Mörg hundruð milljarðar renna í vasa kröfuhafa Magnús Halldórsson skrifar 16. október 2012 18:30 Búist er við því að kröfuhafar Glitnis og Kaupþings muni samþykkja nauðsamninga á næstu vikum, en umfang þeirra er með öllu fordæmalaust í ljósi stærðar þrotabúanna í samaburði við Ísland. Stjórnvöld, Seðlabankinn og FME fylgjast náið með gangi mála, en erlendir kröfuhafar munu fá hundruð milljarða greiðslur í sinn hlut við samþykkt samninga. Slitastjórnir Glitnis og Kaupþings hafa unnið að gerð nauðasamnings undanfarna mánuði, í samráði við kröfuhafa. Samkvæmt heimildum fréttastofu er vinna við þá langt komin, og vonast fulltrúar stærstu erlendu kröfuhafa bankanna, til þess að geta fengið greiðslur úr þrotabúunum í byrjun næsta árs, en þá verður búið að gera upp forgangskröfur að fullu. Eignir þrotabúanna eru tröllvaxnar í íslensku samhengi, en heildarvirði eigna Glitnis (861 milljarður) og Kaupþings (862 milljarðar) nemur 1.723 milljörðum króna, sem er hærri upphæð en sem nemur árlegri landsframleiðslu Íslands (1.620 milljarðar). Stærstu kröfuhafarnir í bú Glitnis og Kaupþings, sem eiga almennar kröfur, eru erlendir skuldabréfa- og vogunarsjóðir. Fulltrúar þeirra, þar helst lögmenn frá Bandaríkjunum og Bretlandi, hafa á undanförnum vikum og mánuðum fundað reglulega með fulltrúum stjórnvalda og eftirlitsstofnanna vegna fyrirhugaðra nauðasamninga, enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir alla sem að þeim koma. Helst er það aðferðafræðin sem skiptir sköpum, ekki síst til þess að tryggja að útgreiðslur til erlendra kröfuhafa ógni ekki fjármálastöðugleika hér á landi.Samkvæmt heimildum fréttastofu er litið svo á að útgreiðsla á haldbæru reiðufé þrotabúanna í erlendri mynt muni ekki ógna stöðugleika hér á landi, þar sem féð er vistað á erlendum reikningum og þarf ekki að fara í gegnum íslenskan gjaldeyrismarkað, eins og margir hafa raunar gefið í skyn, en slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir gengi krónunnar og þar með íslenskt efnahagslíf. Þrotabú Glitnis á nú 322 milljarða króna í erlendri mynt, tæplega 30 í íslenskum krónum, eða samtals 352 milljarða króna í reiðufé. Þrotabú Kaupþings á 353 milljarða króna í erlendri mynt, ríflega 19 milljarða í krónum eða samtals 372 milljarða króna. Samtals er reiðufé, sem greitt verður til kröfuhafa eftir samþykkta nauðasamninga, því 725 milljarðar króna, miðað síðustu birtu upplýsingar hjá þrotabúunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu reikna erlendu kröfuhafarnir með því að 5 til 7 ár muni taka að hámarka virði eigna sem eftir standa, en að loknum nauðasamningum munu sérstök félög starf við umsýslu þeirra. En á meðal eigna eru bæði Arion banki og Íslandsbanki Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Búist er við því að kröfuhafar Glitnis og Kaupþings muni samþykkja nauðsamninga á næstu vikum, en umfang þeirra er með öllu fordæmalaust í ljósi stærðar þrotabúanna í samaburði við Ísland. Stjórnvöld, Seðlabankinn og FME fylgjast náið með gangi mála, en erlendir kröfuhafar munu fá hundruð milljarða greiðslur í sinn hlut við samþykkt samninga. Slitastjórnir Glitnis og Kaupþings hafa unnið að gerð nauðasamnings undanfarna mánuði, í samráði við kröfuhafa. Samkvæmt heimildum fréttastofu er vinna við þá langt komin, og vonast fulltrúar stærstu erlendu kröfuhafa bankanna, til þess að geta fengið greiðslur úr þrotabúunum í byrjun næsta árs, en þá verður búið að gera upp forgangskröfur að fullu. Eignir þrotabúanna eru tröllvaxnar í íslensku samhengi, en heildarvirði eigna Glitnis (861 milljarður) og Kaupþings (862 milljarðar) nemur 1.723 milljörðum króna, sem er hærri upphæð en sem nemur árlegri landsframleiðslu Íslands (1.620 milljarðar). Stærstu kröfuhafarnir í bú Glitnis og Kaupþings, sem eiga almennar kröfur, eru erlendir skuldabréfa- og vogunarsjóðir. Fulltrúar þeirra, þar helst lögmenn frá Bandaríkjunum og Bretlandi, hafa á undanförnum vikum og mánuðum fundað reglulega með fulltrúum stjórnvalda og eftirlitsstofnanna vegna fyrirhugaðra nauðasamninga, enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir alla sem að þeim koma. Helst er það aðferðafræðin sem skiptir sköpum, ekki síst til þess að tryggja að útgreiðslur til erlendra kröfuhafa ógni ekki fjármálastöðugleika hér á landi.Samkvæmt heimildum fréttastofu er litið svo á að útgreiðsla á haldbæru reiðufé þrotabúanna í erlendri mynt muni ekki ógna stöðugleika hér á landi, þar sem féð er vistað á erlendum reikningum og þarf ekki að fara í gegnum íslenskan gjaldeyrismarkað, eins og margir hafa raunar gefið í skyn, en slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir gengi krónunnar og þar með íslenskt efnahagslíf. Þrotabú Glitnis á nú 322 milljarða króna í erlendri mynt, tæplega 30 í íslenskum krónum, eða samtals 352 milljarða króna í reiðufé. Þrotabú Kaupþings á 353 milljarða króna í erlendri mynt, ríflega 19 milljarða í krónum eða samtals 372 milljarða króna. Samtals er reiðufé, sem greitt verður til kröfuhafa eftir samþykkta nauðasamninga, því 725 milljarðar króna, miðað síðustu birtu upplýsingar hjá þrotabúunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu reikna erlendu kröfuhafarnir með því að 5 til 7 ár muni taka að hámarka virði eigna sem eftir standa, en að loknum nauðasamningum munu sérstök félög starf við umsýslu þeirra. En á meðal eigna eru bæði Arion banki og Íslandsbanki
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira