Forseti ASÍ - Höfum hvorki efni á að kaupa íbúðir né leigja Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. október 2012 14:05 Gylfi Arnbjörnsson á þingi ASÍ í morgun. Mynd/ Anton. Meðalfjölskylda hefur ekki lengur efni á því að búa í venjulegri meðalíbúð, sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, við setningu á ASÍ þingi í morgun. „Og þá skiptir engu máli hvort hún leigir hana eða kaupir. Íbúðalánasjóður er í miklum fjárhagsvanda og hefur skákað sig út af húsnæðismarkaðinum með kröfu um meira en 30% álag á þá vexti sem hann fær á markaði - sem þýðir ekkert annað en álag á ungar fjölskyldur sem eru að reyna að koma yfir sig þaki. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við þessu þurfi að bregðast, bæði til skemmri og lengri tíma litið," sagði Gylfi. „Margir hafa einblínt á það, að með því að afnema verðtryggingu muni hagsmunir venjulegs meðaltekju fólks verða tryggðir. Ég er ekki sammála því, málið er miklu flóknara en svo að það verði leyst á einfaldan hátt, en geri mér jafnframt ljósa grein fyrir því að það hefur vakið mikla reiði og gremju í minn garð og okkar hreyfingar. Það er auðvitað miður, og við því verðum við að bregðast með raunhæfum tillögum um nýtt fyrirkomulag húsnæðislána sem tryggir okkar fólki bæði lægri vexti og meiri stöðugleika í greiðslubyrði en nú er," segir Gylfi. Gylfi segir staðreyndina vera þá að vandinn liggi í mikilli verðbólgu og háum vöxtum en ekki verðtryggingunni sem slíkri. Því hljóti það að vera eitt af forgangsverkefnum að móta skýra sín og kröfur um hvernig íslenskt samfélag geti losað sig út úr vítahring verðbólgu og hárra vaxta þannig að íslenskt launafólk fái notið sambærilegra kjara og í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við. Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Meðalfjölskylda hefur ekki lengur efni á því að búa í venjulegri meðalíbúð, sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, við setningu á ASÍ þingi í morgun. „Og þá skiptir engu máli hvort hún leigir hana eða kaupir. Íbúðalánasjóður er í miklum fjárhagsvanda og hefur skákað sig út af húsnæðismarkaðinum með kröfu um meira en 30% álag á þá vexti sem hann fær á markaði - sem þýðir ekkert annað en álag á ungar fjölskyldur sem eru að reyna að koma yfir sig þaki. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við þessu þurfi að bregðast, bæði til skemmri og lengri tíma litið," sagði Gylfi. „Margir hafa einblínt á það, að með því að afnema verðtryggingu muni hagsmunir venjulegs meðaltekju fólks verða tryggðir. Ég er ekki sammála því, málið er miklu flóknara en svo að það verði leyst á einfaldan hátt, en geri mér jafnframt ljósa grein fyrir því að það hefur vakið mikla reiði og gremju í minn garð og okkar hreyfingar. Það er auðvitað miður, og við því verðum við að bregðast með raunhæfum tillögum um nýtt fyrirkomulag húsnæðislána sem tryggir okkar fólki bæði lægri vexti og meiri stöðugleika í greiðslubyrði en nú er," segir Gylfi. Gylfi segir staðreyndina vera þá að vandinn liggi í mikilli verðbólgu og háum vöxtum en ekki verðtryggingunni sem slíkri. Því hljóti það að vera eitt af forgangsverkefnum að móta skýra sín og kröfur um hvernig íslenskt samfélag geti losað sig út úr vítahring verðbólgu og hárra vaxta þannig að íslenskt launafólk fái notið sambærilegra kjara og í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við.
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira