Leiguverðið hækkar mest miðsvæðis Magnús Halldórsson skrifar 22. september 2012 11:28 Leiguverð hefur hækkað umtalsvert að undanförnu en algengt er á þessum árstíma að námsfólk leigi sér húsnæði eða endurnýji leigusamninga. Lögfræðingur Neytendasamtakanna gefur leigutökum og leigusölum einfalt ráð til að koma í veg fyrir vandræði. Það er að hafa allt skriflegt sem samið er um. Grundvallarbreyting hefur orðið á húsnæðismarkaði hér á landi eftir hrun fjármálakerfisins og niðursveiflu fasteignamarkaðarins. Þetta hefur leitt til þess að sífellt fleiri reyna nú að leigja á markaði sem hefur hækkað leigu umtalsvert á skömmum tíma. Á einu ári hefur leiguverð hækkað um ríflega 10 prósent að meðaltali. Mest er hækkunin á vinsælum svæðum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í grennd við Háskóla Íslands, þar sem eftirspurn er umtalsvert meiri en framboðið. Á höfuðborgarsvæðinu er leiguverðið hæst vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi en þar er meðalleiguverðið á stúdíóíbúð tvö þúsund og þrjú hundruð krónur á fermetrann, fyrir tveggja herbergja íbúð tæplega tvö þúsund krónur, fyrir þriggja herbergja íbúð tæplega átján hundruð krónur og fyrir fjögurra til fimm herbergja íbúð tæplega sautján hundruð krónur á fermetrann. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir að auknum umsvifum á leigumarkaði hafi fylgt ýmis vandamál, sem rati inn á borð samtakanna. „Frá því við tókum við þjónustunni hefur þetta aukist töluvert. Við vorum með um þúsund mál allt árið í fyrra. Við gerðum þennan samning við velferðarráðuneytið í maí. Eftir þann tíma komu um 800 mál þar sem eftir var þess árs. Í ár eru þetta orðið um 1100 mál," segir hún. Og þegar komi að leigusamningsgerð sé eitt ráð betra en önnur. „Það sem helst ætti að hafa bakvið eyrað og við erum alltaf að reka okkur á er að hafa samskipti sem mest skrifleg. Fólk er rosalega viðkvæmt fyrir því, vill hafa hlutina á vinalegu nótunum, í símtali eða bara augliti til auglits. Það er bara svo erfitt að sanna hverju maður heldur fram í svoleiðis málum. Svo það er mjög brýnt ef það þarf að koma orðsendingum á milli að hafa það í bréfi eða tölvupósti," segir Hildigunnur. Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Leiguverð hefur hækkað umtalsvert að undanförnu en algengt er á þessum árstíma að námsfólk leigi sér húsnæði eða endurnýji leigusamninga. Lögfræðingur Neytendasamtakanna gefur leigutökum og leigusölum einfalt ráð til að koma í veg fyrir vandræði. Það er að hafa allt skriflegt sem samið er um. Grundvallarbreyting hefur orðið á húsnæðismarkaði hér á landi eftir hrun fjármálakerfisins og niðursveiflu fasteignamarkaðarins. Þetta hefur leitt til þess að sífellt fleiri reyna nú að leigja á markaði sem hefur hækkað leigu umtalsvert á skömmum tíma. Á einu ári hefur leiguverð hækkað um ríflega 10 prósent að meðaltali. Mest er hækkunin á vinsælum svæðum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í grennd við Háskóla Íslands, þar sem eftirspurn er umtalsvert meiri en framboðið. Á höfuðborgarsvæðinu er leiguverðið hæst vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi en þar er meðalleiguverðið á stúdíóíbúð tvö þúsund og þrjú hundruð krónur á fermetrann, fyrir tveggja herbergja íbúð tæplega tvö þúsund krónur, fyrir þriggja herbergja íbúð tæplega átján hundruð krónur og fyrir fjögurra til fimm herbergja íbúð tæplega sautján hundruð krónur á fermetrann. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir að auknum umsvifum á leigumarkaði hafi fylgt ýmis vandamál, sem rati inn á borð samtakanna. „Frá því við tókum við þjónustunni hefur þetta aukist töluvert. Við vorum með um þúsund mál allt árið í fyrra. Við gerðum þennan samning við velferðarráðuneytið í maí. Eftir þann tíma komu um 800 mál þar sem eftir var þess árs. Í ár eru þetta orðið um 1100 mál," segir hún. Og þegar komi að leigusamningsgerð sé eitt ráð betra en önnur. „Það sem helst ætti að hafa bakvið eyrað og við erum alltaf að reka okkur á er að hafa samskipti sem mest skrifleg. Fólk er rosalega viðkvæmt fyrir því, vill hafa hlutina á vinalegu nótunum, í símtali eða bara augliti til auglits. Það er bara svo erfitt að sanna hverju maður heldur fram í svoleiðis málum. Svo það er mjög brýnt ef það þarf að koma orðsendingum á milli að hafa það í bréfi eða tölvupósti," segir Hildigunnur.
Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira