Glitni gert að greiða lækni tólf milljónir út af Latabæ 26. september 2012 19:35 Hæstiréttur Íslands féllst á skaðabótakröfu heimilislæknis frá Garðabæ gegn Glitni en hann keypti skuldabréf útgefið af Latabæ árið 2006 fyrir tvö hundruð þúsund Bandaríkjadali. Hann tapaði peningunum að lokum þegar Latibær leitaði nauðarsamninga árið 2011. Læknirinn taldi tjón sitt stafa af því að hann hafi, vegna vanrækslu Glitnis á upplýsingaskyldu sinni, keypt umrætt skuldabréf án þess að honum hefði verið kunnugt um þá áhættu, sem í því fólst. Komið hafi í ljós að Latibær gat ekki staðið við skuldbindingar sínar og það leitt til þess tjóns, sem læknirinn krafðist bóta fyrir. Auk þess hafi Glitnir vanrækt að upplýsa um tengsl sín við Latabæ og hagsmuni af skuldabréfaútboðinu sem læknirinn tók þátt í. Bankinn leit raunar svo á að læknirinn væri fagfjárfestir, enda hafði hann verið í viðskiptum við bankann frá 2001 og oft stundað verðbréfaviðskipti. Á það fellst Hæstiréttur ekki, en Benedikt Bogason hæstaréttardómari skilar inn sérákvæði hvað það varðar og vill meina að læknirinn hafi stundað umfangsmikil viðskipti og að auki setið kynningarfund um útgáfu skuldabréfsins, því hafi bankanum ekki láðst að upplýsa hann um stöðu mála. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað Glitni í hag en nú snýr Hæstiréttur þeim dómi. Er Glitni því gert að greiða lækninum tæplega tólf og hálfa milljón króna í skaðabætur. Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Hæstiréttur Íslands féllst á skaðabótakröfu heimilislæknis frá Garðabæ gegn Glitni en hann keypti skuldabréf útgefið af Latabæ árið 2006 fyrir tvö hundruð þúsund Bandaríkjadali. Hann tapaði peningunum að lokum þegar Latibær leitaði nauðarsamninga árið 2011. Læknirinn taldi tjón sitt stafa af því að hann hafi, vegna vanrækslu Glitnis á upplýsingaskyldu sinni, keypt umrætt skuldabréf án þess að honum hefði verið kunnugt um þá áhættu, sem í því fólst. Komið hafi í ljós að Latibær gat ekki staðið við skuldbindingar sínar og það leitt til þess tjóns, sem læknirinn krafðist bóta fyrir. Auk þess hafi Glitnir vanrækt að upplýsa um tengsl sín við Latabæ og hagsmuni af skuldabréfaútboðinu sem læknirinn tók þátt í. Bankinn leit raunar svo á að læknirinn væri fagfjárfestir, enda hafði hann verið í viðskiptum við bankann frá 2001 og oft stundað verðbréfaviðskipti. Á það fellst Hæstiréttur ekki, en Benedikt Bogason hæstaréttardómari skilar inn sérákvæði hvað það varðar og vill meina að læknirinn hafi stundað umfangsmikil viðskipti og að auki setið kynningarfund um útgáfu skuldabréfsins, því hafi bankanum ekki láðst að upplýsa hann um stöðu mála. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað Glitni í hag en nú snýr Hæstiréttur þeim dómi. Er Glitni því gert að greiða lækninum tæplega tólf og hálfa milljón króna í skaðabætur.
Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira