Erlent lán talið lögmætt BBI skrifar 14. september 2012 14:42 Gengislánadómur féll í Héraðsdómi Norðurlands vestra í dag. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að lán sem greitt var út í íslenskum krónum og sömuleiðis endurgreitt með íslenskum krónum væri í raun lán í erlendum gjaldmiðli. Lánið taldist því ekki gengistryggt lán í íslenskum krónum og var dæmt lögmætt. Það var fyrirtækið Samvirkni ehf. sem fékk um 27 milljóna króna lán hjá Byggðastofnun á árinu 2007. Fram kemur í dómnum að Samvirkni óskaði eftir láninu í íslenskum krónum og fékk sömuleiðis vilyrði fyrir láni í íslenskum krónum. Skuldabréf var gefið út í kjölfarið. Þar kemur fram að Byggðastofnun láni Samvirkni ehf. ákveðna upphæð sem tilgreind er í japönskum yenum. Hvergi er því minnst á íslenskar krónur í þessu samhengi í skuldabréfinu. Dómstóllinn telur því skuldabréfið skýrt að þessu leyti. Það liggur hins vegar fyrir að Samvirkni fékk rúmar 27 milljónir íslenskra króna greiddar inn á tékkareikning sinn og endurgreiddi hluta lánsins með krónum. Á undanförnum misserum hafa allmargir dómar fallið þar sem deilt er um hvort lán séu gengistryggð lán í íslenskum krónum og því ólögmæt eða lán í erlendum myntum og því lögmæt. Í dómi sem féll 15. júní síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að um lán í erlendri mynt væri að ræða, en þar skipti mestu máli að lánsfjárhæðin í skuldabréfi var tilgreind í erlendum myntum, lánið var greitt út í erlendum myntum og endurgreitt með erlendum myntum. Því skiptu íslenskar krónur aldrei um hendur heldur aðeins erlendar myntir. Hér einblínir hins vegar Héraðsdómur Norðurlands á orðalag skuldabréfsins og telur það vega meira en þá staðreynd að í raun skiptu íslenskar krónur um hendur. Orðalag bréfsins þykir skýrt og dómstóllinn lítur til þess að stjórnarformaður Samvirkni ehf. er löggiltur endurskoðandi sem hefði átt að gera athugasemdir við orðalag skuldabréfsins. Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Gengislánadómur féll í Héraðsdómi Norðurlands vestra í dag. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að lán sem greitt var út í íslenskum krónum og sömuleiðis endurgreitt með íslenskum krónum væri í raun lán í erlendum gjaldmiðli. Lánið taldist því ekki gengistryggt lán í íslenskum krónum og var dæmt lögmætt. Það var fyrirtækið Samvirkni ehf. sem fékk um 27 milljóna króna lán hjá Byggðastofnun á árinu 2007. Fram kemur í dómnum að Samvirkni óskaði eftir láninu í íslenskum krónum og fékk sömuleiðis vilyrði fyrir láni í íslenskum krónum. Skuldabréf var gefið út í kjölfarið. Þar kemur fram að Byggðastofnun láni Samvirkni ehf. ákveðna upphæð sem tilgreind er í japönskum yenum. Hvergi er því minnst á íslenskar krónur í þessu samhengi í skuldabréfinu. Dómstóllinn telur því skuldabréfið skýrt að þessu leyti. Það liggur hins vegar fyrir að Samvirkni fékk rúmar 27 milljónir íslenskra króna greiddar inn á tékkareikning sinn og endurgreiddi hluta lánsins með krónum. Á undanförnum misserum hafa allmargir dómar fallið þar sem deilt er um hvort lán séu gengistryggð lán í íslenskum krónum og því ólögmæt eða lán í erlendum myntum og því lögmæt. Í dómi sem féll 15. júní síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að um lán í erlendri mynt væri að ræða, en þar skipti mestu máli að lánsfjárhæðin í skuldabréfi var tilgreind í erlendum myntum, lánið var greitt út í erlendum myntum og endurgreitt með erlendum myntum. Því skiptu íslenskar krónur aldrei um hendur heldur aðeins erlendar myntir. Hér einblínir hins vegar Héraðsdómur Norðurlands á orðalag skuldabréfsins og telur það vega meira en þá staðreynd að í raun skiptu íslenskar krónur um hendur. Orðalag bréfsins þykir skýrt og dómstóllinn lítur til þess að stjórnarformaður Samvirkni ehf. er löggiltur endurskoðandi sem hefði átt að gera athugasemdir við orðalag skuldabréfsins.
Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira