Á mánudag verður frumflutt lagið Guðdómleg sem popparinn Friðrik Dór gerði í samstarfi við Ólaf Arnalds og Janus Rasmussen úr hljómsveitinni Bloodgroup.
Lagið verður á annarri plötu Friðriks Dórs, Vélrænn, sem kemur í verslanir í október. Fyrsta plata kappans, Allt sem þú átt, kom út árið 2010 og seldist í um 2.600 eintökum.
Guðdómleg frumflutt

Mest lesið







Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari
Bíó og sjónvarp


Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga
Lífið samstarf
