Almenn lán hjá Íbúðalánasjóði helmingi færri Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. september 2012 19:00 Almenn lán hjá Íbúðalánasjóði eru helmingi færri það sem af er ári en miðað við sama tímabil í fyrra. Forstjóri sjóðsins segir ástæðuna vera vinsældir óverðtryggðra íbúðalána sem bankarnir veita. Þetta kemur fram í Mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir ágústmánuð. Heildarútlán sjóðsins í ágúst námu tæpum einum og hálfum milljarði og þar af voru rúmir einn komma fjórir milljarðar vegna almennra lána. Í ágúst í fyrra námu almenn útlán hinsvegar tveimur komma þremur milljörðum. Það sem af er ári hefur sjóðurinn veitt áttahundruð og fimmtíu almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við fimmtán hundruð og sjötíu lán á sama tíma í fyrra. Þessi þróun á sér stað þrátt fyrir að veltan á fasteignamarkaði hafi aukist jafnt og þétt. „Það er í raun þessi staða sem er uppi, að við erum ekki að bjóða óverðtryggð lán sem stendur. Þetta er ástand sem hefur varað á þessu ári. Það hefur verið spennandi kostur framan af þessu ári að vera í þessum lánum," segir Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Sigurður segir að þetta hafi ekki mikil áhrif á sjóðinn. „Við erum ekki í harðri samkeppni við bankana heldur að tryggja grunnþjónustu og tryggja húsnæðisöryggi alls almennings. En við erum síðan að horfa til þess að fara fljótlega að bjóða upp á óverðtryggð lán," Sigurður. Sigurður segir undirbúning að því að sjóðurinn geti boðið óverðtryggð lán vera á lokastigi. „Við þurfum auðvitað samþykki opinberra aðila til að klára það verkefni, og við erum stödd þar," segir Sigurður. Íbúðalánasjóður hefur einnig ákveðið að ekki verði farið í frekari útboð íbúðabréfa á þriðja ársfjórðungi. „Það liggur fyrir og sést glögglega í okkar uppgjöri að við erum með mjög sterka lausafjárstöðu, Rúmlega tvöfalt það lausafé sem við höfum annars gert viðmið um. Það er ástand sem verður áfram viðvarandi að öllu öðru óbreyttu." Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Almenn lán hjá Íbúðalánasjóði eru helmingi færri það sem af er ári en miðað við sama tímabil í fyrra. Forstjóri sjóðsins segir ástæðuna vera vinsældir óverðtryggðra íbúðalána sem bankarnir veita. Þetta kemur fram í Mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir ágústmánuð. Heildarútlán sjóðsins í ágúst námu tæpum einum og hálfum milljarði og þar af voru rúmir einn komma fjórir milljarðar vegna almennra lána. Í ágúst í fyrra námu almenn útlán hinsvegar tveimur komma þremur milljörðum. Það sem af er ári hefur sjóðurinn veitt áttahundruð og fimmtíu almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við fimmtán hundruð og sjötíu lán á sama tíma í fyrra. Þessi þróun á sér stað þrátt fyrir að veltan á fasteignamarkaði hafi aukist jafnt og þétt. „Það er í raun þessi staða sem er uppi, að við erum ekki að bjóða óverðtryggð lán sem stendur. Þetta er ástand sem hefur varað á þessu ári. Það hefur verið spennandi kostur framan af þessu ári að vera í þessum lánum," segir Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Sigurður segir að þetta hafi ekki mikil áhrif á sjóðinn. „Við erum ekki í harðri samkeppni við bankana heldur að tryggja grunnþjónustu og tryggja húsnæðisöryggi alls almennings. En við erum síðan að horfa til þess að fara fljótlega að bjóða upp á óverðtryggð lán," Sigurður. Sigurður segir undirbúning að því að sjóðurinn geti boðið óverðtryggð lán vera á lokastigi. „Við þurfum auðvitað samþykki opinberra aðila til að klára það verkefni, og við erum stödd þar," segir Sigurður. Íbúðalánasjóður hefur einnig ákveðið að ekki verði farið í frekari útboð íbúðabréfa á þriðja ársfjórðungi. „Það liggur fyrir og sést glögglega í okkar uppgjöri að við erum með mjög sterka lausafjárstöðu, Rúmlega tvöfalt það lausafé sem við höfum annars gert viðmið um. Það er ástand sem verður áfram viðvarandi að öllu öðru óbreyttu."
Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira