Innlent

Borgarbókasafnið skorar á meistara

BBI skrifar
Mynd/Twittersíða Borgarbókasafnsins
Borgarbókasafnið setti í dag áskorun inn á Twitter síðu sína fyrir tilvonandi meistara sem hyggjast bæta lífstíl sinn í októbermánuði undir merkjum Meistaramánaðarins svonefnda. Meistaramánuður hefst nú 1. október og gengur út á að taka upp nýjar og betri lífsvenjur.

Áskorun Borgarbókasafnsins er einföld: Lesa bækur. Þetta er eitt af þeim markmiðum sem margir hafa sett sér í meistaramánuðinum síðustu ár, enda upplagt að nota tilefnið til að næra anda sinn líkt og líkama.

Fjölmargir hafa tekið þátt í meistaramánuði síðustu ár. Þátttakendur setja sér sjálfir markmið. Flestir láta af áfengisdrykkju, byrja að hreyfa sig meira og borða hollari mat. Margir ákveða einmitt að lesa bækurnar sem hafa legið á náttborðinu óhreyfðar síðustu mánuði. Nú hefur Borgarbókasafnið skorað opinberlega á meistarana að lesa þessar bækur. Spennandi verður að sjá hverjir verða við áskoruninni.


Tengdar fréttir

Meistaralegur mánuður að hefjast

Hinn svokallaði Meistaramánuður hefst 1. október næstkomandi eða eftir 10 daga. Þá munu þúsundir manna sameinast um að skora á sjálfa sig, kýla á hlutina sem þá dreymir um og verða í stuttu máli betra eintak af sjálfum sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×