Árni og Heimir fengu tæplega 252 milljónir fyrir störf sín Magnús Halldórsson skrifar 24. september 2012 20:56 Árni Tómasson, fyrrverandi formaður skilanefndar Glitnis. Árni Tómasson, sem var formaður skilanefndar Glitnis þangað til hún var aflögð um síðustu áramót, og Heimir Haraldsson, sem sæti átti í skilanefndinni, hafa fengið samtals greiddar tæplega 252 milljónir króna frá þrotabúi Glitnis vegna starfa sinna fyrir skilanefndina. Þetta kemur fram í gögnum sem tekin voru saman um launakostnað þrotabús Glitnis, að beiðni Gildis lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, en fréttastofa hefur þau undir höndum. Stjórnir lífeyrissjóðanna hafa það til skoðunar að fara með það álitamál fyrir dómstóla, hvort launakostnaður hjá þrotabúi Glitnis hafi verið, og sé, óeðlilega hár. Samkvæmt heimildum fréttastofu er megn óánægja hjá stjórnum lífeyrissjóðanna með mikinn launakostnað, einkum hjá Páli Eiríkssyni og Steinunni Guðbjartsdóttur, sem sitja í slitastjórninni. Félag Árna, AT ráðgjöf ehf., fékk greiddar 37,5 milljónir króna árið 2009, eða sem nemur 3,1 milljón á mánuði. Árið 2010 fékk félagið greiðslur upp á 43,6 milljónir, eða sem nemur um 3,6 milljónum króna á mánuði, og árið 2011 fékk félagið greiðslur upp á 42,2 milljónir, eða sem nemur 3,5 milljónum króna á mánuði. Félag Heimis Haraldssonar, Safn ehf., fékk árið 2009 greiddar 33,6 milljónir króna, eða sem nemur 2,8 milljónum króna á mánuði. Árið 2010 fékk félagið 42,5 milljónir króna, eða sem nemur 3,5 milljónum króna á mánuði, og árið 2011 fékk félagið 52,2 milljónir króna, eða sem nemur 4,35 milljónum króna á mánuði. Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld fengu lögmennirnir Páll Eiríksson og Steinunn Guðbjartsdóttir, sem sitja í slitastjórn Glitnis eins og áður sagði, tæplega 200 milljónir (183 m.) greiddar frá þrotabúi Glitnis í fyrra. Greiðslurnar fóru til félaga þeirra. Árin 2009 og 2010 fóru greiðslur frá þrotabúinu til Lögfræðiráðgjafar PE slf. og Lögmannsstofu SG ehf., en árin 2010 og 2011 ti Borgarlögmanna sf. PE og Borgarlögmanna sf. SG. Til viðbótar við ríflega 183 milljóna greiðslur í fyrra kemur síðan útseld vinna fimm löglærðra fulltrúa, en samtals voru greiddar 105,7 milljónir króna til félaga Páls og Steinunnar vegna vinnu þeirra í fyrra. Samtals gera þetta um 290 milljónir króna. Samanlagt hefur þrotabú Glitnis greitt 287,7 milljónir króna til félaga Páls og Steinunnar, vegna vinnu fulltrúa á þeirra vegum, fyrir þrotabúið. Það sem af er þessu ári hafa þessar greiðslur numið 95,4 milljónum króna, vegna vinnu fulltrúa á þeirra vegum. Samtals eru það fjögur og hálft stöðugildi, að því er segir í gögnunum. Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Árni Tómasson, sem var formaður skilanefndar Glitnis þangað til hún var aflögð um síðustu áramót, og Heimir Haraldsson, sem sæti átti í skilanefndinni, hafa fengið samtals greiddar tæplega 252 milljónir króna frá þrotabúi Glitnis vegna starfa sinna fyrir skilanefndina. Þetta kemur fram í gögnum sem tekin voru saman um launakostnað þrotabús Glitnis, að beiðni Gildis lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, en fréttastofa hefur þau undir höndum. Stjórnir lífeyrissjóðanna hafa það til skoðunar að fara með það álitamál fyrir dómstóla, hvort launakostnaður hjá þrotabúi Glitnis hafi verið, og sé, óeðlilega hár. Samkvæmt heimildum fréttastofu er megn óánægja hjá stjórnum lífeyrissjóðanna með mikinn launakostnað, einkum hjá Páli Eiríkssyni og Steinunni Guðbjartsdóttur, sem sitja í slitastjórninni. Félag Árna, AT ráðgjöf ehf., fékk greiddar 37,5 milljónir króna árið 2009, eða sem nemur 3,1 milljón á mánuði. Árið 2010 fékk félagið greiðslur upp á 43,6 milljónir, eða sem nemur um 3,6 milljónum króna á mánuði, og árið 2011 fékk félagið greiðslur upp á 42,2 milljónir, eða sem nemur 3,5 milljónum króna á mánuði. Félag Heimis Haraldssonar, Safn ehf., fékk árið 2009 greiddar 33,6 milljónir króna, eða sem nemur 2,8 milljónum króna á mánuði. Árið 2010 fékk félagið 42,5 milljónir króna, eða sem nemur 3,5 milljónum króna á mánuði, og árið 2011 fékk félagið 52,2 milljónir króna, eða sem nemur 4,35 milljónum króna á mánuði. Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld fengu lögmennirnir Páll Eiríksson og Steinunn Guðbjartsdóttir, sem sitja í slitastjórn Glitnis eins og áður sagði, tæplega 200 milljónir (183 m.) greiddar frá þrotabúi Glitnis í fyrra. Greiðslurnar fóru til félaga þeirra. Árin 2009 og 2010 fóru greiðslur frá þrotabúinu til Lögfræðiráðgjafar PE slf. og Lögmannsstofu SG ehf., en árin 2010 og 2011 ti Borgarlögmanna sf. PE og Borgarlögmanna sf. SG. Til viðbótar við ríflega 183 milljóna greiðslur í fyrra kemur síðan útseld vinna fimm löglærðra fulltrúa, en samtals voru greiddar 105,7 milljónir króna til félaga Páls og Steinunnar vegna vinnu þeirra í fyrra. Samtals gera þetta um 290 milljónir króna. Samanlagt hefur þrotabú Glitnis greitt 287,7 milljónir króna til félaga Páls og Steinunnar, vegna vinnu fulltrúa á þeirra vegum, fyrir þrotabúið. Það sem af er þessu ári hafa þessar greiðslur numið 95,4 milljónum króna, vegna vinnu fulltrúa á þeirra vegum. Samtals eru það fjögur og hálft stöðugildi, að því er segir í gögnunum.
Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira