Sigurjón fékk einkalífeyrissjóðinn fluttan í MP banka Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. október 2012 18:30 Sigurjón Þ. Árnason. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur náð sátt við Landsbankann vegna einkalífeyrissjóðs, sem hann stofnaði fyrir hrun, og flutt vörslu sjóðsins til MP banka. Meðal eigna lífeyrissjóðsins eru skuldabréf í rússneska olíurisanum Gazprom. Sigurjón Þ. Árnason stofnaði sinn eigin lífeyrissjóð skömmu á vordögum 2008, nokkrum mánuðum fyrir bankahrunið. Öll lífeyrisréttindi Sigurjónssem áður höfðu verið í Íslenska lífeyrissjóðnum, voru flutt í einkalífeyrissjóð hans í apríl 2008 í vörslu Landsbankans. Eftir hrun vildi bankinn slíta lífeyrisjóðnum að kröfu Fjármálaeftirlitsins en Sigurjón hefur nú náð sátt við bankann og FME og flutt sjóðinn í vörslu MP banka. Í hnotskurn snýst málið um að Landsbankinn vildi leysa sparnaðinn upp, að kröfu Fjármálaeftirlitsins, sem taldi fyrirkomulagið ganga í berhögg við lög. Það sem vakti fyrst athygli eftirlitsaðila voru lánveitingar sem lífeyrissjóður Sigurjóns veitti honum sjálfum með tveimur veðskuldabréfum sem tryggð voru í húsinu hans, samtals upp á 70 milljónir króna, í nóvember 2008. Þegar Landsbankinn reyndi að slíta lífeyrissjóðnum höfðaði Sigurjón mál á hendur bankanum til viðurkenningar á lögmæti sjóðsins og krafðist jafnframt afhendingar á sparnaðinum. Það mál tapaðist í Héraðsdómi Reykjavíkur og var áfrýjað. Sigurjón felldi málið hins vegar niður áður en málið kom til kasta Hæstaréttar vegna áðurnefndrar sáttar sem hann náði við Landsbankann og FME. Sáttin fólst í því að hann fékk lífeyrissjóðinn fluttan í vörslu MP banka í annars konar sparnarleið sem FME gat sætt sig við. Fram kom við aðalmeðferð í máli Sigurjóns á hendur Landsbankanum fyrr á þessu ári að Sigurjón hefði breytt samsetningu sjóðsins og keypt skuldabréf í erlendri mynt, aðallega evrum, í rússneska olíurisanum Gazprom og orkufyrirtækinu TAQA frá Abú Dabí í ágúst 2008 og þannig losað sig við lífeyrissparnað í krónum, rétt fyrir hrun. Þá fékk hann um svipað leyti 200 milljónir króna frá Landsbankanum sem hann setti beint í lífeyrissjóðinn, en um var að ræða áunnin samningsbundin réttindi. Í september í fyrra var jafnvirði 566 milljóna króna í lífeyrissjóðnum, að því er fram kom við aðalmeðferð máls hans á hendur Landsbankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lífeyrissjóðurinn fluttur í vörslu MP banka án þess að breytingar yrðu á samsetningu eigna sjóðsins. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur náð sátt við Landsbankann vegna einkalífeyrissjóðs, sem hann stofnaði fyrir hrun, og flutt vörslu sjóðsins til MP banka. Meðal eigna lífeyrissjóðsins eru skuldabréf í rússneska olíurisanum Gazprom. Sigurjón Þ. Árnason stofnaði sinn eigin lífeyrissjóð skömmu á vordögum 2008, nokkrum mánuðum fyrir bankahrunið. Öll lífeyrisréttindi Sigurjónssem áður höfðu verið í Íslenska lífeyrissjóðnum, voru flutt í einkalífeyrissjóð hans í apríl 2008 í vörslu Landsbankans. Eftir hrun vildi bankinn slíta lífeyrisjóðnum að kröfu Fjármálaeftirlitsins en Sigurjón hefur nú náð sátt við bankann og FME og flutt sjóðinn í vörslu MP banka. Í hnotskurn snýst málið um að Landsbankinn vildi leysa sparnaðinn upp, að kröfu Fjármálaeftirlitsins, sem taldi fyrirkomulagið ganga í berhögg við lög. Það sem vakti fyrst athygli eftirlitsaðila voru lánveitingar sem lífeyrissjóður Sigurjóns veitti honum sjálfum með tveimur veðskuldabréfum sem tryggð voru í húsinu hans, samtals upp á 70 milljónir króna, í nóvember 2008. Þegar Landsbankinn reyndi að slíta lífeyrissjóðnum höfðaði Sigurjón mál á hendur bankanum til viðurkenningar á lögmæti sjóðsins og krafðist jafnframt afhendingar á sparnaðinum. Það mál tapaðist í Héraðsdómi Reykjavíkur og var áfrýjað. Sigurjón felldi málið hins vegar niður áður en málið kom til kasta Hæstaréttar vegna áðurnefndrar sáttar sem hann náði við Landsbankann og FME. Sáttin fólst í því að hann fékk lífeyrissjóðinn fluttan í vörslu MP banka í annars konar sparnarleið sem FME gat sætt sig við. Fram kom við aðalmeðferð í máli Sigurjóns á hendur Landsbankanum fyrr á þessu ári að Sigurjón hefði breytt samsetningu sjóðsins og keypt skuldabréf í erlendri mynt, aðallega evrum, í rússneska olíurisanum Gazprom og orkufyrirtækinu TAQA frá Abú Dabí í ágúst 2008 og þannig losað sig við lífeyrissparnað í krónum, rétt fyrir hrun. Þá fékk hann um svipað leyti 200 milljónir króna frá Landsbankanum sem hann setti beint í lífeyrissjóðinn, en um var að ræða áunnin samningsbundin réttindi. Í september í fyrra var jafnvirði 566 milljóna króna í lífeyrissjóðnum, að því er fram kom við aðalmeðferð máls hans á hendur Landsbankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lífeyrissjóðurinn fluttur í vörslu MP banka án þess að breytingar yrðu á samsetningu eigna sjóðsins. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira