Karl Werners nýtti sér fjárfestingarleið Seðlabankans Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. september 2012 12:00 Seðlabanki Íslands. Félagið Toska, sem er í eigu Karls Wernerssonar, aðaleiganda Lyfja og heilsu, nýtti sér fjárfestingarleið Seðlabankans til að koma heim með erlendan gjaldeyri og gefa út skuldabréf á Íslandi fyrir 240 milljónir króna. Einstaklingar tengdir íslensku útrásinni hafa í auknum mæli farið þessa leið. Íslenskir kaupsýslumenn, sem stóðu framarlega í íslensku útrásinni fyrir hrun, hafa í nokkrum mæli nýtt sér fjárfestingarleið Seðlabankans til að koma með erlendan gjaldeyri inn í landið og fá íslenskar krónur á áfslætti. Leiðin veitir fjárfestum færi á að kaupa krónur fyrir evrur á um það bil 20 prósent afslætti. Bakkabræður, Ágúst og Lýður Guðmundssynir, nýttu sér þessa leið með félaginu Korki Invest ehf. þegar þeir keyptu aftur fjórðungshlut í Bakkavör af íslenskum lífeyrissjóðum fyrir 4 milljarða króna.Nóg af erlendum gjaldeyri En hvað þýðir þetta? Þetta þýðir einfaldlega að þessir aðilar eiga nóg af erlendum gjaldeyri, væntanlega ávöxtur arðgreiðslna í góðærinu fyrir hrun. Þess skal getið að kröfuhafar Bakkavarar og Exista töpuðum tugum milljarða króna á falli fyrirtækjanna og þar eru íslenskir lífeyrissjóðir með stóran hlut. Nú hefur félagið Toska, sem er eigu Karls Wernerssonar athafnamanns og aðaleiganda Lyfja og heilsu, nýtt sér fjárfestingarleið Seðlabankans, en félagið gaf út skuldabréf fyrir 240 milljónir króna í lok júní. Það er Morgunblaðið í dag sem greinir frá þessu. Í útgáfulýsingu skuldabréfsins kemur fram að bréfið ber 7,8 prósent óverðtryggða vexti, er til tíu ára og heimilt er að stækka útgáfuna í 300 milljónir króna. Fram kemur í Morgunblaðinu að Toska hafi verið stofnað í apríl og Karl sé eini stjórnarmaðurinn. Tilgangur félagsins er starfsemi tengd rekstri fasteigna og viðskipti með verðbréf. Ekki þarf að greiða afborganir af bréfinu fyrr en sumarið 2018 og skal því lokið 2022. Fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar náði af tali af Karli nú í morgun. Hann vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu, en staðfesti frétt Morgunblaðsins. „Þegar ég ætla ekki að tjá mig um málið þá ætla ég ekki að tjá mig," sagði Karl. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Félagið Toska, sem er í eigu Karls Wernerssonar, aðaleiganda Lyfja og heilsu, nýtti sér fjárfestingarleið Seðlabankans til að koma heim með erlendan gjaldeyri og gefa út skuldabréf á Íslandi fyrir 240 milljónir króna. Einstaklingar tengdir íslensku útrásinni hafa í auknum mæli farið þessa leið. Íslenskir kaupsýslumenn, sem stóðu framarlega í íslensku útrásinni fyrir hrun, hafa í nokkrum mæli nýtt sér fjárfestingarleið Seðlabankans til að koma með erlendan gjaldeyri inn í landið og fá íslenskar krónur á áfslætti. Leiðin veitir fjárfestum færi á að kaupa krónur fyrir evrur á um það bil 20 prósent afslætti. Bakkabræður, Ágúst og Lýður Guðmundssynir, nýttu sér þessa leið með félaginu Korki Invest ehf. þegar þeir keyptu aftur fjórðungshlut í Bakkavör af íslenskum lífeyrissjóðum fyrir 4 milljarða króna.Nóg af erlendum gjaldeyri En hvað þýðir þetta? Þetta þýðir einfaldlega að þessir aðilar eiga nóg af erlendum gjaldeyri, væntanlega ávöxtur arðgreiðslna í góðærinu fyrir hrun. Þess skal getið að kröfuhafar Bakkavarar og Exista töpuðum tugum milljarða króna á falli fyrirtækjanna og þar eru íslenskir lífeyrissjóðir með stóran hlut. Nú hefur félagið Toska, sem er eigu Karls Wernerssonar athafnamanns og aðaleiganda Lyfja og heilsu, nýtt sér fjárfestingarleið Seðlabankans, en félagið gaf út skuldabréf fyrir 240 milljónir króna í lok júní. Það er Morgunblaðið í dag sem greinir frá þessu. Í útgáfulýsingu skuldabréfsins kemur fram að bréfið ber 7,8 prósent óverðtryggða vexti, er til tíu ára og heimilt er að stækka útgáfuna í 300 milljónir króna. Fram kemur í Morgunblaðinu að Toska hafi verið stofnað í apríl og Karl sé eini stjórnarmaðurinn. Tilgangur félagsins er starfsemi tengd rekstri fasteigna og viðskipti með verðbréf. Ekki þarf að greiða afborganir af bréfinu fyrr en sumarið 2018 og skal því lokið 2022. Fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar náði af tali af Karli nú í morgun. Hann vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu, en staðfesti frétt Morgunblaðsins. „Þegar ég ætla ekki að tjá mig um málið þá ætla ég ekki að tjá mig," sagði Karl. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira