Algert vanmat á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar BBI skrifar 13. september 2012 14:14 Russell Crowe í hlutverki Noah Framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus segir að ríkisstjórnin geri ráð fyrir allt of lágum fjárhæðum til endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar á Íslandi í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2013. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 400 milljóna króna fjárheimild fyrir endurgreiðslur vegna kvimyndagerðar. Til samanburðar fara endurgreiðslurnar yfir 900 milljónir króna á þessu ári samkvæmt nýjustu tölum. Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi eru mikilli óvissu háðar. Þær ráðast af verkefnum framleiðenda sem eru lítt fyrirsjáanleg og t.d. geta stór erlend verkefni komið til sögunnar eftir að fjárlög eru samþykkt. Snorri Þórisson, framkvæmdastjóri Pegasus, segir samt að það sé engin spurning að 400 milljónir verði of lítið árið 2013. Samkvæmt lögum endurgreiðir íslenska ríkið 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda sem gerðar eru á Íslandi. Endurgreiðslurnar ná aðeins til skattskyldrar eyðslu hérlendis, þar fellur t.d. launakostnaður íslenskra starfsmanna undir sem og hótelleiga og fleira í þeim dúr. „Þetta er bara grín," segir Snorri um áætlanir stjórnvalda. Nokkrar stórmyndir voru framleiddar hér á árinu 2012. Endurgreiðslur vegna einhverra þeirra munu ekki koma til fyrr en árið 2013. Auk þess eru fleiri verkefni í pípunum. Snorri getur ekki áætlað hversu háar endurgreiðslurnar verði árið 2013 þegar upp verður staðið. „Menn geta aldrei sagt til um það," segir hann en telur þó að íslensk stjórnvöld hefðu frekar átt að gera ráð fyrir of miklu. „Þá hefði fjármagnið bara getað farið eitthvert annað ef áætlunin hefði ekki náðst," segir hann en telur að stjórnvöld lendi í vanda ef áætlunin er of lág. Þá þurfi að taka á vandanum með fjáraukalögum eða fresta kostnaðinum fram á næsta ár. Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus segir að ríkisstjórnin geri ráð fyrir allt of lágum fjárhæðum til endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar á Íslandi í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2013. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 400 milljóna króna fjárheimild fyrir endurgreiðslur vegna kvimyndagerðar. Til samanburðar fara endurgreiðslurnar yfir 900 milljónir króna á þessu ári samkvæmt nýjustu tölum. Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi eru mikilli óvissu háðar. Þær ráðast af verkefnum framleiðenda sem eru lítt fyrirsjáanleg og t.d. geta stór erlend verkefni komið til sögunnar eftir að fjárlög eru samþykkt. Snorri Þórisson, framkvæmdastjóri Pegasus, segir samt að það sé engin spurning að 400 milljónir verði of lítið árið 2013. Samkvæmt lögum endurgreiðir íslenska ríkið 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda sem gerðar eru á Íslandi. Endurgreiðslurnar ná aðeins til skattskyldrar eyðslu hérlendis, þar fellur t.d. launakostnaður íslenskra starfsmanna undir sem og hótelleiga og fleira í þeim dúr. „Þetta er bara grín," segir Snorri um áætlanir stjórnvalda. Nokkrar stórmyndir voru framleiddar hér á árinu 2012. Endurgreiðslur vegna einhverra þeirra munu ekki koma til fyrr en árið 2013. Auk þess eru fleiri verkefni í pípunum. Snorri getur ekki áætlað hversu háar endurgreiðslurnar verði árið 2013 þegar upp verður staðið. „Menn geta aldrei sagt til um það," segir hann en telur þó að íslensk stjórnvöld hefðu frekar átt að gera ráð fyrir of miklu. „Þá hefði fjármagnið bara getað farið eitthvert annað ef áætlunin hefði ekki náðst," segir hann en telur að stjórnvöld lendi í vanda ef áætlunin er of lág. Þá þurfi að taka á vandanum með fjáraukalögum eða fresta kostnaðinum fram á næsta ár.
Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira