Lítið þarf til að sveifla gengi krónunnar upp og niður 11. september 2012 10:43 Mikil veiking á gengi krónunnar hefur komið mönnum á óvart einkum vegna þess að flæði ferðamannagjaldeyris til landsins hefur aldrei verið meira. En veikingin á sér eðlilegar skýringar. Sú helsta er að vegna hafta og strangra takmarkana á gjaldeyrisviðskiptum er markaðurinn svo grunnur að lítið þarf til að sveifla krónunni í sitthvora áttina. Enn eitt metið í fjölda ferðamanna var slegið í sumar og um leið styrktist gengi krónunnar myndarlega fram í miðjan ágústmánuð. Eftir það fór gengið að gefa verulega eftir þótt að ferðamannastraumurinn væri enn öflugur. Þannig má segja að fjöldi ferðamanna í september sé álíka og hann var í sumarmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þann 10. ágúst s.l. kostaði evran ríflega 146 krónur. Í dag kostar hún tæplega 157 krónur sem er veiking um 6% á einum mánuði. Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að á móti ferðamannagjaldeyrinum komi síðan þær greiðslur í gjaldeyri úr landinu sem leyfilegar eru. Í ágúst hafi farið saman um 1,5 milljarðar kr. í vaxtagreiðslur til erlendra fjárfesta úr stórum ríkisbréfaflokki og uppgreiðsla Reykjanesbæjar á síðasta erlenda láninu sínu upp á um 800 milljónir kr. Jón Bjarki segir að eflaust megi nefna fleiri slíkar greiðslur. Þá megi nefna að þeir sem þurfa að greiða af erlendum lánum sínum geta fengið gjaldeyri til slíks með töluverðum fyrirvara. Jón Bjarki bendir á að þar sem árstíðabundin uppsveifla á gengi krónunnar að sumri sé orðin staðreynd nýti menn sem þurfi að greiða af erlendum lánum sér það til að kaupa gjaldeyri þegar gengið er hvað sterkast og noti svo til að greiða af lánunum síðar. Á móti kemur að þessi kaup ættu að jafna út niðursveiflu krónunnar á komandi vetri. Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Sjá meira
Mikil veiking á gengi krónunnar hefur komið mönnum á óvart einkum vegna þess að flæði ferðamannagjaldeyris til landsins hefur aldrei verið meira. En veikingin á sér eðlilegar skýringar. Sú helsta er að vegna hafta og strangra takmarkana á gjaldeyrisviðskiptum er markaðurinn svo grunnur að lítið þarf til að sveifla krónunni í sitthvora áttina. Enn eitt metið í fjölda ferðamanna var slegið í sumar og um leið styrktist gengi krónunnar myndarlega fram í miðjan ágústmánuð. Eftir það fór gengið að gefa verulega eftir þótt að ferðamannastraumurinn væri enn öflugur. Þannig má segja að fjöldi ferðamanna í september sé álíka og hann var í sumarmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þann 10. ágúst s.l. kostaði evran ríflega 146 krónur. Í dag kostar hún tæplega 157 krónur sem er veiking um 6% á einum mánuði. Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að á móti ferðamannagjaldeyrinum komi síðan þær greiðslur í gjaldeyri úr landinu sem leyfilegar eru. Í ágúst hafi farið saman um 1,5 milljarðar kr. í vaxtagreiðslur til erlendra fjárfesta úr stórum ríkisbréfaflokki og uppgreiðsla Reykjanesbæjar á síðasta erlenda láninu sínu upp á um 800 milljónir kr. Jón Bjarki segir að eflaust megi nefna fleiri slíkar greiðslur. Þá megi nefna að þeir sem þurfa að greiða af erlendum lánum sínum geta fengið gjaldeyri til slíks með töluverðum fyrirvara. Jón Bjarki bendir á að þar sem árstíðabundin uppsveifla á gengi krónunnar að sumri sé orðin staðreynd nýti menn sem þurfi að greiða af erlendum lánum sér það til að kaupa gjaldeyri þegar gengið er hvað sterkast og noti svo til að greiða af lánunum síðar. Á móti kemur að þessi kaup ættu að jafna út niðursveiflu krónunnar á komandi vetri.
Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Sjá meira