Býst við að kvótinn safnist á enn færri hendur Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. október 2012 20:00 Saltfiskur. Útgerðarfyrirtæki fengu sendan til sín fyrsta greiðsluseðilinn vegna sérstaks veiðileyfagjalds núna um mánaðamót. Hann á að greiðast fyrir 15. október. Sama hlutfall er lagt á alla og samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ fá skuldsett félög sem ráða ekki við þennan auka skatt engan afslátt, eins og til stóð í upphafi. Georg Andersen, framkvæmdastjóri hjá útgerðar og fiskvinnslufyrirtækinu Valafell á Snæfellsnesi, segir að mörg fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi hafi alls ekki getu til að greiða veiðileyfagjaldið og sum íhugi að hætta útgerð og selja fyrirtæki sín. „Við erum í saltfiskvinnslu og saltfiskvinnsla er dálítð ríkjandi á Snæfellsnesi eins og á Vestfjörðum. Þetta kemur sérstaklega illa við okkur," segir Georg.Stóru fyrirtækin ráða við skattinn - ekki þau litlu Hann segir að stóru útgerðarfyrirtækin á landinu, eins og Samherji, Grandi, Skinney og fleiri, sem eru í blandaðri vinnslu og útgerð og bæði í botnfisk og uppsjávarfiski muni hugsanlega ráða við skattinn. Fyrirtækin séu við störf allt árið og geti tekið á sig sveiflur. „Þessi fyrirtæki hafa sýnt gríðarlega góða afkomu," segir Georg. Hins vegar sé um að ræða millistór og minni fyrirtæki, sem eru með áherslu á vertíð, og hafi lítið svigrúm fyrir sveiflur. Stjórnvöld noti svo meðaltalshagfræði og rukki alla jafnt. Útkoman sé sú að veiðileyfagjaldið snerti ekki þá sem séu stórir og vel staddir en mjög mikið þá sem eru í minni útgerð. Georg segir að niðurstaðan sé sú að fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi séu líklega með á annan milljarð í veiðileyfagjald. Hjá sér kosti veiðileyfagjaldið jafn mikið og vinnulaunin í vinnsluni á hvert kíló. „Ef við hefðum haft tækifæri á því þá hefðum við frekar kosið að hækka launin, ef það hefði verið svona mikil umframrenta," segir Georg.Gjaldið miðast við stöðu fyrirtækja fyrir tveimur árum „Ég er að heyra i fyrirtækjum á norðanverðu Nesinu sem fá dæmið ekki til að ganga upp og íhuga alvarlega að hætta, bara að selja," segir Georg. Niðurstaðan sé þá sú að það séu bara stærri fyrirtækin sem hafi efni á að leysa til sín kvótann. Hinir stærri verði þá bara enn stærri á meðan lítil fyrirtæki í sjávarplássum týni tölunni. „Þegar þú ert farinn að taka 50-90% af EBITDU af fyrirtækjum, sem ætlaði að nota EBITDU-na til þess að borga vaxtagjöld, afborgarnir, klára gengismun og afskriftir, þá er það bara grunnskólastærðfræði að þetta gengur ekki upp," segir Georg. Loks bendir Georg á að ákvarðanir um veiðileyfagjald séu grundvallaðar á stöðu sjávarútvegarins eins og hann var fyrir einu til tveimur árum. Síðan þá hafi afurðaverð í saltfisk lækkað um 25%, vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði. Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Útgerðarfyrirtæki fengu sendan til sín fyrsta greiðsluseðilinn vegna sérstaks veiðileyfagjalds núna um mánaðamót. Hann á að greiðast fyrir 15. október. Sama hlutfall er lagt á alla og samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ fá skuldsett félög sem ráða ekki við þennan auka skatt engan afslátt, eins og til stóð í upphafi. Georg Andersen, framkvæmdastjóri hjá útgerðar og fiskvinnslufyrirtækinu Valafell á Snæfellsnesi, segir að mörg fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi hafi alls ekki getu til að greiða veiðileyfagjaldið og sum íhugi að hætta útgerð og selja fyrirtæki sín. „Við erum í saltfiskvinnslu og saltfiskvinnsla er dálítð ríkjandi á Snæfellsnesi eins og á Vestfjörðum. Þetta kemur sérstaklega illa við okkur," segir Georg.Stóru fyrirtækin ráða við skattinn - ekki þau litlu Hann segir að stóru útgerðarfyrirtækin á landinu, eins og Samherji, Grandi, Skinney og fleiri, sem eru í blandaðri vinnslu og útgerð og bæði í botnfisk og uppsjávarfiski muni hugsanlega ráða við skattinn. Fyrirtækin séu við störf allt árið og geti tekið á sig sveiflur. „Þessi fyrirtæki hafa sýnt gríðarlega góða afkomu," segir Georg. Hins vegar sé um að ræða millistór og minni fyrirtæki, sem eru með áherslu á vertíð, og hafi lítið svigrúm fyrir sveiflur. Stjórnvöld noti svo meðaltalshagfræði og rukki alla jafnt. Útkoman sé sú að veiðileyfagjaldið snerti ekki þá sem séu stórir og vel staddir en mjög mikið þá sem eru í minni útgerð. Georg segir að niðurstaðan sé sú að fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi séu líklega með á annan milljarð í veiðileyfagjald. Hjá sér kosti veiðileyfagjaldið jafn mikið og vinnulaunin í vinnsluni á hvert kíló. „Ef við hefðum haft tækifæri á því þá hefðum við frekar kosið að hækka launin, ef það hefði verið svona mikil umframrenta," segir Georg.Gjaldið miðast við stöðu fyrirtækja fyrir tveimur árum „Ég er að heyra i fyrirtækjum á norðanverðu Nesinu sem fá dæmið ekki til að ganga upp og íhuga alvarlega að hætta, bara að selja," segir Georg. Niðurstaðan sé þá sú að það séu bara stærri fyrirtækin sem hafi efni á að leysa til sín kvótann. Hinir stærri verði þá bara enn stærri á meðan lítil fyrirtæki í sjávarplássum týni tölunni. „Þegar þú ert farinn að taka 50-90% af EBITDU af fyrirtækjum, sem ætlaði að nota EBITDU-na til þess að borga vaxtagjöld, afborgarnir, klára gengismun og afskriftir, þá er það bara grunnskólastærðfræði að þetta gengur ekki upp," segir Georg. Loks bendir Georg á að ákvarðanir um veiðileyfagjald séu grundvallaðar á stöðu sjávarútvegarins eins og hann var fyrir einu til tveimur árum. Síðan þá hafi afurðaverð í saltfisk lækkað um 25%, vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði.
Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira