Almenningur hafnar verðtryggingunni Magnús Halldórsson skrifar 8. október 2012 23:23 Nýjar tölur um lán til íbúðakaupa sýna að almenningur hefur hafnað verðtryggingunni nær algjörlega, því langstærstur hluti þeirra er óverðtryggður. Forstjóri Íbúðalánasjóðs segist vonast til þess að sjóðurinn geti byrjað að veita óverðtryggð lán í lok árs. Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaði hér á landi undanfarin misseri. Um 86% af nýjum lánum inn á íbúðamarkað eru nú óverðtryggð. Íbúðalánasjóður hefur til þessa einungis veitt verðtryggð lán en er nú með á teikniborðinu breytingu í þá veru að byrja að veita óverðtryggð lán. Vinna hefur staðið yfir hjá Íbúðalánasjóði undanfarna mánuði, sem miðar að því bjóða upp á óverðtryggð lán. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segist vonast til þess að fólki mun standa til boða að taka óverðtryggð lán hjá sjóðnum, fyrir lok árs. „Eins og staðan er í dag gerum við enn þá ráð fyrir því að þetta verði á þessu ári. Við erum með þessa lánavöru í umsögn hjá eftirlitsaðilum núna. Svo er bara vonandi að fara í loftið með þetta," segir Sigurður. Lántakendur þurfa að huga vel að því hvaða lánaform hentar þeim best, þegar íbúðarkaup eru annars vegar. Til skýringar á mismuninum á óverðtryggum og verðtryggðum lánum, má hugsa sér lántaka sem er að taka lán upp á 20 milljónir til 25 ára. Greiðslubyrðin á óverðtryggða láninu er þung í upphafi, eða 138 þúsund krónur, á meðan greiðslubyrðin á verðtryggða láninu er 103 þúsund. Með tímanum ætti óverðtryggða lánið að lækka, en greiðslubyrðin sveiflast þó með vaxtastiginu, og getur breyst hratt ef vaxtastigið hækkar. Greiðslubyrðin á verðtryggða láninu hækkar smám saman með tímanum, en það hangir þó saman við verðbólguþróun, á hverjum tíma. Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Nýjar tölur um lán til íbúðakaupa sýna að almenningur hefur hafnað verðtryggingunni nær algjörlega, því langstærstur hluti þeirra er óverðtryggður. Forstjóri Íbúðalánasjóðs segist vonast til þess að sjóðurinn geti byrjað að veita óverðtryggð lán í lok árs. Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaði hér á landi undanfarin misseri. Um 86% af nýjum lánum inn á íbúðamarkað eru nú óverðtryggð. Íbúðalánasjóður hefur til þessa einungis veitt verðtryggð lán en er nú með á teikniborðinu breytingu í þá veru að byrja að veita óverðtryggð lán. Vinna hefur staðið yfir hjá Íbúðalánasjóði undanfarna mánuði, sem miðar að því bjóða upp á óverðtryggð lán. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segist vonast til þess að fólki mun standa til boða að taka óverðtryggð lán hjá sjóðnum, fyrir lok árs. „Eins og staðan er í dag gerum við enn þá ráð fyrir því að þetta verði á þessu ári. Við erum með þessa lánavöru í umsögn hjá eftirlitsaðilum núna. Svo er bara vonandi að fara í loftið með þetta," segir Sigurður. Lántakendur þurfa að huga vel að því hvaða lánaform hentar þeim best, þegar íbúðarkaup eru annars vegar. Til skýringar á mismuninum á óverðtryggum og verðtryggðum lánum, má hugsa sér lántaka sem er að taka lán upp á 20 milljónir til 25 ára. Greiðslubyrðin á óverðtryggða láninu er þung í upphafi, eða 138 þúsund krónur, á meðan greiðslubyrðin á verðtryggða láninu er 103 þúsund. Með tímanum ætti óverðtryggða lánið að lækka, en greiðslubyrðin sveiflast þó með vaxtastiginu, og getur breyst hratt ef vaxtastigið hækkar. Greiðslubyrðin á verðtryggða láninu hækkar smám saman með tímanum, en það hangir þó saman við verðbólguþróun, á hverjum tíma.
Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira