Ævintýralegt ár hjá minkabændum, seldu fyrir 1,5 milljarð 17. september 2012 10:48 Íslenskir minkabændur hafa selt skinn hjá uppboðsfyrirtækinu Kopenhagen Fur í Kaupmannahöfn fyrir um 1,5 milljarða króna á söluárinu sem lauk nú í september. Þetta þýðir að hver minkabóndi hefur haft að jafnaði yfir 23 milljónir króna í hreinn hagnað af búi sínu. Björn Halldórsson formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir að þeir séu eiginlega orðlausir yfir velgengni sinni á söluárinu enda hafi verð á minkaskinnum stöðugt hækkað á undanförnum tveimur árum. Söluárið stendur frá desember og fram í september og er um fimm uppboð að ræða á því tímabili. Á þessu ári hafa verið seld um 150.000 íslensk minkaskinn hjá Kopenhagen Fur og hefur meðalverð þeirra verið um 10.000 krónur. Því hefur verið selt fyrir hálfan annan milljarð króna af íslenskum skinnum á árinu. Af þeirri upphæð eru rúmlega 40% hreinn hagnaður bændanna og þar sem þeir eru aðeins 26 talsins er meðaltalsbúið með um 23 milljónir króna í hreinan hagnað eftir árið. Björn segir að þetta skýrist einkum af því að íslensku bændurnir eru með bestu samkeppnisstöðuna í heiminum á þessum markaði, það er mesta bilið á milli framleiðslukostnaðar og söluverðs. Björn á þó ekki von á að hið háa verð á minkaskinnum haldist til lengdar. Hann telur að það muni lækka eitthvað á desemberuppboðinu sem markar upphaf næsta söluárs. Á vefsíðu börsen segir að árið hafi verið metár fyrir danska minkabændur en þeir seldu skinn hjá Kopenhagen Fur fyrir um 10,5 milljarða danskra kr. eða um 223 milljarða króna. Meðalverð á skinnum þeirra var rúmlega 500 danskar kr. og hækkaði um rúmlega 100 danskar kr. frá fyrra ári. Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Íslenskir minkabændur hafa selt skinn hjá uppboðsfyrirtækinu Kopenhagen Fur í Kaupmannahöfn fyrir um 1,5 milljarða króna á söluárinu sem lauk nú í september. Þetta þýðir að hver minkabóndi hefur haft að jafnaði yfir 23 milljónir króna í hreinn hagnað af búi sínu. Björn Halldórsson formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir að þeir séu eiginlega orðlausir yfir velgengni sinni á söluárinu enda hafi verð á minkaskinnum stöðugt hækkað á undanförnum tveimur árum. Söluárið stendur frá desember og fram í september og er um fimm uppboð að ræða á því tímabili. Á þessu ári hafa verið seld um 150.000 íslensk minkaskinn hjá Kopenhagen Fur og hefur meðalverð þeirra verið um 10.000 krónur. Því hefur verið selt fyrir hálfan annan milljarð króna af íslenskum skinnum á árinu. Af þeirri upphæð eru rúmlega 40% hreinn hagnaður bændanna og þar sem þeir eru aðeins 26 talsins er meðaltalsbúið með um 23 milljónir króna í hreinan hagnað eftir árið. Björn segir að þetta skýrist einkum af því að íslensku bændurnir eru með bestu samkeppnisstöðuna í heiminum á þessum markaði, það er mesta bilið á milli framleiðslukostnaðar og söluverðs. Björn á þó ekki von á að hið háa verð á minkaskinnum haldist til lengdar. Hann telur að það muni lækka eitthvað á desemberuppboðinu sem markar upphaf næsta söluárs. Á vefsíðu börsen segir að árið hafi verið metár fyrir danska minkabændur en þeir seldu skinn hjá Kopenhagen Fur fyrir um 10,5 milljarða danskra kr. eða um 223 milljarða króna. Meðalverð á skinnum þeirra var rúmlega 500 danskar kr. og hækkaði um rúmlega 100 danskar kr. frá fyrra ári.
Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira