðlindastefnunefnd skilaði nýverið af sér endanlegri skýrslu um stefnumörkun í auðlindamálum ríkisins. Skýrslan í heild sinni er hér að neðan. Þar kemur meðal annars fram að helstu markmið í auðlindastefnu ríkisins eigi að vera að tryggja varanlegan eigna- og yfirráðarétt þjóðarinnar að auðlindum sínum. Einnig að þjóðin fái arð af auðlindum sínum og honum verði ráðstafað með sýnilegum hætti. Fram kemur að nytjastofnar sjávar séu sú náttúruauðlind sem skapar hvað mest þjóðhagsleg verðmæti. Úttektir Hagstofunnar benda til þess að veruleg auðlindarenta sé í íslenskum sjávarútvegi og nefndin telur rétt að þjóðin fái að njóta hennar að einhverju leyti. Æskilegt sé að gera það með álagningu veiðigjalds, líkt og samþykkt var á Alþingi í vor. Einnig sé rétt að leigja aflamark út á frummarkaði.Hér að neðan eru almennar tillögur nefndarinnar um stefnu í auðlindamálum:1. Fyrir nýtingu á auðlindum og takmörkuðum gæðum í atvinnuskyni verði greitt gjald sem standi undir umsýslu- og umhverfiskostnaði.2. Arður sem stafar af aðgangi nýtingaraðila að tiltekinni auðlind eða takmörkuðum gæðum í atvinnuskyni verði skattlagður að hluta. Slíkur arður er þegar fyrir hendi eða líklegur til að myndast vegna vatnsafls, jarðvarma, ferskvatns, fiskistofna, losunarheimilda, þjóðlendna og kolvetnis í jörðu.3. Nýtingarleyfi verði háð skýrum reglum og gildistími þeirra taki mið af eðli viðkomandi auðlindar, nauðsynlegri fjárfestingu, fjölda nýtingaraðila og aðgengis að sérleyfum.4. Tekjur ríkisins af auðlindum komi fram á sérstökum Auðlindareikningi, sem meðal annars fylgi fjárlagafrumvarpi, og sýni verðmæti auðlindanna og framlag þeirra til samfélagsins.5. Arði af endurnýjanlegum auðlindum verði ráðstafað af Alþingi, með sama hætti og öðrum tekjum ríkisins. Komi til tekna af óendurnýjanlegum auðlindum renni þær í Auðlindasjóð, í þágu hagsmuna komandi kynslóða.6. Tilhögun við auðlindaumsýslu verði með samræmdum hætti. Byggð verði upp sérþekking á mismunandi leiðum við mat á auðlindarentu, skilaleiðum auðlindaarðs til þjóðarinnar, aðferðum við úthlutun sérleyfa, gildistíma þeirra og öðrum skilyrðum sem slíkri umsýslu tengjast. Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Auðlindastefnunefnd forsætisráðherra telur æskilegt að þjóðin fái að njóta hluta þess arðs sem fæst í sjávariðnaði. Það sé m.a. rétt að tryggja með álagningu veiðigjalds sem byggir á mati á umfangi auðlindarentu í greininni. Auðlindastefnunefnd skilaði nýverið af sér endanlegri skýrslu um stefnumörkun í auðlindamálum ríkisins. Skýrslan í heild sinni er hér að neðan. Þar kemur meðal annars fram að helstu markmið í auðlindastefnu ríkisins eigi að vera að tryggja varanlegan eigna- og yfirráðarétt þjóðarinnar að auðlindum sínum. Einnig að þjóðin fái arð af auðlindum sínum og honum verði ráðstafað með sýnilegum hætti. Fram kemur að nytjastofnar sjávar séu sú náttúruauðlind sem skapar hvað mest þjóðhagsleg verðmæti. Úttektir Hagstofunnar benda til þess að veruleg auðlindarenta sé í íslenskum sjávarútvegi og nefndin telur rétt að þjóðin fái að njóta hennar að einhverju leyti. Æskilegt sé að gera það með álagningu veiðigjalds, líkt og samþykkt var á Alþingi í vor. Einnig sé rétt að leigja aflamark út á frummarkaði.Hér að neðan eru almennar tillögur nefndarinnar um stefnu í auðlindamálum:1. Fyrir nýtingu á auðlindum og takmörkuðum gæðum í atvinnuskyni verði greitt gjald sem standi undir umsýslu- og umhverfiskostnaði.2. Arður sem stafar af aðgangi nýtingaraðila að tiltekinni auðlind eða takmörkuðum gæðum í atvinnuskyni verði skattlagður að hluta. Slíkur arður er þegar fyrir hendi eða líklegur til að myndast vegna vatnsafls, jarðvarma, ferskvatns, fiskistofna, losunarheimilda, þjóðlendna og kolvetnis í jörðu.3. Nýtingarleyfi verði háð skýrum reglum og gildistími þeirra taki mið af eðli viðkomandi auðlindar, nauðsynlegri fjárfestingu, fjölda nýtingaraðila og aðgengis að sérleyfum.4. Tekjur ríkisins af auðlindum komi fram á sérstökum Auðlindareikningi, sem meðal annars fylgi fjárlagafrumvarpi, og sýni verðmæti auðlindanna og framlag þeirra til samfélagsins.5. Arði af endurnýjanlegum auðlindum verði ráðstafað af Alþingi, með sama hætti og öðrum tekjum ríkisins. Komi til tekna af óendurnýjanlegum auðlindum renni þær í Auðlindasjóð, í þágu hagsmuna komandi kynslóða.6. Tilhögun við auðlindaumsýslu verði með samræmdum hætti. Byggð verði upp sérþekking á mismunandi leiðum við mat á auðlindarentu, skilaleiðum auðlindaarðs til þjóðarinnar, aðferðum við úthlutun sérleyfa, gildistíma þeirra og öðrum skilyrðum sem slíkri umsýslu tengjast.
Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira