Össur: Evran á bjartari tíð framundan BBI skrifar 20. september 2012 12:29 „Ég er þeirrar skoðunar að nú horfi töluvert betur fyrir framtíð evrunnar en áður," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, á Alþingi í dag. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, velti því upp hvort ekki væri kominn tími til að draga aðildarumsóknina til baka. „Er ekki kominn fullkominn forsendubrestur fyrir því að halda áfram með þessa umsókn? Er ekki rétt að staldra við?" spurði spurði Vigdís. En Össur var ekki beinlínis á þeim buxunum. „Það er allsendis ótímabært að stöðva eða draga umsóknina til baka," sagði Össur. Hann sagði að um þessar mundir væru leiðtogar Evrópuríkja í fyrsta sinn að manna sig upp í að koma Evrunni aftur á kjöl. Össur benti aukinheldur á að í skýrslu Seðlabanka Íslands hefði komið fram að Evran væri álitlegasti kostur Íslendinga ef á annað borð ætti að taka upp erlendan gjaldmiðil hér á landi. „Ef við hættum við umsóknina er verið að svipta Íslendinga þeim möguleika að taka upp Evruna til framtíðar," sagði Össur. Vigdís óttast hins vegar að Evrópusambandið sé smám saman að verða að sambandsríki í stíl við Bandaríkin. Hún benti á fyrirætlanir innan ESB um að taka upp sameiginlegt utanríkisráðuneyti og einn utanríkisráðherra og einnig vangaveltur um að stofna samevrópskan her. Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
„Ég er þeirrar skoðunar að nú horfi töluvert betur fyrir framtíð evrunnar en áður," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, á Alþingi í dag. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, velti því upp hvort ekki væri kominn tími til að draga aðildarumsóknina til baka. „Er ekki kominn fullkominn forsendubrestur fyrir því að halda áfram með þessa umsókn? Er ekki rétt að staldra við?" spurði spurði Vigdís. En Össur var ekki beinlínis á þeim buxunum. „Það er allsendis ótímabært að stöðva eða draga umsóknina til baka," sagði Össur. Hann sagði að um þessar mundir væru leiðtogar Evrópuríkja í fyrsta sinn að manna sig upp í að koma Evrunni aftur á kjöl. Össur benti aukinheldur á að í skýrslu Seðlabanka Íslands hefði komið fram að Evran væri álitlegasti kostur Íslendinga ef á annað borð ætti að taka upp erlendan gjaldmiðil hér á landi. „Ef við hættum við umsóknina er verið að svipta Íslendinga þeim möguleika að taka upp Evruna til framtíðar," sagði Össur. Vigdís óttast hins vegar að Evrópusambandið sé smám saman að verða að sambandsríki í stíl við Bandaríkin. Hún benti á fyrirætlanir innan ESB um að taka upp sameiginlegt utanríkisráðuneyti og einn utanríkisráðherra og einnig vangaveltur um að stofna samevrópskan her.
Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira