Peningastefnunefnd klofnaði við vaxtaákvörðun 18. október 2012 07:42 Peningastefnunefnd klofnaði á afstöðu sinni við síðustu stýrivaxtaákvörðun sína. Þrír nefndarmanna vildu halda vöxtunum óbreyttum í 5,75% en tveir þeirra vildu hækka vextina um 0,25 prósentur. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem birt hefur verið á vefsíðu Seðlabankans. Þar kemur fram að þeir sem studdu tillögu seðlabankastjóra um óbreytta vexti töldu vaxtahækkun ekki tímabæra að sinni. Þeir sem vildu hækka vextina sögðu að annars væri hætta á að peningastefnan myndi bregðast of seint við verðbólguþrýstingi. „Þrír nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra um óbreytta vexti. Töldu þeir hækkun vaxta ekki tímabæra að þessu sinni í ljósi vísbendinga um veikari vöxt innlendrar eftirspurnar en áður var reiknað með, hægs bata á vinnumarkaði, minni verðbólgu og snarprar aukningar aðhaldsstigs peningastefnunnar á undanförnum mánuðum," segir í fundargerðinni. „Gengi krónunnar hefði að vísu veikst en það kæmi í framhaldi af hækkun á sumarmánuðum og óvissa væri um framhaldið. Þá taldi einn þeirra sem studdu tillögu seðlabankastjóra að of skörp vaxtahækkun hefði neikvæð framboðsáhrif sem kæmi m.a. fram í auknum föstum kostnaði fyrirtækja. Tveir nefndarmenn greiddu atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra og vildu að vextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Töldu þeir hættu á að veikara gengi krónunnar yki launaþrýsting í útflutnings- og samkeppnisgreinum og þar með hættu á annarrar umferðar áhrifum á verðbólgu, þrátt fyrir að vísbendingar væru um hægari vöxt eftirspurnar. Verðbólga væri enn mikil og langtímaverðbólguvæntingar hefðu lítið breyst þrátt fyrir hagfelldari þróun verðbólgunnar að undanförnu. Æskilegt væri að halda áfram að draga úr slaka peningastefnunnar, því að ella væri hætta á að peningastefnan bregðist of seint við verðbólguþrýstingi." Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Peningastefnunefnd klofnaði á afstöðu sinni við síðustu stýrivaxtaákvörðun sína. Þrír nefndarmanna vildu halda vöxtunum óbreyttum í 5,75% en tveir þeirra vildu hækka vextina um 0,25 prósentur. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem birt hefur verið á vefsíðu Seðlabankans. Þar kemur fram að þeir sem studdu tillögu seðlabankastjóra um óbreytta vexti töldu vaxtahækkun ekki tímabæra að sinni. Þeir sem vildu hækka vextina sögðu að annars væri hætta á að peningastefnan myndi bregðast of seint við verðbólguþrýstingi. „Þrír nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra um óbreytta vexti. Töldu þeir hækkun vaxta ekki tímabæra að þessu sinni í ljósi vísbendinga um veikari vöxt innlendrar eftirspurnar en áður var reiknað með, hægs bata á vinnumarkaði, minni verðbólgu og snarprar aukningar aðhaldsstigs peningastefnunnar á undanförnum mánuðum," segir í fundargerðinni. „Gengi krónunnar hefði að vísu veikst en það kæmi í framhaldi af hækkun á sumarmánuðum og óvissa væri um framhaldið. Þá taldi einn þeirra sem studdu tillögu seðlabankastjóra að of skörp vaxtahækkun hefði neikvæð framboðsáhrif sem kæmi m.a. fram í auknum föstum kostnaði fyrirtækja. Tveir nefndarmenn greiddu atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra og vildu að vextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Töldu þeir hættu á að veikara gengi krónunnar yki launaþrýsting í útflutnings- og samkeppnisgreinum og þar með hættu á annarrar umferðar áhrifum á verðbólgu, þrátt fyrir að vísbendingar væru um hægari vöxt eftirspurnar. Verðbólga væri enn mikil og langtímaverðbólguvæntingar hefðu lítið breyst þrátt fyrir hagfelldari þróun verðbólgunnar að undanförnu. Æskilegt væri að halda áfram að draga úr slaka peningastefnunnar, því að ella væri hætta á að peningastefnan bregðist of seint við verðbólguþrýstingi."
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira