Íbúðaverð í borginni lækkar en veltan á markaðinum eykst 20. september 2012 07:11 Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,2% í ágúst frá fyrri mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands. Hinsvegar hefur veltan á íbúðamarkaðinum aukist töluvert í sumar miðað við sama tímabil í fyrra. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að lækkunin er tilkomin vegna þess að íbúðir í fjölbýli lækkuðu um 0,8% frá fyrri mánuði, en íbúðir í sérbýli hækkuðu hinsvegar um 1,4% frá fyrri mánuði. Fjölbýlisíbúðir vega mun þyngra í vísitölunni en sérbýli, enda lunginn af fasteignaviðskiptum með íbúðir í fjölbýli. Það sem af er þessu ári hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 3,3% að nafnverði en að teknu tilliti til verðbólgu hefur íbúðaverð nánast staðið í stað að raunverði. Undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð hækkað um 6,7% að nafnverði og 2,4% að raunverði. Fram kemur í Morgunkorninu að á sama tíma og dregur úr hækkunartaktinum er veltan á íbúðamarkaði að aukast jafnt og þétt og sölutími eigna er að styttast. „Yfir sumarmánuðina voru gerðir samtals 1.395 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði og er það aukning um 12% frá sama tíma fyrra árs þegar samningarnir voru 1.246. Það sem af er þessu ári hafa verið gerðir 3.400 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og er það aukning um 17% frá sama tímabili í fyrra," segir í Morgunkorninu. „Á sama tíma er sölutími eigna að styttast, en samkvæmt útreikningum Seðlabankans er meðalsölutími birgða nú kominn niður í 9,9 mánuði. Hér er miðað við þann tíma sem tekur að selja eignir sem auglýstar eru til sölu miðað við veltu viðkomandi mánaðar. Til samanburðar var þessi tími 13,4 mánuðir í apríl síðastliðnum og 23,6 mánuðir í ársbyrjun 2011." Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,2% í ágúst frá fyrri mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands. Hinsvegar hefur veltan á íbúðamarkaðinum aukist töluvert í sumar miðað við sama tímabil í fyrra. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að lækkunin er tilkomin vegna þess að íbúðir í fjölbýli lækkuðu um 0,8% frá fyrri mánuði, en íbúðir í sérbýli hækkuðu hinsvegar um 1,4% frá fyrri mánuði. Fjölbýlisíbúðir vega mun þyngra í vísitölunni en sérbýli, enda lunginn af fasteignaviðskiptum með íbúðir í fjölbýli. Það sem af er þessu ári hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 3,3% að nafnverði en að teknu tilliti til verðbólgu hefur íbúðaverð nánast staðið í stað að raunverði. Undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð hækkað um 6,7% að nafnverði og 2,4% að raunverði. Fram kemur í Morgunkorninu að á sama tíma og dregur úr hækkunartaktinum er veltan á íbúðamarkaði að aukast jafnt og þétt og sölutími eigna er að styttast. „Yfir sumarmánuðina voru gerðir samtals 1.395 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði og er það aukning um 12% frá sama tíma fyrra árs þegar samningarnir voru 1.246. Það sem af er þessu ári hafa verið gerðir 3.400 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og er það aukning um 17% frá sama tímabili í fyrra," segir í Morgunkorninu. „Á sama tíma er sölutími eigna að styttast, en samkvæmt útreikningum Seðlabankans er meðalsölutími birgða nú kominn niður í 9,9 mánuði. Hér er miðað við þann tíma sem tekur að selja eignir sem auglýstar eru til sölu miðað við veltu viðkomandi mánaðar. Til samanburðar var þessi tími 13,4 mánuðir í apríl síðastliðnum og 23,6 mánuðir í ársbyrjun 2011."
Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira