Gylfi: Óttast alvarlegar afleiðingar hárra vaxta Magnús Halldórsson skrifar 4. október 2012 12:00 Gylfi Arnbjörnsson. Það verður með öllum ráðum að reyna að lækka vexti og koma þannig betri stoðum undir efnahagslíf landsins, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Hann óttast að Seðlabankinn muni hækka vexti á næstunni, og að það muni hafa slæm áhrif fyrir hagkerfið. Seðlabanki Íslands ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum, í 5,75 prósentum, en flestar spár höfðu gert ráð fyrir hækkun vaxta upp í sex prósent. Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar Seðlabankans segir þó að miðað við óbreyttar forsendur verðbólgu og framvindu efnahagsmála, megi búast við því vextir þurfi að hækka. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, óttast að frekari hækkun vaxta muni valda óþarfa erfiðleikum hér á landi. Mikilvægt sé að ná niður vöxtum. „Ég hef enga trú á því að það muni færa okkar efnahagskerfi að einhverjum stöðugleika, að gera það á grundvelli vaxtahækkana. Ég hef enga trú á því, og tel að sú stefna hafi komið þessari þjóð í ógöngur á árunum 2004 til 2008." Gylfi segir enn fremur að það þurfi að leggjast yfir stöðu gengismála, og jafnvel taka upp fastgengisstefnu, í samvinnu við Nágrannaþjóðir og Evrópusambandið. „Gengið er örlagavaldur verðbólgu, og ég hefði viljað sjá frekar fastgengisstefnu til þess að ná tökum á genginu. Á þeim grundvelli yrði hægt að lækka vexti, komið hagkerfinu betur af stað og þannig yrði líka meira jafnvægi á milli einstakra greina atvinnulífisins." Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Það verður með öllum ráðum að reyna að lækka vexti og koma þannig betri stoðum undir efnahagslíf landsins, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Hann óttast að Seðlabankinn muni hækka vexti á næstunni, og að það muni hafa slæm áhrif fyrir hagkerfið. Seðlabanki Íslands ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum, í 5,75 prósentum, en flestar spár höfðu gert ráð fyrir hækkun vaxta upp í sex prósent. Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar Seðlabankans segir þó að miðað við óbreyttar forsendur verðbólgu og framvindu efnahagsmála, megi búast við því vextir þurfi að hækka. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, óttast að frekari hækkun vaxta muni valda óþarfa erfiðleikum hér á landi. Mikilvægt sé að ná niður vöxtum. „Ég hef enga trú á því að það muni færa okkar efnahagskerfi að einhverjum stöðugleika, að gera það á grundvelli vaxtahækkana. Ég hef enga trú á því, og tel að sú stefna hafi komið þessari þjóð í ógöngur á árunum 2004 til 2008." Gylfi segir enn fremur að það þurfi að leggjast yfir stöðu gengismála, og jafnvel taka upp fastgengisstefnu, í samvinnu við Nágrannaþjóðir og Evrópusambandið. „Gengið er örlagavaldur verðbólgu, og ég hefði viljað sjá frekar fastgengisstefnu til þess að ná tökum á genginu. Á þeim grundvelli yrði hægt að lækka vexti, komið hagkerfinu betur af stað og þannig yrði líka meira jafnvægi á milli einstakra greina atvinnulífisins."
Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira