Sveitarfélögin á batavegi en fjárfestingar þeirra í lágmarki 14. september 2012 10:04 Rekstur sveitarfélaga á Íslandi fer batnandi og gefa tölur Hagstofunnar um fjármál hins opinbera á öðrum ársfjórðungi þetta til kynna. Samkvæmt þeim jukust tekjur sveitarfélaganna um tæp 9% frá sama tíma í fyrra á meðan heildarútgjöld, fjárfestingar og vaxtagjöld meðtalin, jukust um rúm 5%. Á meðan hækkaði verðlag um tæp 6%. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka. Þar segir að tekjujöfnuður, mismunur tekna og greiddra gjalda að meðtöldum fjárfestingum, var jákvæður um 1,4% á fjórðungnum og var þar með jákvæður í þriðja sinn á síðustu fjórum fjórðungum. Það er öðruvísi en áður var, því frá 2007 og fram á þriðja ársfjórðung 2011 var samfellt neikvæður tekjujöfnuður af starfsemi sveitarfélaganna eða í fjórtán ársfjórðunga í röð. Þessar tölur Hagstofunnar byggja á afkomu stærstu sveitarfélaga landsins sem telja 80% af íbúafjöldanum en afkoman er ekki greind niður á ákveðin sveitarfélög. Tölurnar snúa eingöngu að sveitarsjóðunum, það er A-hluta, en ekki að fyrirtækjum í eigu sveitarfélaganna. Tekjuafgangur er fyrst og fremst til kominn af því að fjárfesting af hálfu sveitarfélaganna er nú í lágmarki þó afkomubati fyrir fjárfestingar sé einnig að eiga sér stað. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann hefur ekki orðið stór breyting á vaxtagjöldum sveitarfélaganna, að því leyti að þau greiða tæplega 4% af tekjum í vexti. Hins vegar hefur orðið stórkostleg breyting í fjárfestingum sveitarfélaganna en á liðnum fjórðungi fjárfestu þau fyrir 6,5% tekna en það samsvarar um 3,8 milljörðum kr. og frá ársbyrjun 2011 hafa sveitarfélögin fjárfest fyrir 7% af tekjum sínum. Það samsvarar um 16 milljörðum kr. á ársgrundvelli. Til samanburðar vörðu sveitarfélögin að jafnaði 15% af tekjum sínum í fjárfestingar á hverjum ársfjórðungi yfir sjö ára tímabil þar á undan. „Hér skal ekki fullyrt að tímabilið 2004-2010 gefi rétta mynd af eðlilegri fjárfestingarþörf sveitarfélaganna. Það gefur þó vísbendingu um að sveitarfélögin séu í fjárfestingarsvelti um þessar mundir. Sá böggull fylgir þó skammrifi að tekjujöfnuður upp á aðeins 1% af tekjum gefur ekki svigrúm til stóraukinna fjárfestinga. Höfum samt í huga að staða sveitarfélaganna er mjög mismunandi," segir í Markaðspunktunum. Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Rekstur sveitarfélaga á Íslandi fer batnandi og gefa tölur Hagstofunnar um fjármál hins opinbera á öðrum ársfjórðungi þetta til kynna. Samkvæmt þeim jukust tekjur sveitarfélaganna um tæp 9% frá sama tíma í fyrra á meðan heildarútgjöld, fjárfestingar og vaxtagjöld meðtalin, jukust um rúm 5%. Á meðan hækkaði verðlag um tæp 6%. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka. Þar segir að tekjujöfnuður, mismunur tekna og greiddra gjalda að meðtöldum fjárfestingum, var jákvæður um 1,4% á fjórðungnum og var þar með jákvæður í þriðja sinn á síðustu fjórum fjórðungum. Það er öðruvísi en áður var, því frá 2007 og fram á þriðja ársfjórðung 2011 var samfellt neikvæður tekjujöfnuður af starfsemi sveitarfélaganna eða í fjórtán ársfjórðunga í röð. Þessar tölur Hagstofunnar byggja á afkomu stærstu sveitarfélaga landsins sem telja 80% af íbúafjöldanum en afkoman er ekki greind niður á ákveðin sveitarfélög. Tölurnar snúa eingöngu að sveitarsjóðunum, það er A-hluta, en ekki að fyrirtækjum í eigu sveitarfélaganna. Tekjuafgangur er fyrst og fremst til kominn af því að fjárfesting af hálfu sveitarfélaganna er nú í lágmarki þó afkomubati fyrir fjárfestingar sé einnig að eiga sér stað. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann hefur ekki orðið stór breyting á vaxtagjöldum sveitarfélaganna, að því leyti að þau greiða tæplega 4% af tekjum í vexti. Hins vegar hefur orðið stórkostleg breyting í fjárfestingum sveitarfélaganna en á liðnum fjórðungi fjárfestu þau fyrir 6,5% tekna en það samsvarar um 3,8 milljörðum kr. og frá ársbyrjun 2011 hafa sveitarfélögin fjárfest fyrir 7% af tekjum sínum. Það samsvarar um 16 milljörðum kr. á ársgrundvelli. Til samanburðar vörðu sveitarfélögin að jafnaði 15% af tekjum sínum í fjárfestingar á hverjum ársfjórðungi yfir sjö ára tímabil þar á undan. „Hér skal ekki fullyrt að tímabilið 2004-2010 gefi rétta mynd af eðlilegri fjárfestingarþörf sveitarfélaganna. Það gefur þó vísbendingu um að sveitarfélögin séu í fjárfestingarsvelti um þessar mundir. Sá böggull fylgir þó skammrifi að tekjujöfnuður upp á aðeins 1% af tekjum gefur ekki svigrúm til stóraukinna fjárfestinga. Höfum samt í huga að staða sveitarfélaganna er mjög mismunandi," segir í Markaðspunktunum.
Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira