Þingmenn Samfylkingar: Evran yrði farsælust fyrir þjóðina BBI skrifar 20. september 2012 12:09 Alþingismenn ræddu nýbirta skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum á þingi í morgun. Skýrslan bendir til þess að þjóðin eigi aðeins tvo raunhæfa kosti, að nota áfram íslensku krónuna eða taka upp Evru. Þingmenn Samfylkingarinnar sammæltust um að upptaka Evru yrði farsælli fyrir þjóðina. „Íslenska efnahagshrunið var öðrum þræði hrun gjaldmiðils," sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og taldi skyldu Alþingis að tryggja landinu traustari gjaldmiðil til framtíðar. Og Helgi horfir hýrum augum til Evrunnar. „Þetta er svona. Takist að leysa úr skuldavanda Suður-Evrópu er Evran líklegust til að hjálpa okkur Íslendingum við að losna úr höftum, draga úr sveiflum, lækka verðbólgu og auka útflutningstekjur," sagði Helgi. „Það er algjört ábyrgðarleysi að vilja hætta viðræðum um þau brýnu hagsmunamál Íslendinga við Evrópusambandið áður en lyktir eru fengnar í þær viðræður." Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, var sömu skoðunnar. „Virðulegi forseti, það er vissulega mögulegt að lifa áfram með íslensku krónunni en því fylgja miklir gallar," segði Oddný. Tryggi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var hins vegar ekki jafnsannfærður um ágæti Evrunnar. Hann tók að vísu undir að kostir Íslands væru aðeins tveir í raun: að taka upp Evru eða halda í krónuna. Tryggvi taldi hins vegar að með agaðri og endurbættri hagstjórn væri krónan raunhæfur kostur. „Það virðist líka vera orðið morgunljóst að íslenska þjóðin vill ekki ganga í Evrópusambandið og þar af leiðandi þurfum við að beina sjónum að þeim kosti sem stendur til boða og það er að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil, sama hvað hver segir," sagði Tryggvi Þór. Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Alþingismenn ræddu nýbirta skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum á þingi í morgun. Skýrslan bendir til þess að þjóðin eigi aðeins tvo raunhæfa kosti, að nota áfram íslensku krónuna eða taka upp Evru. Þingmenn Samfylkingarinnar sammæltust um að upptaka Evru yrði farsælli fyrir þjóðina. „Íslenska efnahagshrunið var öðrum þræði hrun gjaldmiðils," sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og taldi skyldu Alþingis að tryggja landinu traustari gjaldmiðil til framtíðar. Og Helgi horfir hýrum augum til Evrunnar. „Þetta er svona. Takist að leysa úr skuldavanda Suður-Evrópu er Evran líklegust til að hjálpa okkur Íslendingum við að losna úr höftum, draga úr sveiflum, lækka verðbólgu og auka útflutningstekjur," sagði Helgi. „Það er algjört ábyrgðarleysi að vilja hætta viðræðum um þau brýnu hagsmunamál Íslendinga við Evrópusambandið áður en lyktir eru fengnar í þær viðræður." Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, var sömu skoðunnar. „Virðulegi forseti, það er vissulega mögulegt að lifa áfram með íslensku krónunni en því fylgja miklir gallar," segði Oddný. Tryggi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var hins vegar ekki jafnsannfærður um ágæti Evrunnar. Hann tók að vísu undir að kostir Íslands væru aðeins tveir í raun: að taka upp Evru eða halda í krónuna. Tryggvi taldi hins vegar að með agaðri og endurbættri hagstjórn væri krónan raunhæfur kostur. „Það virðist líka vera orðið morgunljóst að íslenska þjóðin vill ekki ganga í Evrópusambandið og þar af leiðandi þurfum við að beina sjónum að þeim kosti sem stendur til boða og það er að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil, sama hvað hver segir," sagði Tryggvi Þór.
Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira