Stjórnarformaður Orkuveitunnar vill kanna Ölfussamning betur Karen Kjartansdóttir skrifar 13. október 2012 18:40 Haraldur Flosi. Fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og forstjóri fyrirtækisins kunna að hafa farið út fyrir umboð sitt þegar þeir gerðu samninga um peningagreiðslur til Ölfuss vegna Hellisheiðarvirkjunar. Málið þarfnast frekari skoðunar að mati núverandi stjórnarformanns. Árið 2006 gerði Orkuveita Reykjavíkur samning við sveitarfélagið Ölfus vegna virkjana á Hellisheiði. Hann fól meðal annars í sér rúmlega 52 milljón króna greiðslu Orkuveitunnar til þáverandi bæjarstjórnar og bæjarstjóra Ölfus vegna aukinna umsvifa og álags. Úttektarnefnd um Orkuveituna sem kynnti niðurstöður sínar telur að þessir samningar um greiðslur vegna óskilgreindra verkefna þarfnist frekari skoðunar. Þá fékk sveitarfélagið 75 milljónir greiddar vegna uppgræðslustarfa vegna rasks. Þessar 75 milljónir eru í Uppgræðslusjóði Ölfuss en síðar var ákveðið að vextir af þeim fjármunum yrðu nýttir til fjölbreyttra uppgræðsluverkefna en ekki aðeins vegna rasks við virkjunina. Einnig stóð til að Orkuveita Reykjavíkur myndi greiða ýmsan kostnað í Ölfusi svo sem veglýsingu og lagningu ljósleiðara inn á heimili í sveitarfélaginu. En Orkuveitan hefur ekki staðið við þann hluta samningsins. Reyndar mun sveitarfélagið hafa leitað óformlega eftir því að Orkuveitan stæði við allan samninginn en Haraldur Flosi Tryggvason, núverandi stjórnarformaður mun hafa svarað því þannig til að partíið væri búið, samningurinn yrði ekki fullefndur. Er þetta rétt eftir þér haft? „Ég man nú ekki nákvæmlega orðalagið, kannski var þetta svona, en efnislega þá er það rétt að ég hef lýst þeirri afstöðu minni að þessi samningur verði ekki efndur að fullu að óathuguðu máli að minnsta kosti. Hugsanlega eiga þeir lögformlegan rétt á því að þetta verði gert," segir Haraldur Flosi. En er hugsanlegt að fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar og forstjóri hafi farið út fyrir umboð sitt með þessum samning? „Það gæti verið, það þarfnast ferkari skoðunar," segir Haraldur. Spurður hvort þetta gæti verið ólögmætur samningur svarar Haraldur: „Það gæti verið flókin staða sem skapast við það já." Hann segir að ef samningurinn reynist löglegur þurfi Orkuveitan að efna hann. Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og forstjóri fyrirtækisins kunna að hafa farið út fyrir umboð sitt þegar þeir gerðu samninga um peningagreiðslur til Ölfuss vegna Hellisheiðarvirkjunar. Málið þarfnast frekari skoðunar að mati núverandi stjórnarformanns. Árið 2006 gerði Orkuveita Reykjavíkur samning við sveitarfélagið Ölfus vegna virkjana á Hellisheiði. Hann fól meðal annars í sér rúmlega 52 milljón króna greiðslu Orkuveitunnar til þáverandi bæjarstjórnar og bæjarstjóra Ölfus vegna aukinna umsvifa og álags. Úttektarnefnd um Orkuveituna sem kynnti niðurstöður sínar telur að þessir samningar um greiðslur vegna óskilgreindra verkefna þarfnist frekari skoðunar. Þá fékk sveitarfélagið 75 milljónir greiddar vegna uppgræðslustarfa vegna rasks. Þessar 75 milljónir eru í Uppgræðslusjóði Ölfuss en síðar var ákveðið að vextir af þeim fjármunum yrðu nýttir til fjölbreyttra uppgræðsluverkefna en ekki aðeins vegna rasks við virkjunina. Einnig stóð til að Orkuveita Reykjavíkur myndi greiða ýmsan kostnað í Ölfusi svo sem veglýsingu og lagningu ljósleiðara inn á heimili í sveitarfélaginu. En Orkuveitan hefur ekki staðið við þann hluta samningsins. Reyndar mun sveitarfélagið hafa leitað óformlega eftir því að Orkuveitan stæði við allan samninginn en Haraldur Flosi Tryggvason, núverandi stjórnarformaður mun hafa svarað því þannig til að partíið væri búið, samningurinn yrði ekki fullefndur. Er þetta rétt eftir þér haft? „Ég man nú ekki nákvæmlega orðalagið, kannski var þetta svona, en efnislega þá er það rétt að ég hef lýst þeirri afstöðu minni að þessi samningur verði ekki efndur að fullu að óathuguðu máli að minnsta kosti. Hugsanlega eiga þeir lögformlegan rétt á því að þetta verði gert," segir Haraldur Flosi. En er hugsanlegt að fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar og forstjóri hafi farið út fyrir umboð sitt með þessum samning? „Það gæti verið, það þarfnast ferkari skoðunar," segir Haraldur. Spurður hvort þetta gæti verið ólögmætur samningur svarar Haraldur: „Það gæti verið flókin staða sem skapast við það já." Hann segir að ef samningurinn reynist löglegur þurfi Orkuveitan að efna hann.
Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira