Stjórn REI vildi fjármagna 100 milljarða kaup með lánum 11. október 2012 12:12 Hugmyndir um starfsemi REI voru stórhuga, líkt og margt annað hjá OR, samkvæmt skýrslu úttektarnefndar OR. Aðeins tíu vikum eftir að Reykjavík Energy Invest var stofnað lagði stjórn fyrirtækisins það til við fjármálastjóra Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að hann færi að kanna hvernig hægt væri að kaupa hlut í orkufyrirtæki á Filippseyjum fyrir 800 milljónir dala, eða sem nemur um ríflega 100 milljörðum króna á núverandi gengi. Dótturfyrirtæki OR, Reykjavík Energy Invest, eða REI eins og það var oftast kallað, var stofnað í júní 2007 var fljótt ljóst að hugmyndir um starfsemi fyrirtækisins voru stórhuga. Á fyrsta fundi stjórnar var hlutafé ákveðið einn milljarður, en samþykkt var að auka það upp í tvo milljarða strax á öðrum fundi mánuði síðar. Í ágúst mánuði, um tíu vikum eftir stofnun félagsins og á þriðja stjórnarfundi félagsins frá stofnun, var fjallað um mögulega þátttöku REI í söluferli á 40 prósent hlut í opinberu orkufyrirtæki á Filippseyjum, PNOC-EDC. Í stjórn félagsins á þessum tíma voru Björn Ársæll Pétursson, Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson, að því er fram kemur í skýrslu úttektarnefndarinnar um málefni OR, sem kynnt var og birt opinberlega í gær. Björn Ársæll hafði þó óskað eftir því að hætta í stjórninni á þessum tíma. Í skýrslunni kemur fram að stjórn REI hefði á fyrrnefndum fundi í ágúst 2007 lagt það til að fjármálastjóri OR færi að „leita hófanna" með fjármögnun á hlutnum í orkufyrirtækinu í Filippseyjum, en talið var að afla þyrfti um 800 milljóna dala, eða sem nemur ríflega 100 milljörðum króna á núverandi gengi, til þess að ganga frá kaupunum. Af þeim varð aldrei, en miklar deilur spruttu upp um hlutverk REI skömmu síðar, þar sem meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk og nýr meirihluti var myndaður. „Segja má að fyrstu þrír mánuðir í starfsemi REI hafi, svo sem að framan var rakið, einkennst af hraðri mótun félagsins og nokkuð stöðugri en kappsfullri fjárfestingarstefnu í erlendum orkufyrirtækjum á sviði jarðvarma. Nokkur breyting varð þó á rekstri REI í haustbyrjun 2007, með breytingum samþykkta, heimildar til handa stjórn til stórfelldrar hlutafjáraukningar í REI og sölu hluta í félaginu. Má rekja hið svokallaða REI-mál til þeirra breytinga sem þá urðu á starfsemi fyrirtækisins í kjölfar framangreindra breytinga á samþykktum þess," segir í skýrslu úttektarnefndarinnar um fyrstu mánuðina í starfsemi REI. Skuldir OR fóru úr 17,7 milljörðum króna árið 2002 í 224,3 milljarða 2010, meðal annars vegna gríðarlegrar gengisáhættu í rekstri fyrirtækisins, en hrun krónunnar hafði þær afleiðingar að skuldir fyrirtækisins, sem nær allar voru í erlendri mynt, tvöfölduðust á nokkrum mánuðum. Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Aðeins tíu vikum eftir að Reykjavík Energy Invest var stofnað lagði stjórn fyrirtækisins það til við fjármálastjóra Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að hann færi að kanna hvernig hægt væri að kaupa hlut í orkufyrirtæki á Filippseyjum fyrir 800 milljónir dala, eða sem nemur um ríflega 100 milljörðum króna á núverandi gengi. Dótturfyrirtæki OR, Reykjavík Energy Invest, eða REI eins og það var oftast kallað, var stofnað í júní 2007 var fljótt ljóst að hugmyndir um starfsemi fyrirtækisins voru stórhuga. Á fyrsta fundi stjórnar var hlutafé ákveðið einn milljarður, en samþykkt var að auka það upp í tvo milljarða strax á öðrum fundi mánuði síðar. Í ágúst mánuði, um tíu vikum eftir stofnun félagsins og á þriðja stjórnarfundi félagsins frá stofnun, var fjallað um mögulega þátttöku REI í söluferli á 40 prósent hlut í opinberu orkufyrirtæki á Filippseyjum, PNOC-EDC. Í stjórn félagsins á þessum tíma voru Björn Ársæll Pétursson, Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson, að því er fram kemur í skýrslu úttektarnefndarinnar um málefni OR, sem kynnt var og birt opinberlega í gær. Björn Ársæll hafði þó óskað eftir því að hætta í stjórninni á þessum tíma. Í skýrslunni kemur fram að stjórn REI hefði á fyrrnefndum fundi í ágúst 2007 lagt það til að fjármálastjóri OR færi að „leita hófanna" með fjármögnun á hlutnum í orkufyrirtækinu í Filippseyjum, en talið var að afla þyrfti um 800 milljóna dala, eða sem nemur ríflega 100 milljörðum króna á núverandi gengi, til þess að ganga frá kaupunum. Af þeim varð aldrei, en miklar deilur spruttu upp um hlutverk REI skömmu síðar, þar sem meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk og nýr meirihluti var myndaður. „Segja má að fyrstu þrír mánuðir í starfsemi REI hafi, svo sem að framan var rakið, einkennst af hraðri mótun félagsins og nokkuð stöðugri en kappsfullri fjárfestingarstefnu í erlendum orkufyrirtækjum á sviði jarðvarma. Nokkur breyting varð þó á rekstri REI í haustbyrjun 2007, með breytingum samþykkta, heimildar til handa stjórn til stórfelldrar hlutafjáraukningar í REI og sölu hluta í félaginu. Má rekja hið svokallaða REI-mál til þeirra breytinga sem þá urðu á starfsemi fyrirtækisins í kjölfar framangreindra breytinga á samþykktum þess," segir í skýrslu úttektarnefndarinnar um fyrstu mánuðina í starfsemi REI. Skuldir OR fóru úr 17,7 milljörðum króna árið 2002 í 224,3 milljarða 2010, meðal annars vegna gríðarlegrar gengisáhættu í rekstri fyrirtækisins, en hrun krónunnar hafði þær afleiðingar að skuldir fyrirtækisins, sem nær allar voru í erlendri mynt, tvöfölduðust á nokkrum mánuðum.
Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira